Ég þurfti stundum að fara djúpt inn í sálina Magnús Guðmundsson skrifar 16. ágúst 2017 10:00 Mikael og Marína sendu nýverið frá sér sína fyrstu hljómplötu, Beint heim. Við erum bara að stoppa í Borgarnesi á leiðinni norður,“ segir Marína Ósk Þórólfsdóttir bjartri röddu þegar náðist í hana seinni partinn í gær en í kvöld standa fyrir dyrum útgáfutónleikar Beint heim, fyrstu hljómplötu hennar og Mikaels Mána Ásmundssonar. Marína segir að þau hafi kynnst á Konservatoríinu í Amsterdam þar sem þau voru bæði við nám, hann í gítarleik en hún í söng. „Þarna lágu leiðir okkar saman tónlistarlega því við byrjuðum að spila saman fljótlega eftir að við kynntumst og það varð einfaldlega ekki aftur snúið. Þetta var í september 2014 og strax svona mánuði síðar vorum við farin að æfa saman vikulega.“ En hvernig tónlist skyldu þau vera að spila? „Við erum djassdúett en það sem við gerðum á þessari plötu er samt aðeins öðruvísi. Við tókum átta gömul djasslög, sum hver eru vel þekkt en önnur ekki, og settum þau í svona aðeins nýjan búning sem er nær nútímanum. Hugsuðum útsetningarnar meira út frá því hvernig þau myndu hljóma ef við hefðum samið þau sjálf og tengdum það líka við þá tónlist sem við ólumst upp við. Það eru ekkert allir sem tengja við djass en við erum samt á því að það ætti alveg breiður hópur að tengja við þessa tónlist því hún er í aðgengilegum stíl þó svo að aðalinnihaldið sé djassinn eftir sem áður.“ Marína segir að hún og Mikael hafi í raun alist upp við mjög ólíka tónlist. „Við ólumst í raun upp við alveg gjörólíkar tónlistarstefnur en við svona leituðumst við að sameinast í djassinum. Mikael var Jimy Hendrix, Nick Drake og Bob Dylan aðdáandi á sínum yngri árum en ég var meira svona píanóútgáfur af fallegum lögum og akústisk einlæg tónlist litaði mig mjög mikið eins og t.d. Eva Cassidy.“ En hvaðan eru þá lögin komin sem er að finna á plötunni? „Þetta eru eldgömul djasslög, sum alveg frá þriðja áratugnum, en önnur meira inn í swing tímabilið. En nálgunin er svo annað mál. Mikael nálgaðist til að mynda All Blues eftir Miles Davis út frá þeirri vangaveltu hvernig það myndi hljóma ef Nick Drake myndi spila það? Hvernig myndi hann nálgast það? Svarið er að finna í titillaginu Beint heim, en textarnir eru allir frumsamdir en ekki þýddir.“ En hvernig var að semja söngtexta í fyrsta sinn? „Þetta var mjög skemmtilegt og lærdómsríkt ferli. Ég þurfti stundum að fara djúpt inn í sálina, sem er stundum erfitt, en það kom líka margt skemmtilegt úr því og mér þykir mjög vænt um það allt í dag.“ Marína segir að það sé spennandi fyrir unga tónlistarmenn að koma heim í djasssenuna. „Ég var ekki mikið á djasssenunni áður en ég fór út í nám þannig að þetta er aðeins nýtt fyrir mér hérna heima. En það er gaman að sjá hvað það er mikið af frambærilegum og flottum djasslistamönnum á Íslandi í dag. Núna erum við farin að huga að því að vinna meira efni sem verður þá jafnvel allt frumsamið.“ Fyrst eru þau þó á Græna hattinum á Akureyri í kvöld kl. 21 með fyrri útgáfu tónleikana en svo þá seinni í Reykjavík 23. ágúst á Græna herberginu við Lækjargötu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. ágúst. Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Við erum bara að stoppa í Borgarnesi á leiðinni norður,“ segir Marína Ósk Þórólfsdóttir bjartri röddu þegar náðist í hana seinni partinn í gær en í kvöld standa fyrir dyrum útgáfutónleikar Beint heim, fyrstu hljómplötu hennar og Mikaels Mána Ásmundssonar. Marína segir að þau hafi kynnst á Konservatoríinu í Amsterdam þar sem þau voru bæði við nám, hann í gítarleik en hún í söng. „Þarna lágu leiðir okkar saman tónlistarlega því við byrjuðum að spila saman fljótlega eftir að við kynntumst og það varð einfaldlega ekki aftur snúið. Þetta var í september 2014 og strax svona mánuði síðar vorum við farin að æfa saman vikulega.“ En hvernig tónlist skyldu þau vera að spila? „Við erum djassdúett en það sem við gerðum á þessari plötu er samt aðeins öðruvísi. Við tókum átta gömul djasslög, sum hver eru vel þekkt en önnur ekki, og settum þau í svona aðeins nýjan búning sem er nær nútímanum. Hugsuðum útsetningarnar meira út frá því hvernig þau myndu hljóma ef við hefðum samið þau sjálf og tengdum það líka við þá tónlist sem við ólumst upp við. Það eru ekkert allir sem tengja við djass en við erum samt á því að það ætti alveg breiður hópur að tengja við þessa tónlist því hún er í aðgengilegum stíl þó svo að aðalinnihaldið sé djassinn eftir sem áður.“ Marína segir að hún og Mikael hafi í raun alist upp við mjög ólíka tónlist. „Við ólumst í raun upp við alveg gjörólíkar tónlistarstefnur en við svona leituðumst við að sameinast í djassinum. Mikael var Jimy Hendrix, Nick Drake og Bob Dylan aðdáandi á sínum yngri árum en ég var meira svona píanóútgáfur af fallegum lögum og akústisk einlæg tónlist litaði mig mjög mikið eins og t.d. Eva Cassidy.“ En hvaðan eru þá lögin komin sem er að finna á plötunni? „Þetta eru eldgömul djasslög, sum alveg frá þriðja áratugnum, en önnur meira inn í swing tímabilið. En nálgunin er svo annað mál. Mikael nálgaðist til að mynda All Blues eftir Miles Davis út frá þeirri vangaveltu hvernig það myndi hljóma ef Nick Drake myndi spila það? Hvernig myndi hann nálgast það? Svarið er að finna í titillaginu Beint heim, en textarnir eru allir frumsamdir en ekki þýddir.“ En hvernig var að semja söngtexta í fyrsta sinn? „Þetta var mjög skemmtilegt og lærdómsríkt ferli. Ég þurfti stundum að fara djúpt inn í sálina, sem er stundum erfitt, en það kom líka margt skemmtilegt úr því og mér þykir mjög vænt um það allt í dag.“ Marína segir að það sé spennandi fyrir unga tónlistarmenn að koma heim í djasssenuna. „Ég var ekki mikið á djasssenunni áður en ég fór út í nám þannig að þetta er aðeins nýtt fyrir mér hérna heima. En það er gaman að sjá hvað það er mikið af frambærilegum og flottum djasslistamönnum á Íslandi í dag. Núna erum við farin að huga að því að vinna meira efni sem verður þá jafnvel allt frumsamið.“ Fyrst eru þau þó á Græna hattinum á Akureyri í kvöld kl. 21 með fyrri útgáfu tónleikana en svo þá seinni í Reykjavík 23. ágúst á Græna herberginu við Lækjargötu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. ágúst.
Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira