Hellblade Senuas Sacrifice: Langdregið ferðalag til helvítis Samúel Karl Ólason skrifar 20. ágúst 2017 09:00 Vísir/Ninja Theory Hellblade Senuas Sacrifice fjallar um Senua sem er stríðskona frá Orkneyjum. Hún yfirgefur eyjuna eftir að víkingar brenna þorpið sem hún bjó í og myrtu nánast alla sem þar bjuggu. Markmið hennar er að komast til helvítis og bjarga sál kærasta Senua, Dillion. Til þess ferðast hún um með höfuð Dillion í poka. Senua þjáist þó af geðrænum vandræðum og útlit heimsins sem Senua ferðast um tekur mið af því. Heimurinn virðist breytast eftir hugarástandi hennar og oft á tíðum er eins og hún sé komin aftur í þorpið sitt.Senuas Sacrife er gerður af fyrirtækinu Ninja Theory. Um er að ræða svokallaðan hack and slash leik þar sem Senua berst gegn ódauðum víkingum, leysir þrautir og labbar og labbar. Að mestu er þó einblínt á sögusköpun og vann fyrirtækið með sérfræðingum og fólki sem hefur glímt við geðræn vandamál. Leiknum er ætlað að sýna hvernig sú upplifun er. Spilarar geta ekki treyst því sem Senua sér og raddir óma í huga hennar. Ég þekki nú ekki hvernig þessi geðrænu vandamál lýsa sér í alvörunni. Þegiðu Jón og farðu út með þessa hunda. Bölvuðu leðurblökur eru sífellt að reyna að ná teningunum mínum. Þetta kemur þó mjög vel út. Hljóðið og þá sérstaklega raddirnar sem eru að hvísla að Senua eru mjög vel útfærðar. Þær bæði hjálpa manni og gera manni erfitt fyrir um. Það er nánast nauðsynlegt að spila þennan leik með góð heyrnartól.Leikurinn lítur mjög vel út og grafíkin er þrusugóð. Persónurnar líta þá sérstaklega vel út og andlit Senu-u er geggjað, enda var það allt gert með svokölluðu „motion-capture“. Þegar leikurinn byrjar veit maður lítið sem ekkert hvað er að gerast og saga Senu-u lítur dagsins ljós þegar spilarar komast lengra og lengra í leiknum. Þrautir og bardagar leiksins draga hann þó niður að mínu mati. Þrautir leiksins taka mið af því hvaða guð Senua er að elta uppi. Þær geta verið tímafrekar og jafnvel leiðinlegar. Versta atvikið sem ég lenti í var á lið að Surti og þar þarf að finna rúnir í umhverfi leiksins sem samsvara rúnum á hurðum. Eina rúnina var ég búinn að finna rúnina inn í einhverju húsi, en hún virtist vera öfugsnúin. Eftir fáránlega langa leit kom ég alltaf aftur að snúnu rúninni inn í húsinu. Eftir um korter af pirringi og leiðindum fattaði ég loksins að fara út úr húsinu og horfa á rúnina úr hinni áttinni. Það var svolítið aulalegt. Það eru skemmtilegar þrautir þarna inn á milli, en að mestu virkar þetta sem einhvers konar uppfylling og þær þvælast fyrir spilun leiksins. Bardagakerfi HSS er í einfaldari kantinum. Það býður upp á léttar og þungar árásir og Senua getur skutlað sér til hliðar til að forðast árásir ódauðra víkinga með einhverskonar hreindýrahöfuð. Þar að auki getur hún varist höggum og sparkað. Ofan á það getur Senua notast við nokkurs konar Bullet-time til að hægja á óvinum sínum og skera þá í bita.Ef spilarar láta Senu-u deyja of oft, þurfa þeir að byrja upp á nýtt og það fær mann til að vanda sig nokkuð. Á heildina litið er HSS mjög áhugaverður og frumlegur leikur og starfsmenn Ninja Theory eiga hrós skilið fyrir það. En. Nú veit ég að ég er að synda á móti straumnum, en hann fangaði mig ekki. Grafíkin er frábær, hljóðið er klikkað, talsetning geggjuð, sagan áhugverð en ég kann ekki að meta spilunina og hafði á heildina ekki gaman af leiknum. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Hellblade Senuas Sacrifice fjallar um Senua sem er stríðskona frá Orkneyjum. Hún yfirgefur eyjuna eftir að víkingar brenna þorpið sem hún bjó í og myrtu nánast alla sem þar bjuggu. Markmið hennar er að komast til helvítis og bjarga sál kærasta Senua, Dillion. Til þess ferðast hún um með höfuð Dillion í poka. Senua þjáist þó af geðrænum vandræðum og útlit heimsins sem Senua ferðast um tekur mið af því. Heimurinn virðist breytast eftir hugarástandi hennar og oft á tíðum er eins og hún sé komin aftur í þorpið sitt.Senuas Sacrife er gerður af fyrirtækinu Ninja Theory. Um er að ræða svokallaðan hack and slash leik þar sem Senua berst gegn ódauðum víkingum, leysir þrautir og labbar og labbar. Að mestu er þó einblínt á sögusköpun og vann fyrirtækið með sérfræðingum og fólki sem hefur glímt við geðræn vandamál. Leiknum er ætlað að sýna hvernig sú upplifun er. Spilarar geta ekki treyst því sem Senua sér og raddir óma í huga hennar. Ég þekki nú ekki hvernig þessi geðrænu vandamál lýsa sér í alvörunni. Þegiðu Jón og farðu út með þessa hunda. Bölvuðu leðurblökur eru sífellt að reyna að ná teningunum mínum. Þetta kemur þó mjög vel út. Hljóðið og þá sérstaklega raddirnar sem eru að hvísla að Senua eru mjög vel útfærðar. Þær bæði hjálpa manni og gera manni erfitt fyrir um. Það er nánast nauðsynlegt að spila þennan leik með góð heyrnartól.Leikurinn lítur mjög vel út og grafíkin er þrusugóð. Persónurnar líta þá sérstaklega vel út og andlit Senu-u er geggjað, enda var það allt gert með svokölluðu „motion-capture“. Þegar leikurinn byrjar veit maður lítið sem ekkert hvað er að gerast og saga Senu-u lítur dagsins ljós þegar spilarar komast lengra og lengra í leiknum. Þrautir og bardagar leiksins draga hann þó niður að mínu mati. Þrautir leiksins taka mið af því hvaða guð Senua er að elta uppi. Þær geta verið tímafrekar og jafnvel leiðinlegar. Versta atvikið sem ég lenti í var á lið að Surti og þar þarf að finna rúnir í umhverfi leiksins sem samsvara rúnum á hurðum. Eina rúnina var ég búinn að finna rúnina inn í einhverju húsi, en hún virtist vera öfugsnúin. Eftir fáránlega langa leit kom ég alltaf aftur að snúnu rúninni inn í húsinu. Eftir um korter af pirringi og leiðindum fattaði ég loksins að fara út úr húsinu og horfa á rúnina úr hinni áttinni. Það var svolítið aulalegt. Það eru skemmtilegar þrautir þarna inn á milli, en að mestu virkar þetta sem einhvers konar uppfylling og þær þvælast fyrir spilun leiksins. Bardagakerfi HSS er í einfaldari kantinum. Það býður upp á léttar og þungar árásir og Senua getur skutlað sér til hliðar til að forðast árásir ódauðra víkinga með einhverskonar hreindýrahöfuð. Þar að auki getur hún varist höggum og sparkað. Ofan á það getur Senua notast við nokkurs konar Bullet-time til að hægja á óvinum sínum og skera þá í bita.Ef spilarar láta Senu-u deyja of oft, þurfa þeir að byrja upp á nýtt og það fær mann til að vanda sig nokkuð. Á heildina litið er HSS mjög áhugaverður og frumlegur leikur og starfsmenn Ninja Theory eiga hrós skilið fyrir það. En. Nú veit ég að ég er að synda á móti straumnum, en hann fangaði mig ekki. Grafíkin er frábær, hljóðið er klikkað, talsetning geggjuð, sagan áhugverð en ég kann ekki að meta spilunina og hafði á heildina ekki gaman af leiknum.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira