Katrín Tanja vann en Sara missti forystuna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. ágúst 2017 18:09 Katrín Tanja í greininni sem hún vann í dag. Mynd/Twitter-síða Crossfit Games Katrín Tanja Davíðsdóttir bar sigur úr býtum í „Strongman's Fear“, áttundu greininni í kvennaflokki á Crossfit-leikunum sem nú standa yfir í Bandaríkjunum. Fyrir sigurinn fær hún þrjú þúsund dollara í sinn hlut, janfvirði 315 þúsund króna. Katrín Tanja kláraði þrautina á 3:55 mínútum og var meira en 20 sekúndum fljótari en næsti keppandi, Tennil Reed-Beuerlin. Annie Mist Þórisdóttir kom svo næst á 4:21 mínútum en með þeim árangri skaust hún upp í þriðja sæti í heildarkeppninni. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, sem leiddi stigakeppnina fyrir þessa grein, varð að sætta sig við tíunda sæti á 5:19 mínútum og er hún dottin niður í fjórða sæti í heildarkeppninni. Það er mikil spenna á toppnum þar sem Beuerlin er á toppnum með 606 stig. Tia-Clair Toomey og Annie Mist koma svo jafnar að stigum í næstu sætum á eftir, með 592 stig. Ragnheiður Sara er svo næst með 584 stig. Katrín Tanja, ríkjandi meistari, er í sjötta sætinu með 576 stig og þokast nær efstu mönnum með sigrinum í síðustu grein. Þuríður Erla Helgadóttir er í 22. sæti í heildarkeppninni en hún hafnaði í 23. sæti í „Strongman's Fear“ á 6:40 mínútum. Björgvin Karl Guðmundsson er enn að berjast um verðlaunasæti í karlaflokki en hann datt úr þriðja sæti í það fimmta eftir síðustu grein, sem hann kláraði á 9:29 mínútum. Ríkjandi meistari, Mathew Fraser, er að rúlla upp stigakeppni karla en hann vann sína aðra grein á leikunum í dag og er nú með tæplega 100 stiga forystu á næsta mann í heildarkeppninni. Beina útsendingu frá keppni dagsins má sjá í fréttinni hér fyrir neðan. CrossFit Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir bar sigur úr býtum í „Strongman's Fear“, áttundu greininni í kvennaflokki á Crossfit-leikunum sem nú standa yfir í Bandaríkjunum. Fyrir sigurinn fær hún þrjú þúsund dollara í sinn hlut, janfvirði 315 þúsund króna. Katrín Tanja kláraði þrautina á 3:55 mínútum og var meira en 20 sekúndum fljótari en næsti keppandi, Tennil Reed-Beuerlin. Annie Mist Þórisdóttir kom svo næst á 4:21 mínútum en með þeim árangri skaust hún upp í þriðja sæti í heildarkeppninni. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, sem leiddi stigakeppnina fyrir þessa grein, varð að sætta sig við tíunda sæti á 5:19 mínútum og er hún dottin niður í fjórða sæti í heildarkeppninni. Það er mikil spenna á toppnum þar sem Beuerlin er á toppnum með 606 stig. Tia-Clair Toomey og Annie Mist koma svo jafnar að stigum í næstu sætum á eftir, með 592 stig. Ragnheiður Sara er svo næst með 584 stig. Katrín Tanja, ríkjandi meistari, er í sjötta sætinu með 576 stig og þokast nær efstu mönnum með sigrinum í síðustu grein. Þuríður Erla Helgadóttir er í 22. sæti í heildarkeppninni en hún hafnaði í 23. sæti í „Strongman's Fear“ á 6:40 mínútum. Björgvin Karl Guðmundsson er enn að berjast um verðlaunasæti í karlaflokki en hann datt úr þriðja sæti í það fimmta eftir síðustu grein, sem hann kláraði á 9:29 mínútum. Ríkjandi meistari, Mathew Fraser, er að rúlla upp stigakeppni karla en hann vann sína aðra grein á leikunum í dag og er nú með tæplega 100 stiga forystu á næsta mann í heildarkeppninni. Beina útsendingu frá keppni dagsins má sjá í fréttinni hér fyrir neðan.
CrossFit Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira