Eigin ábyrgð Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 3. ágúst 2017 06:00 Offita er ekki vandamál ein og sér heldur miklu frekar lífsstílssjúkdómarnir sem henni fylgja. Þetta var inntakið í viðtali við Guðmund Jóhannsson lækni sem birt var hér í blaðinu fyrir nokkrum mánuðum. Guðmundur benti á að fylgikvillar offitunnar væru sykursýki, æða- og hjartasjúkdómar. Miðað við þá staðreynd að Íslendingar eru meðal feitustu þjóða í Evrópu er viðbúið að senn komi að skuldadögum. Uppgjörið snertir ekki einungis þá sem glíma við sjúkdómana og aðstandendur þeirra, heldur hvert einasta mannsbarn í landinu sem stendur undir heilbrigðis- og velferðarkerfinu gegnum sínar skattgreiðslur. Athyglisvert er að í máli Guðmundar kom fram að hann teldi lausnina ekki endilega felast í því að henda háum fjárhæðum í heilbrigðiskerfið. Forvarnirnar væru brýnastar – þar spilar mataræðið langstærsta rullu og svo hreyfingin. Upp úr 1980 fór af stað mikil herferð gegn fitu. Þegar fitan fór út af matseðlinum kom viðbættur sykur í staðinn. Einnig fór að bera meira á unninni matvöru. Því sem náttúran býður var skipt út fyrir matvöru sem maðurinn sjálfur hafði fundið upp og átt við. Varla þarf að leita lengi á Íslandi til að sjá að matarvenjum okkar er stórlega ábótavant. Margir hafa kannski tekið eftir því að við hringveginn er nánast ekkert annað í boði en sykraðir gosdrykkir, unnar kjötvörur og sælgæti í massavís. Er nema von að útlenda vini sem hingað rata reki í rogastans? Sama má segja um sjálft höfuðvígi heilsunnar – Landspítalann. Furðulegt er að verða vitni að því að sjúklingar, sem fá heimsklassa þjónustu frá læknum og öðru starfsfólki, er síðan réttur matarbakki sem kannski þætti boðlegur á þorrablóti, en ætti alls ekki að rata á heilbrigðisstofnun. Sömuleiðis er athyglisvert að fylgjast með Costco grúppunni frægu á Facebook, en þar virðist lagt upp úr því að fá sem mest á sem lægstu verði. Kannski ætti fólk að hugsa sig tvisvar um? Sumt það sem ódýrast er í krónum talið er dýru verði keypt þegar upp er staðið. Mataræði og hreyfing eru uppeldisleg atriði. Foreldrar bera ábyrgð á að temja börnum sínum hollt mataræði og hvetja þau til að hreyfa sig. Fólki er þó vorkunn því það kostar mikla peninga að borða hollt og koma börnum í tómstundir. Þekkt er erlendis að fátækt fólk sækir í ríkari mæli á skyndibitastaði á borð við McDonalds eða KFC. Það er ódýrasti kosturinn. Afleiðingin er að tekjulægsta fólkið glímir frekar við offitu og fylgikvilla hennar. Þarna er kjörið tækifæri fyrir ríkið að stíga inn. Skattkerfið á að hvetja til neyslu hollari fæðu. Skipuleg hreyfing á að vera niðurgreidd og öllum opin. Mótsögnin er sú að þótt við Íslendingar séum meðal feitustu Evrópuþjóða erum við líka dugleg að hreyfa okkur. Sumarið er tími hjólamóta, víðavangshlaupa og íþróttaviðburða af ýmsu tagi. Ekki þarf heldur að minna á allt það frábæra afreksíþróttafólk sem héðan kemur. Eitthvað gerum við rétt. Þegar að lífsstílssjúkdómum kemur er það einungis einstaklingurinn sem getur borið ábyrgð á sinni velferð. En ríkið getur togað í spotta þar sem það á við. Það á að stuðla að því að við borðum hollt og hreyfum okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun
Offita er ekki vandamál ein og sér heldur miklu frekar lífsstílssjúkdómarnir sem henni fylgja. Þetta var inntakið í viðtali við Guðmund Jóhannsson lækni sem birt var hér í blaðinu fyrir nokkrum mánuðum. Guðmundur benti á að fylgikvillar offitunnar væru sykursýki, æða- og hjartasjúkdómar. Miðað við þá staðreynd að Íslendingar eru meðal feitustu þjóða í Evrópu er viðbúið að senn komi að skuldadögum. Uppgjörið snertir ekki einungis þá sem glíma við sjúkdómana og aðstandendur þeirra, heldur hvert einasta mannsbarn í landinu sem stendur undir heilbrigðis- og velferðarkerfinu gegnum sínar skattgreiðslur. Athyglisvert er að í máli Guðmundar kom fram að hann teldi lausnina ekki endilega felast í því að henda háum fjárhæðum í heilbrigðiskerfið. Forvarnirnar væru brýnastar – þar spilar mataræðið langstærsta rullu og svo hreyfingin. Upp úr 1980 fór af stað mikil herferð gegn fitu. Þegar fitan fór út af matseðlinum kom viðbættur sykur í staðinn. Einnig fór að bera meira á unninni matvöru. Því sem náttúran býður var skipt út fyrir matvöru sem maðurinn sjálfur hafði fundið upp og átt við. Varla þarf að leita lengi á Íslandi til að sjá að matarvenjum okkar er stórlega ábótavant. Margir hafa kannski tekið eftir því að við hringveginn er nánast ekkert annað í boði en sykraðir gosdrykkir, unnar kjötvörur og sælgæti í massavís. Er nema von að útlenda vini sem hingað rata reki í rogastans? Sama má segja um sjálft höfuðvígi heilsunnar – Landspítalann. Furðulegt er að verða vitni að því að sjúklingar, sem fá heimsklassa þjónustu frá læknum og öðru starfsfólki, er síðan réttur matarbakki sem kannski þætti boðlegur á þorrablóti, en ætti alls ekki að rata á heilbrigðisstofnun. Sömuleiðis er athyglisvert að fylgjast með Costco grúppunni frægu á Facebook, en þar virðist lagt upp úr því að fá sem mest á sem lægstu verði. Kannski ætti fólk að hugsa sig tvisvar um? Sumt það sem ódýrast er í krónum talið er dýru verði keypt þegar upp er staðið. Mataræði og hreyfing eru uppeldisleg atriði. Foreldrar bera ábyrgð á að temja börnum sínum hollt mataræði og hvetja þau til að hreyfa sig. Fólki er þó vorkunn því það kostar mikla peninga að borða hollt og koma börnum í tómstundir. Þekkt er erlendis að fátækt fólk sækir í ríkari mæli á skyndibitastaði á borð við McDonalds eða KFC. Það er ódýrasti kosturinn. Afleiðingin er að tekjulægsta fólkið glímir frekar við offitu og fylgikvilla hennar. Þarna er kjörið tækifæri fyrir ríkið að stíga inn. Skattkerfið á að hvetja til neyslu hollari fæðu. Skipuleg hreyfing á að vera niðurgreidd og öllum opin. Mótsögnin er sú að þótt við Íslendingar séum meðal feitustu Evrópuþjóða erum við líka dugleg að hreyfa okkur. Sumarið er tími hjólamóta, víðavangshlaupa og íþróttaviðburða af ýmsu tagi. Ekki þarf heldur að minna á allt það frábæra afreksíþróttafólk sem héðan kemur. Eitthvað gerum við rétt. Þegar að lífsstílssjúkdómum kemur er það einungis einstaklingurinn sem getur borið ábyrgð á sinni velferð. En ríkið getur togað í spotta þar sem það á við. Það á að stuðla að því að við borðum hollt og hreyfum okkur.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun