Blaðamenn hópuðust í kringum mömmuna Kolbeinn Tumi Daðason í Ermolo skrifar 20. júlí 2017 08:00 Ýmir Jóhannesson sló í gegn með Hörpu Þorsteinsdóttur, mömmu sinni, á blaðamannafundi eftir baráttuleikinn gegn Frökkum. VÍSIR/VILHELM „Ég var á leiðinni út eftir leik og þá spyr Ragga (Ragnhildur Skúladóttir í landsliðsnefnd KSÍ) hvort hún eigi ekki að taka töskuna og ég halda á Ými. Svo hverfur Ragga bara en ég þurfti að labba í gegnum þetta fjölmiðlasvæði,“ segir Harpa. Þar varð uppi fótur og fit, myndavélar fóru á loft og allir vildu ræða við nýbökuðu mömmuna. Ýmir tók athyglinni með stóískri ró. „Ég var ekki búin að hugsa þetta til enda en kannski var bara fínt að klára þetta á einu bretti.“ Spurningarnar snerust fæstar um leikinn en meira um móðurhlutverkið. „Kannski finnst okkur Íslendingum það orðið eðlilegra að pabbinn sé að sjá um börnin á meðan mamman sér um önnur verkefni,“ segir Harpa. „Þeir voru aðallega að spá í það hver væri eiginlega að sjá um barnið fyrst að ég væri að spila hér. Sem betur fer á hann pabba. Ég held að það væri ekki mikið um fréttir ef mamman væri hinum megin við borðið eins og Kalli er núna,“ segir Harpa og vísar til föðurins, Jóhannesar Karls Sigursteinssonar, sem heldur til í sumarhúsi með synina tvo meðan á EM stendur. Harpa dvelur þó hjá þeim á nóttunni að frátalinni nóttinni fyrir leik þegar landsliðið gistir í borginni þar sem leikið er hverju sinni.Harpa Þorsteinsdóttir með börnum sínum eftir Frakkaleikinn.Vísir/VilhelmKnattspyrnusamband Evrópu minntist á nýbökuðu íslensku mömmuna í umfjöllun fyrir og eftir Frakkaleikinn. Sá misskilningur var ðreyndar að hin 26 ára Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður landsliðsins, var sögð þriggja barna móðir. „Mér finnst bara geggjað að Dagný sé stimpluð sem þriggja barna móðir því hún verður svo móðguð bara ef einhver kallar hana konu. Ég vil að fólk deili endilega þessari frétt svo hún fari sem víðast.“ Svo virðist sem Dagnýju hafi verið ruglað saman við Hörpu, nýbakaða tveggja barna móður, og Málfríði Ernu Sigurðardóttur sem á þrjú börn. „Okkur fannst þetta mjög fyndið. Þetta var mikið rætt í matnum fyrir leikinn,“ segir Málfríður hlæjandi. Ekki var minna hlegið þegar umfjöllun UEFA eftir leik var skoðuð. „Þar kom fram hvað þriggja barna móðirin Dagný væri í geggjuðu formi,“ segir Málfríður og hlær. Stelpurnar mæta Sviss á laugardaginn en liðið hefur ekki skorað í síðustu fjórum leikjum. Markadrottningin Harpa hefur litlar áhyggjur af því. „Við erum búin að fara vel í gegnum sóknarleikinn og varnarleikinn. Þetta dettur með okkur, bara spurning um hvar og hvenær.“ EM 2017 í Hollandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir EM í dag: Sísí fríkaði út og áttaviltur dómari dæmdi víti Freyr fór all in, ítalski dómarinn var í bullinu og ungstirnin sem virkuðu eins og reynsluboltar. 19. júlí 2017 10:00 Guðni forseti fékk stelpurnar til að springa úr hlátri | Myndir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, virðist hafa verið kærkominn gestur á hóteli kvennalandsliðsins í knattspyrnu í Ermelo í Hollandi í dag. 19. júlí 2017 14:30 Anna Björk: Virkilega svekkjandi að vera ekki í byrjunarliðinu Þetta var virkilega svekkjandi að sjálfsögðu. Maður pirrar sig í einn til tvo klukkutíma og svo heldur maður áfram. 19. júlí 2017 20:15 Stelpurnar þakklátar fyrir ómetanlegan stuðning: „Þetta var eins og að spila heimaleik“ Íslenskir stuðningsmenn eignuðu sér Koning Willem II-völlinn í Tilburg í gær. 19. júlí 2017 09:00 Upptaka frá æfingu landsliðsins: Heimir fór yfir varnarleik í föstum leikatriðum með stelpunum Hann minnti á mikilvægi þess að finna fyrir leikmanninum sem verið væri að dekka þannig að hægt væri að fylgjast með boltanum og leikmanni á sama tíma. 19. júlí 2017 15:30 Dáðust að formi nýbökuðu þriggja barna móðurinnar Dagnýjar 19. júlí 2017 14:00 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar Sjá meira
„Ég var á leiðinni út eftir leik og þá spyr Ragga (Ragnhildur Skúladóttir í landsliðsnefnd KSÍ) hvort hún eigi ekki að taka töskuna og ég halda á Ými. Svo hverfur Ragga bara en ég þurfti að labba í gegnum þetta fjölmiðlasvæði,“ segir Harpa. Þar varð uppi fótur og fit, myndavélar fóru á loft og allir vildu ræða við nýbökuðu mömmuna. Ýmir tók athyglinni með stóískri ró. „Ég var ekki búin að hugsa þetta til enda en kannski var bara fínt að klára þetta á einu bretti.“ Spurningarnar snerust fæstar um leikinn en meira um móðurhlutverkið. „Kannski finnst okkur Íslendingum það orðið eðlilegra að pabbinn sé að sjá um börnin á meðan mamman sér um önnur verkefni,“ segir Harpa. „Þeir voru aðallega að spá í það hver væri eiginlega að sjá um barnið fyrst að ég væri að spila hér. Sem betur fer á hann pabba. Ég held að það væri ekki mikið um fréttir ef mamman væri hinum megin við borðið eins og Kalli er núna,“ segir Harpa og vísar til föðurins, Jóhannesar Karls Sigursteinssonar, sem heldur til í sumarhúsi með synina tvo meðan á EM stendur. Harpa dvelur þó hjá þeim á nóttunni að frátalinni nóttinni fyrir leik þegar landsliðið gistir í borginni þar sem leikið er hverju sinni.Harpa Þorsteinsdóttir með börnum sínum eftir Frakkaleikinn.Vísir/VilhelmKnattspyrnusamband Evrópu minntist á nýbökuðu íslensku mömmuna í umfjöllun fyrir og eftir Frakkaleikinn. Sá misskilningur var ðreyndar að hin 26 ára Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður landsliðsins, var sögð þriggja barna móðir. „Mér finnst bara geggjað að Dagný sé stimpluð sem þriggja barna móðir því hún verður svo móðguð bara ef einhver kallar hana konu. Ég vil að fólk deili endilega þessari frétt svo hún fari sem víðast.“ Svo virðist sem Dagnýju hafi verið ruglað saman við Hörpu, nýbakaða tveggja barna móður, og Málfríði Ernu Sigurðardóttur sem á þrjú börn. „Okkur fannst þetta mjög fyndið. Þetta var mikið rætt í matnum fyrir leikinn,“ segir Málfríður hlæjandi. Ekki var minna hlegið þegar umfjöllun UEFA eftir leik var skoðuð. „Þar kom fram hvað þriggja barna móðirin Dagný væri í geggjuðu formi,“ segir Málfríður og hlær. Stelpurnar mæta Sviss á laugardaginn en liðið hefur ekki skorað í síðustu fjórum leikjum. Markadrottningin Harpa hefur litlar áhyggjur af því. „Við erum búin að fara vel í gegnum sóknarleikinn og varnarleikinn. Þetta dettur með okkur, bara spurning um hvar og hvenær.“
EM 2017 í Hollandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir EM í dag: Sísí fríkaði út og áttaviltur dómari dæmdi víti Freyr fór all in, ítalski dómarinn var í bullinu og ungstirnin sem virkuðu eins og reynsluboltar. 19. júlí 2017 10:00 Guðni forseti fékk stelpurnar til að springa úr hlátri | Myndir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, virðist hafa verið kærkominn gestur á hóteli kvennalandsliðsins í knattspyrnu í Ermelo í Hollandi í dag. 19. júlí 2017 14:30 Anna Björk: Virkilega svekkjandi að vera ekki í byrjunarliðinu Þetta var virkilega svekkjandi að sjálfsögðu. Maður pirrar sig í einn til tvo klukkutíma og svo heldur maður áfram. 19. júlí 2017 20:15 Stelpurnar þakklátar fyrir ómetanlegan stuðning: „Þetta var eins og að spila heimaleik“ Íslenskir stuðningsmenn eignuðu sér Koning Willem II-völlinn í Tilburg í gær. 19. júlí 2017 09:00 Upptaka frá æfingu landsliðsins: Heimir fór yfir varnarleik í föstum leikatriðum með stelpunum Hann minnti á mikilvægi þess að finna fyrir leikmanninum sem verið væri að dekka þannig að hægt væri að fylgjast með boltanum og leikmanni á sama tíma. 19. júlí 2017 15:30 Dáðust að formi nýbökuðu þriggja barna móðurinnar Dagnýjar 19. júlí 2017 14:00 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar Sjá meira
EM í dag: Sísí fríkaði út og áttaviltur dómari dæmdi víti Freyr fór all in, ítalski dómarinn var í bullinu og ungstirnin sem virkuðu eins og reynsluboltar. 19. júlí 2017 10:00
Guðni forseti fékk stelpurnar til að springa úr hlátri | Myndir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, virðist hafa verið kærkominn gestur á hóteli kvennalandsliðsins í knattspyrnu í Ermelo í Hollandi í dag. 19. júlí 2017 14:30
Anna Björk: Virkilega svekkjandi að vera ekki í byrjunarliðinu Þetta var virkilega svekkjandi að sjálfsögðu. Maður pirrar sig í einn til tvo klukkutíma og svo heldur maður áfram. 19. júlí 2017 20:15
Stelpurnar þakklátar fyrir ómetanlegan stuðning: „Þetta var eins og að spila heimaleik“ Íslenskir stuðningsmenn eignuðu sér Koning Willem II-völlinn í Tilburg í gær. 19. júlí 2017 09:00
Upptaka frá æfingu landsliðsins: Heimir fór yfir varnarleik í föstum leikatriðum með stelpunum Hann minnti á mikilvægi þess að finna fyrir leikmanninum sem verið væri að dekka þannig að hægt væri að fylgjast með boltanum og leikmanni á sama tíma. 19. júlí 2017 15:30