Sport

Heimsleikarnir í crossfit 2017 á fjórum mínútum | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Tanja Davíðsdóttir og Annie Mist Þórisdóttir.
Katrín Tanja Davíðsdóttir og Annie Mist Þórisdóttir. Mynd/Fésbókarsíða The CrossFit Games
Heimsleikarnir í crossfit eru að baki í ár. Ísland á ekki lengur hraustustu konu heims en árangurinn var engu að síður magnaður fyrir okkar litlu þjóð norður í Atlantshafi.

Ísland átti þrjár dætur meðal fimm efstu í kvennaflokki og einn son meðal sex efstu í karlaflokki.

Ástralinn Tia-Clair Toomey vann í kvennaflokki og landi hennar Kara Webb var önnur. Annie Mist Þórisdóttir varð þriðja, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir tók fjórða sætið og fimmta varð síðan fráfarandi meistari Katrín Tanja Davíðsdóttir. Þuríður Erla Helgadóttir varð átjánda og Ísland átti því 22 prósent keppenda inn á topp átján.

Bandaríkjamaðurinn Mathew Fraser varð sá hraustasti í heimi annað árið í röð en annar var Ástralinn Brent Fikowski og þriðja sætið tók landi hans Ricky Garard. Björgvin Karl Guðmundsdóttir varð sjötti og Frederik Aegidius, maður Annie, endaði í 25. sæti.

Heimsleikarnir fóru nú fram á nýjum stað en þeir fóru frá Kaliforníu og norður og austur til í Madison í Wisconsin-fylki.

Mótshaldarar heimsleikanna í ár tóku saman skemmtilegt fjögurra mínútna myndband þar sem farið var yfir keppnina í ár. Það má sjá það hér fyrir neðan.








Tengdar fréttir

Annie Mist: Eyddi öllum efasemdaröddunum

Annie Mist Þórisdóttir komst aftur á verðlaunapall á heimsleikunum í crossfit um helgina, sjö árum eftir að hún var þar fyrst og þremur árum eftir að hún var þar síðast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×