Íslenski boltinn

Guðný áfram í Krikanum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðný verður áfram hjá FH næstu árin.
Guðný verður áfram hjá FH næstu árin. mynd/fh
Guðný Árnadóttir hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við FH.

Þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára hefur Guðný verið í lykilhlutverki hjá FH undanfarin ár.

Hún lék sína fyrstu leiki með FH í 1. deildinni sumarið 2015. Í fyrra lék hún svo 16 af 18 leikjum FH í Pepsi-deildinni og skoraði eitt mark.

Guðný hefur leikið alla 12 leiki FH í Pepsi-deildinni í sumar og skorað fjögur mörk. Þau hafa öll komið í sigurleikjum. Guðný var í úrvalsliði fyrri hluta tímabilsins hjá Pepsi-mörkum kvenna.

Guðný hefur leikið 23 leiki fyrir U-17 ára landslið Íslands og þrjá leiki fyrir U-19 ára landsliðið.

FH er með 18 stig í 6. sæti Pepsi-deildarinnar og er þegar búið að bæta árangurinn frá því í fyrra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×