Darya Klishina: Fólkið mitt kallaði mig svikara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2017 15:00 Darya Klishina Vísir/AFP Langstökkvarinn Darya Klishina er eini rússneski frjálsíþróttamaðurinn sem hefur verið með á síðustu tveimur stórmótum í frjálsum íþróttum. Klishina var eini keppenda Rússa á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir ári síðan og hún er síðan ein af nítján Rússum sem keppa undir hlutlausum fána á HM í London sem stendur yfir þessa dagana. Ástæðan er skipulagt lyfjasvindl Rússa en Alþjóðafrjálsíþróttasambandið setti Rússa í bann eftir að upp komst um víðtæka lyfjanotkun besta frjálsíþróttafólks Rússlands. Klishina fékk að keppa í Ríó þar sem hún var búsett í Bandaríkjunum og gekkst þar undir alvöru lyfjapróf en heima í Rússlandi þá var átt við lyfjaprófin af opinberum aðilum þannig að svindlararnir komust upp með ólöglega lyfjanotkun sína. Darya Klishina keppir í langstökki kvenna í kvöld og ætlar sér örugglega að gera betur en í Ríó þar sem hún endaði í 9. sæti. „Ég er á góðum stað í dag en það var allt önnur staða á mér fyrir ári síðan. Ólympíudraumurinn minn varð þá næstum því að martröð,“ sagði Darya Klishina í viðtali við BBC en hún talar þar um óvissuna í kringum það hvort hún fengi að keppa á leikunum eða ekki. „Einum degi fyrir keppnina þá hringdu þeir í þjálfarann minn um miðja nótt og sögðu að ég mætti keppa. Klukkan var fimm um nótt en ég gat ekki sofið lengur. Ég skalf og fékk í magann. Stressið fór alveg með mig,,“ sagði Darya Klishina en það var erfitt fyrir hana að lifa í óvissunni um hvort hún fengi að keppa á Ólympíuleikunum eða ekki. „Ég gat ekki æft og náði ekki einbeitingu viku fyrir keppnina,“ sagði Klishina en það var ekki búið þótt að hún fengi grænt ljós. „Það tók við meira stress. Eftir úrskurðinn þá voru fréttir um að ég myndi keppa undir fána Alþjóðaólympíunefndarinnar sem hlutlaus íþróttamaður. Í framhaldinu fékk ég flóð svívirðinga yfir mig og var brennimerkt sem svikari af mínu eigin fólki af því allir trúðu fréttunum,“ sagði Klishina. „Ég reyndi ekki að lesa ummælin undir Instagram myndunum mínum en það var ekki hjá því komist. Vinir mínir voru líka að senda mér skilaboð um það sem var skrifað um mig,“ sagði Klishina. Klishina þurfti að eyða einum og hálfum tíma í viðtalsherberginu eftir undankeppnina því allir fjölmiðlar heimsins vildu tala við hana um rússneska lyfjahneykslið. „Mér leið eins og ég væri ein á leikunum og það gerði allt miklu verra. Ég náði ekki að einbeita mér almennilega að keppninni og það er kannski ástæðan fyrir því að ég náði ekki að standa mig eins vel og ég ætlaði mér,“ sagði Klishina.Darya Klishina á ÓL í Ríó 2016.Vísir/Getty Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Sjá meira
Langstökkvarinn Darya Klishina er eini rússneski frjálsíþróttamaðurinn sem hefur verið með á síðustu tveimur stórmótum í frjálsum íþróttum. Klishina var eini keppenda Rússa á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir ári síðan og hún er síðan ein af nítján Rússum sem keppa undir hlutlausum fána á HM í London sem stendur yfir þessa dagana. Ástæðan er skipulagt lyfjasvindl Rússa en Alþjóðafrjálsíþróttasambandið setti Rússa í bann eftir að upp komst um víðtæka lyfjanotkun besta frjálsíþróttafólks Rússlands. Klishina fékk að keppa í Ríó þar sem hún var búsett í Bandaríkjunum og gekkst þar undir alvöru lyfjapróf en heima í Rússlandi þá var átt við lyfjaprófin af opinberum aðilum þannig að svindlararnir komust upp með ólöglega lyfjanotkun sína. Darya Klishina keppir í langstökki kvenna í kvöld og ætlar sér örugglega að gera betur en í Ríó þar sem hún endaði í 9. sæti. „Ég er á góðum stað í dag en það var allt önnur staða á mér fyrir ári síðan. Ólympíudraumurinn minn varð þá næstum því að martröð,“ sagði Darya Klishina í viðtali við BBC en hún talar þar um óvissuna í kringum það hvort hún fengi að keppa á leikunum eða ekki. „Einum degi fyrir keppnina þá hringdu þeir í þjálfarann minn um miðja nótt og sögðu að ég mætti keppa. Klukkan var fimm um nótt en ég gat ekki sofið lengur. Ég skalf og fékk í magann. Stressið fór alveg með mig,,“ sagði Darya Klishina en það var erfitt fyrir hana að lifa í óvissunni um hvort hún fengi að keppa á Ólympíuleikunum eða ekki. „Ég gat ekki æft og náði ekki einbeitingu viku fyrir keppnina,“ sagði Klishina en það var ekki búið þótt að hún fengi grænt ljós. „Það tók við meira stress. Eftir úrskurðinn þá voru fréttir um að ég myndi keppa undir fána Alþjóðaólympíunefndarinnar sem hlutlaus íþróttamaður. Í framhaldinu fékk ég flóð svívirðinga yfir mig og var brennimerkt sem svikari af mínu eigin fólki af því allir trúðu fréttunum,“ sagði Klishina. „Ég reyndi ekki að lesa ummælin undir Instagram myndunum mínum en það var ekki hjá því komist. Vinir mínir voru líka að senda mér skilaboð um það sem var skrifað um mig,“ sagði Klishina. Klishina þurfti að eyða einum og hálfum tíma í viðtalsherberginu eftir undankeppnina því allir fjölmiðlar heimsins vildu tala við hana um rússneska lyfjahneykslið. „Mér leið eins og ég væri ein á leikunum og það gerði allt miklu verra. Ég náði ekki að einbeita mér almennilega að keppninni og það er kannski ástæðan fyrir því að ég náði ekki að standa mig eins vel og ég ætlaði mér,“ sagði Klishina.Darya Klishina á ÓL í Ríó 2016.Vísir/Getty
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Sjá meira