Mér þykir fúlt að þessi staða sé komin upp Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. ágúst 2017 07:00 Jón Guðmundsson að dæma leik. Vísir/Anton „Ég er hvorki tilbúinn til að hætta að dæma né þjálfa þannig að þetta er frekar erfið staða,“ segir Jón Guðmundsson körfuboltadómari, sem einnig er yngriflokkaþjálfari hjá Keflavík. Eftir að hafa þjálfað í 33 ár og dæmt í 15 er komið að því að hann verður að velja á milli. Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, hefur gefið það út að dómarar megi ekki lengur þjálfa samhliða dómgæslunni.Ekki setja dómara í erfiða stöðu „Þessi ákvörðun er almenns eðlis og snýr að því að dómarar séu ekki settir í þá stöðu að þurfa að dæma leiki með félaga sínum sem þeir hafa dæmt hjá, stundum kvöldið áður eða seinna auk þess sem slíkt kann að þykja ósanngjarnt gagnvart þriðja aðila,“ segir meðal annars í yfirlýsingu KKÍ um málið. Þar segir einnig að þessi regla hafi verið við lýði undanfarin ár en undanþágur hafi verið veittar. Nú hafi aftur á móti verið ákveðið að fylgja reglunni eftir til hins ítrasta. „Í samtölum við fulltrúa FIBA kom skýrt fram að önnur sjónarmið, hver sem þau kunni að vera, vegi ekki þyngra en þau að allur vafi um hlutleysi eða vanhæfi geti aldrei verið vefengd,“ segir líka í yfirlýsingu KKÍ.Jón Guðmundsson að störfum með þeim Halldóri Geir Jenssyni og Eggerti Þór Aðalsteinssyni.Vísir/ErnirEr í algjörri óvissu Jón getur legið undir feldi í um hálfan mánuð áður en hann tekur ákvörðun um hvað hann ætlar sér að gera næsta vetur; dæma eða þjálfa. „Það er ekkert leyndarmál að mér þykir það vera fúlt að þessi staða sé komin upp. Ég fer fram og til baka með ákvörðunina og núna er ég í algjörri óvissu. Þetta hefur gengið upp hjá mér í öll þessi ár því Keflvíkingar hafa verið mjög sveigjanlegir þegar kemur að dómgæslunni hjá mér,“ segir Jón en það hefur augljóslega verið mikið að gera hjá honum á síðustu árum með öll þessi verkefni. „Ég er ekki í þessu til þess að verða ríkur. Það er alveg klárt. Mér finnst ógeðslega gaman að dæma og þess vegna er ég ekki tilbúinn til að hætta. Maður fær ekki bara drull á vellinum. Maður fær alveg hrós líka þótt ótrúlegt megi virðast,“ segir Jón og hlær dátt. Á öllum þessum árum segist Jón aldrei hafa lent í nokkrum vandræðum vegna þess að hann sinnir báðum störfum. Það hafi gengið vel að aðgreina hlutverkin gagnvart öðrum. „Ég hef dæmt hjá mönnum sem hafa síðan dæmt hjá mér. Ég er þjálfari þegar svo ber undir og hef fengið tæknivillur og verið kastað út úr húsi, sællar minningar. Ég fæ enga sérmeðferð frekar en aðrir fá sérmeðferð hjá mér,“ segir Jón en hann hefur líka skilning á afstöðu KKÍ. „KKÍ telur að þetta sé allra meina bót og ég ætla ekkert að segja að þetta sé eitthvað rangt hjá þeim. Það er bara fúlt að vera í þessari stöðu. Að þurfa að velja. Ég verð að virða það sem þeir ákveða og ég geri það.“Hannes Jónsson.Vísir/EyþórÁkvörðunin stendur Keflvíkingar hafa reynt að fá þessu breytt en Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að það muni engu breyta. Ákvörðunin standi. „Hún stendur og mun standa. Við erum ekki að fara að breyta henni. Við skiljum vel að það séu skiptar skoðanir á málinu. Það má ræða það málefnalega. Sú umræða á að fara fram á réttum stöðum en ekki á samfélagsmiðlum,“ segir Hannes Sigurbjörn Jónsson. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira
„Ég er hvorki tilbúinn til að hætta að dæma né þjálfa þannig að þetta er frekar erfið staða,“ segir Jón Guðmundsson körfuboltadómari, sem einnig er yngriflokkaþjálfari hjá Keflavík. Eftir að hafa þjálfað í 33 ár og dæmt í 15 er komið að því að hann verður að velja á milli. Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, hefur gefið það út að dómarar megi ekki lengur þjálfa samhliða dómgæslunni.Ekki setja dómara í erfiða stöðu „Þessi ákvörðun er almenns eðlis og snýr að því að dómarar séu ekki settir í þá stöðu að þurfa að dæma leiki með félaga sínum sem þeir hafa dæmt hjá, stundum kvöldið áður eða seinna auk þess sem slíkt kann að þykja ósanngjarnt gagnvart þriðja aðila,“ segir meðal annars í yfirlýsingu KKÍ um málið. Þar segir einnig að þessi regla hafi verið við lýði undanfarin ár en undanþágur hafi verið veittar. Nú hafi aftur á móti verið ákveðið að fylgja reglunni eftir til hins ítrasta. „Í samtölum við fulltrúa FIBA kom skýrt fram að önnur sjónarmið, hver sem þau kunni að vera, vegi ekki þyngra en þau að allur vafi um hlutleysi eða vanhæfi geti aldrei verið vefengd,“ segir líka í yfirlýsingu KKÍ.Jón Guðmundsson að störfum með þeim Halldóri Geir Jenssyni og Eggerti Þór Aðalsteinssyni.Vísir/ErnirEr í algjörri óvissu Jón getur legið undir feldi í um hálfan mánuð áður en hann tekur ákvörðun um hvað hann ætlar sér að gera næsta vetur; dæma eða þjálfa. „Það er ekkert leyndarmál að mér þykir það vera fúlt að þessi staða sé komin upp. Ég fer fram og til baka með ákvörðunina og núna er ég í algjörri óvissu. Þetta hefur gengið upp hjá mér í öll þessi ár því Keflvíkingar hafa verið mjög sveigjanlegir þegar kemur að dómgæslunni hjá mér,“ segir Jón en það hefur augljóslega verið mikið að gera hjá honum á síðustu árum með öll þessi verkefni. „Ég er ekki í þessu til þess að verða ríkur. Það er alveg klárt. Mér finnst ógeðslega gaman að dæma og þess vegna er ég ekki tilbúinn til að hætta. Maður fær ekki bara drull á vellinum. Maður fær alveg hrós líka þótt ótrúlegt megi virðast,“ segir Jón og hlær dátt. Á öllum þessum árum segist Jón aldrei hafa lent í nokkrum vandræðum vegna þess að hann sinnir báðum störfum. Það hafi gengið vel að aðgreina hlutverkin gagnvart öðrum. „Ég hef dæmt hjá mönnum sem hafa síðan dæmt hjá mér. Ég er þjálfari þegar svo ber undir og hef fengið tæknivillur og verið kastað út úr húsi, sællar minningar. Ég fæ enga sérmeðferð frekar en aðrir fá sérmeðferð hjá mér,“ segir Jón en hann hefur líka skilning á afstöðu KKÍ. „KKÍ telur að þetta sé allra meina bót og ég ætla ekkert að segja að þetta sé eitthvað rangt hjá þeim. Það er bara fúlt að vera í þessari stöðu. Að þurfa að velja. Ég verð að virða það sem þeir ákveða og ég geri það.“Hannes Jónsson.Vísir/EyþórÁkvörðunin stendur Keflvíkingar hafa reynt að fá þessu breytt en Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að það muni engu breyta. Ákvörðunin standi. „Hún stendur og mun standa. Við erum ekki að fara að breyta henni. Við skiljum vel að það séu skiptar skoðanir á málinu. Það má ræða það málefnalega. Sú umræða á að fara fram á réttum stöðum en ekki á samfélagsmiðlum,“ segir Hannes Sigurbjörn Jónsson.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira