Katrín Tanja vann en Sara missti forystuna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. ágúst 2017 18:09 Katrín Tanja í greininni sem hún vann í dag. Mynd/Twitter-síða Crossfit Games Katrín Tanja Davíðsdóttir bar sigur úr býtum í „Strongman's Fear“, áttundu greininni í kvennaflokki á Crossfit-leikunum sem nú standa yfir í Bandaríkjunum. Fyrir sigurinn fær hún þrjú þúsund dollara í sinn hlut, janfvirði 315 þúsund króna. Katrín Tanja kláraði þrautina á 3:55 mínútum og var meira en 20 sekúndum fljótari en næsti keppandi, Tennil Reed-Beuerlin. Annie Mist Þórisdóttir kom svo næst á 4:21 mínútum en með þeim árangri skaust hún upp í þriðja sæti í heildarkeppninni. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, sem leiddi stigakeppnina fyrir þessa grein, varð að sætta sig við tíunda sæti á 5:19 mínútum og er hún dottin niður í fjórða sæti í heildarkeppninni. Það er mikil spenna á toppnum þar sem Beuerlin er á toppnum með 606 stig. Tia-Clair Toomey og Annie Mist koma svo jafnar að stigum í næstu sætum á eftir, með 592 stig. Ragnheiður Sara er svo næst með 584 stig. Katrín Tanja, ríkjandi meistari, er í sjötta sætinu með 576 stig og þokast nær efstu mönnum með sigrinum í síðustu grein. Þuríður Erla Helgadóttir er í 22. sæti í heildarkeppninni en hún hafnaði í 23. sæti í „Strongman's Fear“ á 6:40 mínútum. Björgvin Karl Guðmundsson er enn að berjast um verðlaunasæti í karlaflokki en hann datt úr þriðja sæti í það fimmta eftir síðustu grein, sem hann kláraði á 9:29 mínútum. Ríkjandi meistari, Mathew Fraser, er að rúlla upp stigakeppni karla en hann vann sína aðra grein á leikunum í dag og er nú með tæplega 100 stiga forystu á næsta mann í heildarkeppninni. Beina útsendingu frá keppni dagsins má sjá í fréttinni hér fyrir neðan. CrossFit Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir bar sigur úr býtum í „Strongman's Fear“, áttundu greininni í kvennaflokki á Crossfit-leikunum sem nú standa yfir í Bandaríkjunum. Fyrir sigurinn fær hún þrjú þúsund dollara í sinn hlut, janfvirði 315 þúsund króna. Katrín Tanja kláraði þrautina á 3:55 mínútum og var meira en 20 sekúndum fljótari en næsti keppandi, Tennil Reed-Beuerlin. Annie Mist Þórisdóttir kom svo næst á 4:21 mínútum en með þeim árangri skaust hún upp í þriðja sæti í heildarkeppninni. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, sem leiddi stigakeppnina fyrir þessa grein, varð að sætta sig við tíunda sæti á 5:19 mínútum og er hún dottin niður í fjórða sæti í heildarkeppninni. Það er mikil spenna á toppnum þar sem Beuerlin er á toppnum með 606 stig. Tia-Clair Toomey og Annie Mist koma svo jafnar að stigum í næstu sætum á eftir, með 592 stig. Ragnheiður Sara er svo næst með 584 stig. Katrín Tanja, ríkjandi meistari, er í sjötta sætinu með 576 stig og þokast nær efstu mönnum með sigrinum í síðustu grein. Þuríður Erla Helgadóttir er í 22. sæti í heildarkeppninni en hún hafnaði í 23. sæti í „Strongman's Fear“ á 6:40 mínútum. Björgvin Karl Guðmundsson er enn að berjast um verðlaunasæti í karlaflokki en hann datt úr þriðja sæti í það fimmta eftir síðustu grein, sem hann kláraði á 9:29 mínútum. Ríkjandi meistari, Mathew Fraser, er að rúlla upp stigakeppni karla en hann vann sína aðra grein á leikunum í dag og er nú með tæplega 100 stiga forystu á næsta mann í heildarkeppninni. Beina útsendingu frá keppni dagsins má sjá í fréttinni hér fyrir neðan.
CrossFit Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira