Lög og venjur Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 5. ágúst 2017 06:00 Nú er komið á daginn að Bjarni Benediktsson var ekki starfandi innanríkisráðherra þegar skrifað var upp á ákvörðun um að veita Robert Downey, margdæmdum kynferðisafbrotamanni, uppreist æru. Upp á ákvörðunina skrifaði Ólöf Nordal heitin, þáverandi innanríkisráðherra. Líklega hefur Bjarni viljað hlífa Ólöfu og minningu hennar við því uppnámi sem málið olli. Það er röng nálgun að láta þetta mál snúast um persónur og leikendur. Verkferlar í ráðuneytum, eins og þegar glímt er við mál sem varða uppreist æru, snúast um lög og reglur, venjur og hefðir. Tilgangurinn er að binda hendur þeirra sem með völd fara hverju sinni og koma í veg fyrir geðþóttaákvarðanir. Ekkert hefur komið fram sem bendir til að Ólöf Nordal hafi ekki tekið sína ákvörðun í samræmi við gildandi lög og þær venjur sem skapast hafa um mál af þessu tagi. Þó verður ekki fram hjá því horft að það væri meira í anda nútímastjórnsýslu að gefa upp nöfn einstaklinganna tveggja, sem mæltu með beiðni Roberts Downey. Það mun þó ekki hafa verið gert í sambærilegum málum hingað til. Auðvitað orkar tvímælis að veita manni á borð við Robert Downey uppreist æru. Stór hópur fólks, bæði fórnarlömbin sjálf og aðstandendur þeirra, eiga um sárt að binda vegna misgjörða hans. Og einhvern veginn verður málið allt dularfyllra vegna þess að maðurinn hefur skipt um nafn. Það býður – með réttu eða röngu – heim grunsemdum um að hann vilji flýja fortíð sína. Robert Downey hét áður Róbert Árni Hreiðarsson og var þekktur maður í samfélaginu. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur boðað breytingar á reglum um uppreist æru og hyggst leggja fram frumvarp á þingi í haust. Hún hefur velt því upp hvort stjórnvöld eigi yfir höfuð að veita uppreist æru. Sambærilegt mál kom upp ekki alls fyrir löngu þegar fjallað var um hvort Atla Helgasyni, sem dæmdur var fyrir morð og afplánaði sinn dóm, lögmannsréttindi að nýju. Í það skiptið leystist málið sjálft þegar Atli dró umsókn sína til baka í kjölfar háværra mótmæla. Athyglisvert er í því samhengi að hugsa til þess hvaða þýðingu hugtakið uppreist æru hefur. Vissulega felst í því ákvörðun af hálfu hins opinbera um sakaruppgjöf. Úti í samfélaginu hefur slíkt hins vegar lítið að segja. Ekkert opinbert vald getur breytt sögu einstaklinganna og afmáð misgjörðir þeirra. Fyrirgefningin er vissulega stór og mikilvægur þáttur í okkar samfélagsgerð. Hana öðlast þeir sem til alvarlegra saka hafa unnið einungis með því að breyta hegðun sinni og taka upp nýja siði. Við þekkjum sem betur fer mörg dæmi um fyrrverandi sakamenn, sem samfélagið hefur tekið í sátt. Stimpill frá ráðuneyti hefur þar sáralítið að segja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun
Nú er komið á daginn að Bjarni Benediktsson var ekki starfandi innanríkisráðherra þegar skrifað var upp á ákvörðun um að veita Robert Downey, margdæmdum kynferðisafbrotamanni, uppreist æru. Upp á ákvörðunina skrifaði Ólöf Nordal heitin, þáverandi innanríkisráðherra. Líklega hefur Bjarni viljað hlífa Ólöfu og minningu hennar við því uppnámi sem málið olli. Það er röng nálgun að láta þetta mál snúast um persónur og leikendur. Verkferlar í ráðuneytum, eins og þegar glímt er við mál sem varða uppreist æru, snúast um lög og reglur, venjur og hefðir. Tilgangurinn er að binda hendur þeirra sem með völd fara hverju sinni og koma í veg fyrir geðþóttaákvarðanir. Ekkert hefur komið fram sem bendir til að Ólöf Nordal hafi ekki tekið sína ákvörðun í samræmi við gildandi lög og þær venjur sem skapast hafa um mál af þessu tagi. Þó verður ekki fram hjá því horft að það væri meira í anda nútímastjórnsýslu að gefa upp nöfn einstaklinganna tveggja, sem mæltu með beiðni Roberts Downey. Það mun þó ekki hafa verið gert í sambærilegum málum hingað til. Auðvitað orkar tvímælis að veita manni á borð við Robert Downey uppreist æru. Stór hópur fólks, bæði fórnarlömbin sjálf og aðstandendur þeirra, eiga um sárt að binda vegna misgjörða hans. Og einhvern veginn verður málið allt dularfyllra vegna þess að maðurinn hefur skipt um nafn. Það býður – með réttu eða röngu – heim grunsemdum um að hann vilji flýja fortíð sína. Robert Downey hét áður Róbert Árni Hreiðarsson og var þekktur maður í samfélaginu. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur boðað breytingar á reglum um uppreist æru og hyggst leggja fram frumvarp á þingi í haust. Hún hefur velt því upp hvort stjórnvöld eigi yfir höfuð að veita uppreist æru. Sambærilegt mál kom upp ekki alls fyrir löngu þegar fjallað var um hvort Atla Helgasyni, sem dæmdur var fyrir morð og afplánaði sinn dóm, lögmannsréttindi að nýju. Í það skiptið leystist málið sjálft þegar Atli dró umsókn sína til baka í kjölfar háværra mótmæla. Athyglisvert er í því samhengi að hugsa til þess hvaða þýðingu hugtakið uppreist æru hefur. Vissulega felst í því ákvörðun af hálfu hins opinbera um sakaruppgjöf. Úti í samfélaginu hefur slíkt hins vegar lítið að segja. Ekkert opinbert vald getur breytt sögu einstaklinganna og afmáð misgjörðir þeirra. Fyrirgefningin er vissulega stór og mikilvægur þáttur í okkar samfélagsgerð. Hana öðlast þeir sem til alvarlegra saka hafa unnið einungis með því að breyta hegðun sinni og taka upp nýja siði. Við þekkjum sem betur fer mörg dæmi um fyrrverandi sakamenn, sem samfélagið hefur tekið í sátt. Stimpill frá ráðuneyti hefur þar sáralítið að segja.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun