Kínverski bílaframleiðandinn Chery undirbýr sölu í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 17. ágúst 2017 09:35 Chery hefur sent frá sér nokkrar myndir af bílnum sem sýndur verður í Frankfurt, en þær fela þó útlit hans að mestu. Einn af stærri bílaframleiðendum í Kína er Chery og er fyrirtækið í eigu kínverska ríkisins. Chery verður einn sýnenda á bílasýningunni í Frankfurt í næsta mánuði og mun þar sýna jeppling sem ætlaður er til sölu bæði í Evrópu og síðar meir í Bandaríkjunum. Chery vinnur nú að því að setja upp sölunet í Evrópu og því fer að styttast í komu bíla frá þeim á meginlandi Evrópu. Chery framleiddi 700.000 bíla á síðasta ári og telst því vart lengur smár bílaframleiðandi, en til samanburðar framleiddi Fiat liðlega 1 milljón bíla á síðasta ári. Chery var stofnað fyrir 20 árum síðan og á því ekki langa sögu í samanburði við flesta aðra bílaframleiðendur heims. Chery, líkt og margur annar bílaframleiðandinn, ætlar að leggja áherslu á bíla knúna rafmagni að hluta eða öllu leiti, en ekki liggur ljóst fyrir hvort sá bíll sem sýndur verður í Frankfurt sé þannig úr garði gerður. Mikill áhugi er hjá kínverskum bílaframleiðendum að komast á markað í Evrópu og í Bandaríkjunum og sjá þeir það sem helstu von þeirra um áframhaldandi hraðan vöxt í framleiðslu. Því má á næstu árum líklega sjá kínverska bíla í sölu í Evrópu og þá ekki bara frá Chery og gæti koma þeirra breytt nokkru um verðlag bíla, en þeir verða umtalsvert ódýrari en evrópskir bílar.Grill bílsins frá Chery.Mælaborð bílsins. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent
Einn af stærri bílaframleiðendum í Kína er Chery og er fyrirtækið í eigu kínverska ríkisins. Chery verður einn sýnenda á bílasýningunni í Frankfurt í næsta mánuði og mun þar sýna jeppling sem ætlaður er til sölu bæði í Evrópu og síðar meir í Bandaríkjunum. Chery vinnur nú að því að setja upp sölunet í Evrópu og því fer að styttast í komu bíla frá þeim á meginlandi Evrópu. Chery framleiddi 700.000 bíla á síðasta ári og telst því vart lengur smár bílaframleiðandi, en til samanburðar framleiddi Fiat liðlega 1 milljón bíla á síðasta ári. Chery var stofnað fyrir 20 árum síðan og á því ekki langa sögu í samanburði við flesta aðra bílaframleiðendur heims. Chery, líkt og margur annar bílaframleiðandinn, ætlar að leggja áherslu á bíla knúna rafmagni að hluta eða öllu leiti, en ekki liggur ljóst fyrir hvort sá bíll sem sýndur verður í Frankfurt sé þannig úr garði gerður. Mikill áhugi er hjá kínverskum bílaframleiðendum að komast á markað í Evrópu og í Bandaríkjunum og sjá þeir það sem helstu von þeirra um áframhaldandi hraðan vöxt í framleiðslu. Því má á næstu árum líklega sjá kínverska bíla í sölu í Evrópu og þá ekki bara frá Chery og gæti koma þeirra breytt nokkru um verðlag bíla, en þeir verða umtalsvert ódýrari en evrópskir bílar.Grill bílsins frá Chery.Mælaborð bílsins.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent