Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. ágúst 2017 17:00 Hollendingar fagna. vísir/getty Hollenska kvennalandsliðsins í fótbolta tryggði sér sinn fyrsta Evrópumeistaratitil með 4-2 sigri á Dönum í úrslitaleik í Enschede í dag. Hollendingar unnu alla sex leiki sína á EM með markatölunni 13-3 og eru vel að titlinum komnir. Þetta er aðeins þriðja Evrópumót hollenska liðsins. Holland komst í undanúrslit á EM 2009 en féll út í riðlakeppninni fjórum árum síðar. Framfarirnar eru því miklar. Fyrri hálfleikurinn í leiknum í dag var gríðarlega fjörugur og staðan að honum loknum var jöfn, 2-2.Nadia Nadim skoraði fyrsta mark leiksins.vísir/gettyLeikurinn var aðeins fimm mínútna gamall þegar Kika van Es braut á Sanne Troelsgaard innan vítateigs og Esther Staubli, dómari leiksins, benti á punktinn. Nadia Nadim tók spyrnuna og kom danska liðinu yfir. Á 10. mínútu fór Shanice van de Sanden framhjá Cecilie Sandvej og sendi fyrir á Vivianne Miedema sem skoraði. Lieke Martens kom Hollendingum yfir á 28. mínútu með góðu skoti fyrir utan teig. Forystan entist aðeins í fimm mínútur því Pernille Harder, fyrirliði Dana, jafnaði metin á 33. mínútu með laglegu marki.Sherida Spitse kom Hollendingum í lykilstöðu með marki í upphafi seinni hálfleiks.vísir/gettyÍ seinni hálfleik voru Hollendingar sterkari aðilinn gegn Dönum sem virkuðu hálf bensínlausir. Sherida Spitse kom Hollandi yfir á 51. mínútu þegar hún skoraði beint úr aukaspyrnu. Stina Lykke Petersen í marki Danmerkur var illa staðsett og réði ekki við skotið. Þegar ein mínúta var til leiksloka kláraði Miedema leikinn með sínu öðru marki. Þetta var fjórða mark Miedema á EM og 45 mark hennar í aðeins 57 landsleikjum. Fleiri urðu mörkin ekki og Hollendingar fögnuðu vel og innilega þegar Staubli flautaði til leiksloka. EM 2017 í Hollandi
Hollenska kvennalandsliðsins í fótbolta tryggði sér sinn fyrsta Evrópumeistaratitil með 4-2 sigri á Dönum í úrslitaleik í Enschede í dag. Hollendingar unnu alla sex leiki sína á EM með markatölunni 13-3 og eru vel að titlinum komnir. Þetta er aðeins þriðja Evrópumót hollenska liðsins. Holland komst í undanúrslit á EM 2009 en féll út í riðlakeppninni fjórum árum síðar. Framfarirnar eru því miklar. Fyrri hálfleikurinn í leiknum í dag var gríðarlega fjörugur og staðan að honum loknum var jöfn, 2-2.Nadia Nadim skoraði fyrsta mark leiksins.vísir/gettyLeikurinn var aðeins fimm mínútna gamall þegar Kika van Es braut á Sanne Troelsgaard innan vítateigs og Esther Staubli, dómari leiksins, benti á punktinn. Nadia Nadim tók spyrnuna og kom danska liðinu yfir. Á 10. mínútu fór Shanice van de Sanden framhjá Cecilie Sandvej og sendi fyrir á Vivianne Miedema sem skoraði. Lieke Martens kom Hollendingum yfir á 28. mínútu með góðu skoti fyrir utan teig. Forystan entist aðeins í fimm mínútur því Pernille Harder, fyrirliði Dana, jafnaði metin á 33. mínútu með laglegu marki.Sherida Spitse kom Hollendingum í lykilstöðu með marki í upphafi seinni hálfleiks.vísir/gettyÍ seinni hálfleik voru Hollendingar sterkari aðilinn gegn Dönum sem virkuðu hálf bensínlausir. Sherida Spitse kom Hollandi yfir á 51. mínútu þegar hún skoraði beint úr aukaspyrnu. Stina Lykke Petersen í marki Danmerkur var illa staðsett og réði ekki við skotið. Þegar ein mínúta var til leiksloka kláraði Miedema leikinn með sínu öðru marki. Þetta var fjórða mark Miedema á EM og 45 mark hennar í aðeins 57 landsleikjum. Fleiri urðu mörkin ekki og Hollendingar fögnuðu vel og innilega þegar Staubli flautaði til leiksloka.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti