Næsti bíll forstjóra Shell verður tengiltvinnbíll Finnur Thorlacius skrifar 9. ágúst 2017 09:00 Ben Van Beurden forstjóri Shell. Það hljómar kannski undarlega að forstjóri eins stærsta olíufélags heims, Shell hafi nýlega látið hafa eftir sér að næsti bíll sem hann hyggst kaupa sé tengiltvinnbíll. Með slíkum yfirlýsingum er nánast eins og hann sé að lýsa yfir endalokum eigin fyrirtækis og olíuframleiðslu allri. Það er þó líklega orðum aukið því forstjórinn, Ben Van Beurden, hefur pantað sér Mercedes Benz S500e bíl með rafmótorum, en einnig mjög öflugri brunavél. Bíllinn er samtals 436 hestöfl og það afl kemur bæði frá rafmótorum og brunavél. Ben Van Beurden lýsti því reyndar einnig yfir að fjármálastjóri Shell, Jessica Uhl, æki um á BMW i3, en hann gengur eingöngu fyrir rafmagni. Það eru því ekki bara yfirlýstir umhverfissinnar sem kaupa sér rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla, heldur einnig yfirmenn olíufélaganna. Ben Van Beurden er einn þeirra sem telur að mannskepnan stuðli nú að hitnun jarðar með bruna jarðefnaeldsneytis, þó svo hann vinni sem forstjóri olíufyrirtækis og að framtíðin liggi í því að leggja af bruna jarðefnaeldsneytis og snúa sér að umhverfisvænum og endurnýtanlegum orkugjöfum. Hann telur að mestu notkun í bruna jarðefnaeldsneytis sé brátt náð og hún minnki svo hratt í kjölfarið. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent
Það hljómar kannski undarlega að forstjóri eins stærsta olíufélags heims, Shell hafi nýlega látið hafa eftir sér að næsti bíll sem hann hyggst kaupa sé tengiltvinnbíll. Með slíkum yfirlýsingum er nánast eins og hann sé að lýsa yfir endalokum eigin fyrirtækis og olíuframleiðslu allri. Það er þó líklega orðum aukið því forstjórinn, Ben Van Beurden, hefur pantað sér Mercedes Benz S500e bíl með rafmótorum, en einnig mjög öflugri brunavél. Bíllinn er samtals 436 hestöfl og það afl kemur bæði frá rafmótorum og brunavél. Ben Van Beurden lýsti því reyndar einnig yfir að fjármálastjóri Shell, Jessica Uhl, æki um á BMW i3, en hann gengur eingöngu fyrir rafmagni. Það eru því ekki bara yfirlýstir umhverfissinnar sem kaupa sér rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla, heldur einnig yfirmenn olíufélaganna. Ben Van Beurden er einn þeirra sem telur að mannskepnan stuðli nú að hitnun jarðar með bruna jarðefnaeldsneytis, þó svo hann vinni sem forstjóri olíufyrirtækis og að framtíðin liggi í því að leggja af bruna jarðefnaeldsneytis og snúa sér að umhverfisvænum og endurnýtanlegum orkugjöfum. Hann telur að mestu notkun í bruna jarðefnaeldsneytis sé brátt náð og hún minnki svo hratt í kjölfarið.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent