Rafbílarnir ein verstu kaup bílaleigunnar Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. ágúst 2017 06:00 Floti Bílaleigu Akureyrar/Hölds telur 4600 bíla. vísir/gva Að kaupa rafbíla er ein versta fjárfesting sem Bílaleiga Akureyrar/Höldur hefur gert í bílakaupum. „Nýtingin er ekki góð. Bíllinn kemur inn kannski á hádegi og þá þýðir það að við getum ekki leigt hann út fyrr en morguninn eftir þar sem við þurfum að hlaða hann. Þetta er enn þá of dýrt,“ segir Steingrímur Birgisson, forstjóri bílaleigunnar.Steingrímur BirgissonBjört Ólafsdóttir umhverfisráðherra sagði í byrjun mánaðarins að stefnt yrði að því að rafbílavæða allt landið fyrir árið 2030. Á síðasta ári voru nýskráðir 18.442 bílar hér á landi. Af þeim voru 8.846, eða 45 prósent, bílaleigubílar. Þeir forsvarsmenn bílaleiga sem Fréttablaðið ræddi við voru sammála um að rafbílavæðingin væri spennandi og þróunin væri hröð. Hins vegar væri langt í land að bílaleigurnar gætu keypt slíka bíla í stórum stíl. Steingrímur Birgisson segir að Bílaleiga Akureyrar/Höldur hafi keypt fyrsta rafbílinn árið 2008 og það hafi þá verið gert í tilraunaverkefni með Orkuveitu Reykjavíkur, Orkustofnun og fleiri aðilum. Bílaleigan á í dag um 20 rafbíla af 4.600 bíla flota. Önnur stór bílaleiga, Hertz bílaleigan, á fimm rafbíla. „Þetta gerist og það er bara gott. En þetta mun taka tíma,“ segir Steingrímur. Steingrímur nefnir sem dæmi að það þurfi að vera til rafmagn á Keflavíkurflugvelli til að hlaða bílaleigubíla. „Það þurfa að vera til hleðslustöðvar út um allt landið,“ bætir Steingrímur við. Í dag séu til rafbílar sem fullyrt er að geti farið 300 kílómetra á hleðslu. „En þeir fara aldrei nema 220 og ferðamaðurinn er oft að keyra 300 til 400 kílómetra. Þannig að hann þarf einhvers staðar að komast í hleðslu og best er að hann geri það á einhverjum næturstað, á hóteli eða gistiheimili,“ segir Steingrímur. Steingrímur segir að það sé mikið mál að koma upp þeim innviðum sem þarf og ekki sé hægt að kalla eftir því að það gerist á einni nóttu. En uppbyggingin verði hægt og rólega. „Það er allt í lagi að við Íslendingar verðum framarlega í flokki en ég held að það séu engin efni til þess að við séum fremstir í flokki. Ég held að það sé margt annað í þjóðfélaginu sem liggur meira á að laga.“ Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Að kaupa rafbíla er ein versta fjárfesting sem Bílaleiga Akureyrar/Höldur hefur gert í bílakaupum. „Nýtingin er ekki góð. Bíllinn kemur inn kannski á hádegi og þá þýðir það að við getum ekki leigt hann út fyrr en morguninn eftir þar sem við þurfum að hlaða hann. Þetta er enn þá of dýrt,“ segir Steingrímur Birgisson, forstjóri bílaleigunnar.Steingrímur BirgissonBjört Ólafsdóttir umhverfisráðherra sagði í byrjun mánaðarins að stefnt yrði að því að rafbílavæða allt landið fyrir árið 2030. Á síðasta ári voru nýskráðir 18.442 bílar hér á landi. Af þeim voru 8.846, eða 45 prósent, bílaleigubílar. Þeir forsvarsmenn bílaleiga sem Fréttablaðið ræddi við voru sammála um að rafbílavæðingin væri spennandi og þróunin væri hröð. Hins vegar væri langt í land að bílaleigurnar gætu keypt slíka bíla í stórum stíl. Steingrímur Birgisson segir að Bílaleiga Akureyrar/Höldur hafi keypt fyrsta rafbílinn árið 2008 og það hafi þá verið gert í tilraunaverkefni með Orkuveitu Reykjavíkur, Orkustofnun og fleiri aðilum. Bílaleigan á í dag um 20 rafbíla af 4.600 bíla flota. Önnur stór bílaleiga, Hertz bílaleigan, á fimm rafbíla. „Þetta gerist og það er bara gott. En þetta mun taka tíma,“ segir Steingrímur. Steingrímur nefnir sem dæmi að það þurfi að vera til rafmagn á Keflavíkurflugvelli til að hlaða bílaleigubíla. „Það þurfa að vera til hleðslustöðvar út um allt landið,“ bætir Steingrímur við. Í dag séu til rafbílar sem fullyrt er að geti farið 300 kílómetra á hleðslu. „En þeir fara aldrei nema 220 og ferðamaðurinn er oft að keyra 300 til 400 kílómetra. Þannig að hann þarf einhvers staðar að komast í hleðslu og best er að hann geri það á einhverjum næturstað, á hóteli eða gistiheimili,“ segir Steingrímur. Steingrímur segir að það sé mikið mál að koma upp þeim innviðum sem þarf og ekki sé hægt að kalla eftir því að það gerist á einni nóttu. En uppbyggingin verði hægt og rólega. „Það er allt í lagi að við Íslendingar verðum framarlega í flokki en ég held að það séu engin efni til þess að við séum fremstir í flokki. Ég held að það sé margt annað í þjóðfélaginu sem liggur meira á að laga.“
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira