Líkur á að Sísí fríkar út verði spilað vinnist sigur á Sviss Kolbeinn Tumi Daðason í Ermelo skrifar 20. júlí 2017 16:30 Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur bara gaman af tilvísunum í að Sísí fríki út. Vísir/Tom Sigríður Lára Garðarsdóttir, miðjumaður íslenska landsliðsins, stóð sig afar vel í 1-0 tapinu gegn Frökkum á þriðjudaginn. Hún segir það sannarlega hafa verið skemmtilegt að fá kallið í byrjunarliðið. „Þetta var geggjað, frábær upplifun og verður góð minning,“ segir Sísí um leikinn sem tapaðist á marki úr vítaspyrnu seint í leiknum eins og alþjóð veit. Eftir rúman stundarfjórðung átti Sísí, sem er þekkt fyrir að vera hörð í horn að taka, grófa tæklingu. Ítalski dómarinn sá ekki ástæðu til að lyfta gula spjaldinu en dómarinn átti ekki sinn besta dag. Sísí hlær aðspurð hvort hún hefði verið heppin að sleppa við spjald.„Nei nei, þetta var fyrsta brotið mitt. Ég hafði engar áhyggjur,“ segir Sísí en bætir við: „Þetta var svolítið gróft hjá mér þegar ég sá þetta seinna. Maður verður aðeins að láta finna fyrir sér.“Sviss hefur unnið þrjá síðustu leiki þjóðanna, samanlagt 7-0. Yfirburðirir hafa verið talsverðir og þeirra lykilmaður, Ramona Bachmann hjá Chelsea, leikið á alls oddi. „Klárlega, við þurfum að stöðva hana og bara spila okkar leik. Verjast vel og nýta okkar færi.“Fjölskylda Sísí er í Hollandi og fleiri Vestmannaeyingar. Hún segir gaman að fá stuðninginn. En hvað með þá tilhneigingu íslenskra fjölmiðla að tala endurtekið um að „Sísí fríki út“ og vísa í slagarann með Grýlunum?„Þetta er bara fyndið,“ segir hún en stelpurnar hafa ekki spilað lagið í Hollandi en sem komið er. Kannski eftir sigur á Sviss?„Já, það verður örugglega fyrsta lagið sem verður spilað.“Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Sjá meira
Sigríður Lára Garðarsdóttir, miðjumaður íslenska landsliðsins, stóð sig afar vel í 1-0 tapinu gegn Frökkum á þriðjudaginn. Hún segir það sannarlega hafa verið skemmtilegt að fá kallið í byrjunarliðið. „Þetta var geggjað, frábær upplifun og verður góð minning,“ segir Sísí um leikinn sem tapaðist á marki úr vítaspyrnu seint í leiknum eins og alþjóð veit. Eftir rúman stundarfjórðung átti Sísí, sem er þekkt fyrir að vera hörð í horn að taka, grófa tæklingu. Ítalski dómarinn sá ekki ástæðu til að lyfta gula spjaldinu en dómarinn átti ekki sinn besta dag. Sísí hlær aðspurð hvort hún hefði verið heppin að sleppa við spjald.„Nei nei, þetta var fyrsta brotið mitt. Ég hafði engar áhyggjur,“ segir Sísí en bætir við: „Þetta var svolítið gróft hjá mér þegar ég sá þetta seinna. Maður verður aðeins að láta finna fyrir sér.“Sviss hefur unnið þrjá síðustu leiki þjóðanna, samanlagt 7-0. Yfirburðirir hafa verið talsverðir og þeirra lykilmaður, Ramona Bachmann hjá Chelsea, leikið á alls oddi. „Klárlega, við þurfum að stöðva hana og bara spila okkar leik. Verjast vel og nýta okkar færi.“Fjölskylda Sísí er í Hollandi og fleiri Vestmannaeyingar. Hún segir gaman að fá stuðninginn. En hvað með þá tilhneigingu íslenskra fjölmiðla að tala endurtekið um að „Sísí fríki út“ og vísa í slagarann með Grýlunum?„Þetta er bara fyndið,“ segir hún en stelpurnar hafa ekki spilað lagið í Hollandi en sem komið er. Kannski eftir sigur á Sviss?„Já, það verður örugglega fyrsta lagið sem verður spilað.“Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Sjá meira