Katrín Tanja vann en Sara missti forystuna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. ágúst 2017 18:09 Katrín Tanja í greininni sem hún vann í dag. Mynd/Twitter-síða Crossfit Games Katrín Tanja Davíðsdóttir bar sigur úr býtum í „Strongman's Fear“, áttundu greininni í kvennaflokki á Crossfit-leikunum sem nú standa yfir í Bandaríkjunum. Fyrir sigurinn fær hún þrjú þúsund dollara í sinn hlut, janfvirði 315 þúsund króna. Katrín Tanja kláraði þrautina á 3:55 mínútum og var meira en 20 sekúndum fljótari en næsti keppandi, Tennil Reed-Beuerlin. Annie Mist Þórisdóttir kom svo næst á 4:21 mínútum en með þeim árangri skaust hún upp í þriðja sæti í heildarkeppninni. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, sem leiddi stigakeppnina fyrir þessa grein, varð að sætta sig við tíunda sæti á 5:19 mínútum og er hún dottin niður í fjórða sæti í heildarkeppninni. Það er mikil spenna á toppnum þar sem Beuerlin er á toppnum með 606 stig. Tia-Clair Toomey og Annie Mist koma svo jafnar að stigum í næstu sætum á eftir, með 592 stig. Ragnheiður Sara er svo næst með 584 stig. Katrín Tanja, ríkjandi meistari, er í sjötta sætinu með 576 stig og þokast nær efstu mönnum með sigrinum í síðustu grein. Þuríður Erla Helgadóttir er í 22. sæti í heildarkeppninni en hún hafnaði í 23. sæti í „Strongman's Fear“ á 6:40 mínútum. Björgvin Karl Guðmundsson er enn að berjast um verðlaunasæti í karlaflokki en hann datt úr þriðja sæti í það fimmta eftir síðustu grein, sem hann kláraði á 9:29 mínútum. Ríkjandi meistari, Mathew Fraser, er að rúlla upp stigakeppni karla en hann vann sína aðra grein á leikunum í dag og er nú með tæplega 100 stiga forystu á næsta mann í heildarkeppninni. Beina útsendingu frá keppni dagsins má sjá í fréttinni hér fyrir neðan. CrossFit Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir bar sigur úr býtum í „Strongman's Fear“, áttundu greininni í kvennaflokki á Crossfit-leikunum sem nú standa yfir í Bandaríkjunum. Fyrir sigurinn fær hún þrjú þúsund dollara í sinn hlut, janfvirði 315 þúsund króna. Katrín Tanja kláraði þrautina á 3:55 mínútum og var meira en 20 sekúndum fljótari en næsti keppandi, Tennil Reed-Beuerlin. Annie Mist Þórisdóttir kom svo næst á 4:21 mínútum en með þeim árangri skaust hún upp í þriðja sæti í heildarkeppninni. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, sem leiddi stigakeppnina fyrir þessa grein, varð að sætta sig við tíunda sæti á 5:19 mínútum og er hún dottin niður í fjórða sæti í heildarkeppninni. Það er mikil spenna á toppnum þar sem Beuerlin er á toppnum með 606 stig. Tia-Clair Toomey og Annie Mist koma svo jafnar að stigum í næstu sætum á eftir, með 592 stig. Ragnheiður Sara er svo næst með 584 stig. Katrín Tanja, ríkjandi meistari, er í sjötta sætinu með 576 stig og þokast nær efstu mönnum með sigrinum í síðustu grein. Þuríður Erla Helgadóttir er í 22. sæti í heildarkeppninni en hún hafnaði í 23. sæti í „Strongman's Fear“ á 6:40 mínútum. Björgvin Karl Guðmundsson er enn að berjast um verðlaunasæti í karlaflokki en hann datt úr þriðja sæti í það fimmta eftir síðustu grein, sem hann kláraði á 9:29 mínútum. Ríkjandi meistari, Mathew Fraser, er að rúlla upp stigakeppni karla en hann vann sína aðra grein á leikunum í dag og er nú með tæplega 100 stiga forystu á næsta mann í heildarkeppninni. Beina útsendingu frá keppni dagsins má sjá í fréttinni hér fyrir neðan.
CrossFit Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sjá meira