Jóhann Sebastian Hersch, ha? Jónas Sen skrifar 18. ágúst 2017 12:00 Fred Hersch er einn fremsti djasspíanisti samtímans, segir í dómi. Tónlist Djasstónleikar Fred Hersch, John Hébert og Eric McPherson komu fram á Djasshátíð Reykjavíkur. Eldborg í Hörpu laugardaginn 12. ágúst Einu sinni var maður drepinn með hávaða í James Bond mynd. Hann var á ráðstefnu og var að hlusta á túlk í heyrnartólum. Illvirki kom þá inn í stjórnherbergið, drap túlkinn, og hleypti ægilegum hávaða úr einhverju tæki í hljóðrásina til mannsins með heyrnartólin. Mér datt þetta í hug á tónleikum Fred Hersch, djasspíanóleikarans knáa, en þeir voru haldnir í Eldborg í Hörpu á Djasshátíð Reykjavíkur. Þar var ekki hávaði að drepa mann, heldur hávaðaleysi. Hljóðkerfið bilaði á tímabili, og þá heyrðist varla í píanóinu, a.m.k. ekki aftarlega í salnum. Snilldarleikur Hersch fór því fyrir lítið. En meira að segja þegar kerfið virkaði voru tónleikarnir furðu lágt stilltir miðað við aðra sambærilega tónleika í Eldborg. Það heyrðist allt skýrt, en tónleikarnir hefðu orðið mun áhrifameiri ef hækkað hefði verið í hljóðkerfinu. Þetta er mikil synd því Hersch er einn fremsti djasspíanóleikari samtímans. Hann hefur bæði afar fallegan, fíngerðan áslátt, og svo er leikur hans óvenju pólýfónískur, þ.e. fjölradda. Á meðan hægri höndin fýkur yfir hljómborðið galdrar sú vinstri fram flókna melódíu, ekki bara einhverja hljóma, eins og svo oft er uppi á teningnum. Það liggur við að hægt sé að fullyrða að ef Jóhann Sebastian Bach, meistari fjölraddarinnar, hefði verið djasspíanisti, þá hefði hann spilað eins og Hersch. Hinir hljóðfæraleikararnir voru sömuleiðis frábærir. John Hébert spilaði á kontrabassa og var ekki aðeins líflegur, heldur fullur dirfsku. Hann fór út á ystu nöf hvað eftir annað þegar hann lék af fingrum fram, lengra en almennt gerist. Samt var það aldrei einhver viðundrasýning, nei, hann hélt sig alltaf innan ramma tónlistarinnar hverju sinni. Leikur hans var einfaldlega þrunginn músíklegu innsæi og innblæstri. Og ekki síðri var trommuleikur Erics McPherson. Hann var gæddur sprengikrafti, gríðarlega fjörugur, en líka léttur og blæbrigðaríkur. McPherson lét sér ekki nægja að slá þetta venjulega, heldur einnig sjálft statíf trommanna og allt í kring. Fyrir bragðið var slagverksleikurinn ótrúlega fjölbreyttur og litríkur. Tónlistin kom sífellt á óvart. Hún byrjaði gjarnan á einhverju skringilegu sem síðan þróaðist í óvæntar áttir. Stundum var húmorinn í fyrirrúmi, bæði í skondnu upphafi laganna, og líka í framvindunni. Djassinn er oft uppfullur af klisjum, en ekki hér. Mörg lögin voru hrein opinberun. Dagskráin var þó ekki öll svona tilraunakennd. Inn á milli voru rólegri lög sem runnu ljúflega niður. Þau sköpuðu nauðsynlegt jafnvægi við ómstríðurnar og furðulegan taktinn. Heildarsvipurinn var magnaður, þetta var djass í allri sinni fjölbreytni eins og hann gerist bestur. Ef hljóðið hefði verið í lagi fengju tónleikarnir hér fullt hús.Niðurstaða: Frábær flutningur og tónlist, en bilun í hljóðkerfi varpaði skugga á.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. ágúst. Tónlistargagnrýni Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Djasstónleikar Fred Hersch, John Hébert og Eric McPherson komu fram á Djasshátíð Reykjavíkur. Eldborg í Hörpu laugardaginn 12. ágúst Einu sinni var maður drepinn með hávaða í James Bond mynd. Hann var á ráðstefnu og var að hlusta á túlk í heyrnartólum. Illvirki kom þá inn í stjórnherbergið, drap túlkinn, og hleypti ægilegum hávaða úr einhverju tæki í hljóðrásina til mannsins með heyrnartólin. Mér datt þetta í hug á tónleikum Fred Hersch, djasspíanóleikarans knáa, en þeir voru haldnir í Eldborg í Hörpu á Djasshátíð Reykjavíkur. Þar var ekki hávaði að drepa mann, heldur hávaðaleysi. Hljóðkerfið bilaði á tímabili, og þá heyrðist varla í píanóinu, a.m.k. ekki aftarlega í salnum. Snilldarleikur Hersch fór því fyrir lítið. En meira að segja þegar kerfið virkaði voru tónleikarnir furðu lágt stilltir miðað við aðra sambærilega tónleika í Eldborg. Það heyrðist allt skýrt, en tónleikarnir hefðu orðið mun áhrifameiri ef hækkað hefði verið í hljóðkerfinu. Þetta er mikil synd því Hersch er einn fremsti djasspíanóleikari samtímans. Hann hefur bæði afar fallegan, fíngerðan áslátt, og svo er leikur hans óvenju pólýfónískur, þ.e. fjölradda. Á meðan hægri höndin fýkur yfir hljómborðið galdrar sú vinstri fram flókna melódíu, ekki bara einhverja hljóma, eins og svo oft er uppi á teningnum. Það liggur við að hægt sé að fullyrða að ef Jóhann Sebastian Bach, meistari fjölraddarinnar, hefði verið djasspíanisti, þá hefði hann spilað eins og Hersch. Hinir hljóðfæraleikararnir voru sömuleiðis frábærir. John Hébert spilaði á kontrabassa og var ekki aðeins líflegur, heldur fullur dirfsku. Hann fór út á ystu nöf hvað eftir annað þegar hann lék af fingrum fram, lengra en almennt gerist. Samt var það aldrei einhver viðundrasýning, nei, hann hélt sig alltaf innan ramma tónlistarinnar hverju sinni. Leikur hans var einfaldlega þrunginn músíklegu innsæi og innblæstri. Og ekki síðri var trommuleikur Erics McPherson. Hann var gæddur sprengikrafti, gríðarlega fjörugur, en líka léttur og blæbrigðaríkur. McPherson lét sér ekki nægja að slá þetta venjulega, heldur einnig sjálft statíf trommanna og allt í kring. Fyrir bragðið var slagverksleikurinn ótrúlega fjölbreyttur og litríkur. Tónlistin kom sífellt á óvart. Hún byrjaði gjarnan á einhverju skringilegu sem síðan þróaðist í óvæntar áttir. Stundum var húmorinn í fyrirrúmi, bæði í skondnu upphafi laganna, og líka í framvindunni. Djassinn er oft uppfullur af klisjum, en ekki hér. Mörg lögin voru hrein opinberun. Dagskráin var þó ekki öll svona tilraunakennd. Inn á milli voru rólegri lög sem runnu ljúflega niður. Þau sköpuðu nauðsynlegt jafnvægi við ómstríðurnar og furðulegan taktinn. Heildarsvipurinn var magnaður, þetta var djass í allri sinni fjölbreytni eins og hann gerist bestur. Ef hljóðið hefði verið í lagi fengju tónleikarnir hér fullt hús.Niðurstaða: Frábær flutningur og tónlist, en bilun í hljóðkerfi varpaði skugga á.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. ágúst.
Tónlistargagnrýni Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira