Þú ert Rory McIlroy, hvað ertu að gera? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. júlí 2017 10:00 Rory með kylfusveininum í gær. Sá reyndist drjúgur. vísir/getty Kylfusveinn Rory McIlroy reif hann upp á afturendanum í gær eftir hörmulega byrjun á Opna breska meistaramótinu. Rory fékk fimm skolla á fyrstu sex holunum og var í tómu tjóni. Hann nældi aftur á móti í fjóra fugla á seinni níu holunum og kom í hús á 71 höggi eða einu höggi yfir pari. Það var í raun ekki fyrr en kylfusveinn hans, JP Fitzgerald, tók hann í gegn sem Norður-Írinn vaknaði til lífsins. „Þú ert Rory McIlroy, hvað ertu að gera?“ sagði hann við mig á sjötta teig greindi Rory frá. Kappinn er farinn af stað í dag og er þegar á einu höggi undir pari í dag. Með sama áframhaldi gæti hann blandað sér í pakkann í efri hlutanum. Matt Kuchar, Jordan Spieth og Brooks Koepka voru allir efstir eftir fyrsta daginn á fimm höggum undir pari. Aðeins Kuchar er farinn af stað og hann er með eins höggs forskot eins og staðan er núna. Mótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kylfusveinn Rory McIlroy reif hann upp á afturendanum í gær eftir hörmulega byrjun á Opna breska meistaramótinu. Rory fékk fimm skolla á fyrstu sex holunum og var í tómu tjóni. Hann nældi aftur á móti í fjóra fugla á seinni níu holunum og kom í hús á 71 höggi eða einu höggi yfir pari. Það var í raun ekki fyrr en kylfusveinn hans, JP Fitzgerald, tók hann í gegn sem Norður-Írinn vaknaði til lífsins. „Þú ert Rory McIlroy, hvað ertu að gera?“ sagði hann við mig á sjötta teig greindi Rory frá. Kappinn er farinn af stað í dag og er þegar á einu höggi undir pari í dag. Með sama áframhaldi gæti hann blandað sér í pakkann í efri hlutanum. Matt Kuchar, Jordan Spieth og Brooks Koepka voru allir efstir eftir fyrsta daginn á fimm höggum undir pari. Aðeins Kuchar er farinn af stað og hann er með eins höggs forskot eins og staðan er núna. Mótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira