Fallegasti bikarinn í íþróttaheiminum er alltaf að stækka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2017 07:00 Stanley-bikarinn. Vísir/Getty Enska blaðið Telegraph hefur valið fallegustu bikarana í íþróttaheiminum og sá glæsilegasti af þeim öllum er örugglega einn sá allra stærsti. Það er nóg af fallegum bikurum í boði í íþróttaheiminum og mesta athygli og virðingu fá þeir sem hefur verið keppt um lengst. Fallegasti bikarinn hjá blaðamönnum Telegraph er Stanley bikarinn en sigurvegarar NHL-deildarinnar í íshokkí fá að lyfta honum. Stanley-bikarinn er líka alltaf að verða stærri og stærri eftir því sem fleiri vinna hann. Nöfn leikmanna sigurvegaranna eru nefnilega grafin á bikarinn. Með sama áframhaldi verður bikarinn í framtíðinni hreinlega orðinn of stór til að lyfta honum. Stanley-bikarinn fékk mestu samkeppnina frá kvennabikarnum í Wimbledon-mótinu í tennis (2. sæti) og „Claret Jug“ bikarnum sem sigurvegari opna breska meistaramótsins í golfi (3. Sæti). Í fjórða sætinu er síðan Áskorendabikarinn í rugbý. Það vekur þó athygli að sjálfur heimsbikarinn í fótboltanum kemst ekki einn á topp tíu í samantekt Telegraph. Efsti fótboltabikarinn Evrópudeildarbikarinn sem er í 5. sæti en Meistaradeildarbikarinn er í 9. sætinu. Kannski eru þeir ensku svolítið hlutdrægir í sínu vali enda hafa Englendingar ekki unnið heimsbikarinn síðan 1966 og enska liðið Manchester United er handhafi Evrópudeildarbikarins. Hver hefur líka sinn smekk og allir geta seint komið sér saman um hinn fullkomna lista yfir flottustu bikarana í íþróttaheiminum í dag. Hér fyrir neðan má sjá myndir af fallegustu íþróttabikurunum í dag að mati Telegraph.7. sæti - Ryder-bikarinn.Vísir/Getty7. sæti - Webb Ellis bikarinn. HM í rugbý.Vísir/Getty5. sæti - Evrópudeildarbikarinn í fótbolta.Vísir/Getty4. sæti - Challenge bikarinn í rugbý.Vísir/Getty3. sæti - Claret Jug á opna breska í golfi.Vísir/Getty2. sæti - Kvennabikarinn á Wimbledon mótinu í tennis.Vísir/Getty1. sæti - Stanley bikarinn í NHL-deildinni í íshokkó.Vísir/GettyStanley-bikarinn.Vísir/Getty Aðrar íþróttir Íþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira
Enska blaðið Telegraph hefur valið fallegustu bikarana í íþróttaheiminum og sá glæsilegasti af þeim öllum er örugglega einn sá allra stærsti. Það er nóg af fallegum bikurum í boði í íþróttaheiminum og mesta athygli og virðingu fá þeir sem hefur verið keppt um lengst. Fallegasti bikarinn hjá blaðamönnum Telegraph er Stanley bikarinn en sigurvegarar NHL-deildarinnar í íshokkí fá að lyfta honum. Stanley-bikarinn er líka alltaf að verða stærri og stærri eftir því sem fleiri vinna hann. Nöfn leikmanna sigurvegaranna eru nefnilega grafin á bikarinn. Með sama áframhaldi verður bikarinn í framtíðinni hreinlega orðinn of stór til að lyfta honum. Stanley-bikarinn fékk mestu samkeppnina frá kvennabikarnum í Wimbledon-mótinu í tennis (2. sæti) og „Claret Jug“ bikarnum sem sigurvegari opna breska meistaramótsins í golfi (3. Sæti). Í fjórða sætinu er síðan Áskorendabikarinn í rugbý. Það vekur þó athygli að sjálfur heimsbikarinn í fótboltanum kemst ekki einn á topp tíu í samantekt Telegraph. Efsti fótboltabikarinn Evrópudeildarbikarinn sem er í 5. sæti en Meistaradeildarbikarinn er í 9. sætinu. Kannski eru þeir ensku svolítið hlutdrægir í sínu vali enda hafa Englendingar ekki unnið heimsbikarinn síðan 1966 og enska liðið Manchester United er handhafi Evrópudeildarbikarins. Hver hefur líka sinn smekk og allir geta seint komið sér saman um hinn fullkomna lista yfir flottustu bikarana í íþróttaheiminum í dag. Hér fyrir neðan má sjá myndir af fallegustu íþróttabikurunum í dag að mati Telegraph.7. sæti - Ryder-bikarinn.Vísir/Getty7. sæti - Webb Ellis bikarinn. HM í rugbý.Vísir/Getty5. sæti - Evrópudeildarbikarinn í fótbolta.Vísir/Getty4. sæti - Challenge bikarinn í rugbý.Vísir/Getty3. sæti - Claret Jug á opna breska í golfi.Vísir/Getty2. sæti - Kvennabikarinn á Wimbledon mótinu í tennis.Vísir/Getty1. sæti - Stanley bikarinn í NHL-deildinni í íshokkó.Vísir/GettyStanley-bikarinn.Vísir/Getty
Aðrar íþróttir Íþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira