Hefur enn ekki sýnt sitt besta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. ágúst 2017 06:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir afrekskylfingur. vísir/ernir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fær nú verðskuldaða hvíld frá LPGA-mótaröðinni í golfi eftir afar annasaman fyrri hluta tímabils. Af þeim 22 mótum sem lokið er á mótaröðinni hefur Ólafía tekið þátt í sextán, en hún hefur sjálf talað um að álagið hafi sagt til sín og að það hafi til að mynda haft áhrif á spilamennsku hennar á Opna breska meistaramótinu í golfi um liðna helgi. Ólafía er því komin í kærkomið frí áður en hún heldur til Kanada þar sem næsta mót á LPGA-mótaröðinni hefst eftir tvær vikur. Hún hefur spilað vel að undanförnu og komst til að mynda í gegnum niðurskurðinn á öllum þremur mótunum hennar í júlí.Maturinn hennar mömmu „Mér tókst að fara snemma á staðinn á einu mótanna og kynnast vellinum mjög vel,“ sagði Ólafía aðspurð um hvað hafi breyst hjá henni. „Svo var Thomas [Bojanowski, unnusti hennar] með mér á mótunum og það hjálpar mér að slaka á. Svo kom mamma mín líka og það hjálpaði enn meira. Það eru alls konar litlir hlutir sem hjálpa til, eins og túnfisksamlokan hennar mömmu,“ sagði hún og brosti. Hún viðurkennir að það geti verið erfitt að vera með hugann við peningalistann en að einbeita sér ekki bara að stað og stund. „Stundum er það erfitt. En ég er með aðferðir til að hjálpa að hætta mér að hugsa um slíka hluti. Ég hef líka góða þjálfara sem ég get ráðfært mig við og allt saman hjálpar þetta.“Slær langt og beint Ólafía hefur bætt sig talsvert eftir því sem liðið hefur á árið og þó svo hún sé ánægð með margt sem hún hefur gert vill hún gera enn meira. „Ég á enn eftir að eiga mót þar sem allt gengur upp. Ég átti eitt mót þar sem ég var í tveggja stafa tölu undir pari – og mig langar í fleiri,“ segir hún. Ólafía var stödd hér á landi í vikunni til að halda góðgerðarmót til styrktar Barnaspítala Hringsins. Mótið gekk vel og söfnuðust fjórar milljónir fyrir málefnið. Meðal gesta hennar á mótinu voru fjórir LPGA-spilarar, þar af hin bandaríska Tiffany Joh sem var í ráshópi með Ólafíu á móti fyrir skömmu. Joh hefur mikla trú á því að Ólafía muni endurnýja keppnisrétt sinn á mótaröðinni og hrósaði henni sérstaklega fyrir löngu höggin. „Hún slær einna best af þeim sem ég hef spilað með. Það er það sem mér fannst einna mest til koma þegar ég spilaði með henni – hún slær boltann langt og fast. Til að endast á svo sterkri mótaröð finnst mér það vera mikill kostur og mikilvægur.“Spara orkuna Joh segir að eitt það mikilvægasta sem nýliðar verði að hafa í huga á mótaröðinni sé að spara orku – að vera ekki með stífar æfingar ofan í mót þegar spilað er viku eftir viku. „Það þarf að horfa á stóru myndina og spara orkuna. Þetta er ekki eins og í háskóla þar sem maður fór heim á milli móta og lærði,“ segir Joh sem telur að mótið í Kanada muni henta kylfingi eins og Ólafíu vel. „Það eru mörg mót fram undan sem verðlauna þá sem slá vel, eins og Ólafía gerir. Opna kanadíska er dæmi um það,“ segir sú bandaríska. Golf Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fær nú verðskuldaða hvíld frá LPGA-mótaröðinni í golfi eftir afar annasaman fyrri hluta tímabils. Af þeim 22 mótum sem lokið er á mótaröðinni hefur Ólafía tekið þátt í sextán, en hún hefur sjálf talað um að álagið hafi sagt til sín og að það hafi til að mynda haft áhrif á spilamennsku hennar á Opna breska meistaramótinu í golfi um liðna helgi. Ólafía er því komin í kærkomið frí áður en hún heldur til Kanada þar sem næsta mót á LPGA-mótaröðinni hefst eftir tvær vikur. Hún hefur spilað vel að undanförnu og komst til að mynda í gegnum niðurskurðinn á öllum þremur mótunum hennar í júlí.Maturinn hennar mömmu „Mér tókst að fara snemma á staðinn á einu mótanna og kynnast vellinum mjög vel,“ sagði Ólafía aðspurð um hvað hafi breyst hjá henni. „Svo var Thomas [Bojanowski, unnusti hennar] með mér á mótunum og það hjálpar mér að slaka á. Svo kom mamma mín líka og það hjálpaði enn meira. Það eru alls konar litlir hlutir sem hjálpa til, eins og túnfisksamlokan hennar mömmu,“ sagði hún og brosti. Hún viðurkennir að það geti verið erfitt að vera með hugann við peningalistann en að einbeita sér ekki bara að stað og stund. „Stundum er það erfitt. En ég er með aðferðir til að hjálpa að hætta mér að hugsa um slíka hluti. Ég hef líka góða þjálfara sem ég get ráðfært mig við og allt saman hjálpar þetta.“Slær langt og beint Ólafía hefur bætt sig talsvert eftir því sem liðið hefur á árið og þó svo hún sé ánægð með margt sem hún hefur gert vill hún gera enn meira. „Ég á enn eftir að eiga mót þar sem allt gengur upp. Ég átti eitt mót þar sem ég var í tveggja stafa tölu undir pari – og mig langar í fleiri,“ segir hún. Ólafía var stödd hér á landi í vikunni til að halda góðgerðarmót til styrktar Barnaspítala Hringsins. Mótið gekk vel og söfnuðust fjórar milljónir fyrir málefnið. Meðal gesta hennar á mótinu voru fjórir LPGA-spilarar, þar af hin bandaríska Tiffany Joh sem var í ráshópi með Ólafíu á móti fyrir skömmu. Joh hefur mikla trú á því að Ólafía muni endurnýja keppnisrétt sinn á mótaröðinni og hrósaði henni sérstaklega fyrir löngu höggin. „Hún slær einna best af þeim sem ég hef spilað með. Það er það sem mér fannst einna mest til koma þegar ég spilaði með henni – hún slær boltann langt og fast. Til að endast á svo sterkri mótaröð finnst mér það vera mikill kostur og mikilvægur.“Spara orkuna Joh segir að eitt það mikilvægasta sem nýliðar verði að hafa í huga á mótaröðinni sé að spara orku – að vera ekki með stífar æfingar ofan í mót þegar spilað er viku eftir viku. „Það þarf að horfa á stóru myndina og spara orkuna. Þetta er ekki eins og í háskóla þar sem maður fór heim á milli móta og lærði,“ segir Joh sem telur að mótið í Kanada muni henta kylfingi eins og Ólafíu vel. „Það eru mörg mót fram undan sem verðlauna þá sem slá vel, eins og Ólafía gerir. Opna kanadíska er dæmi um það,“ segir sú bandaríska.
Golf Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Sjá meira