Arnar Bill: Allir taka jafnmikla ábyrgð Tómas Þór Þórðarson í Ermelo skrifar 21. júlí 2017 13:00 Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóri KSÍ, er einn af þremur njósnurum íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta sem mætir Sviss í öðrum leik sínum á EM 2017 á morgun. Verkefni Arnars fyrir mótið var að taka út svissneska liðið þannig það er ekkert sem hann veit ekki um mótherja morgundagsins. Vinnan sem var lögð í að taka út mótherjana var mikil. „Við erum búin að vera að kíkja á svissneska liðið síðan við drógumst með því í riði. Ég er búinn að þvælast um Evrópu að elta þær. Á meðan við kepptum á Algarve-mótinu kepptu þær á móti á Kýpur og unnu það,“ segir Arnar Bill. „Ég sá leiki á því móti, svo sá ég þær í Sviss og svo eigum við auðvitað upptökur af öllum leikjunum þeirra. Ég er búinn að sjá svona fimm eða sex leiki með eigin augum og svo allt að átta leiki á upptöku.“ Austurríki vann nokkuð óvæntan sigur á Sviss í fyrstu umferðinni. Svissneska liðið var eitt það heitasta í Evrópu fyrir nokkrum árum og vann þá stelpurnar okkar þrisvar sinnum. „Þetta er svo rosalega jafnt. Austurríki er á þvílíkri uppleið eins og Sviss var fyrir tveimur til þremur árum, mjög erfitt að mæta þeim. Sviss er orðið stöðugra lið á meðan stuðið og stemmarinn er með austurríska liðinu,“ segir Arnar en hvernig fótbolta vill Sviss spila? „Sviss vill helst vera með boltann. Þær leita mikið að sömu leikmönnunum; Bachmann og Dickermann. Þær vilja sprengja leikinn svolítið upp. Þetta er lið stútfullt af góðum leikmönnum sem spila með frábærum liðum. “ Starf Arnars er að skila ítarlegum skýrslum um leikfræði Sviss og leikmenn liðsins. Það fer því ansi mikil vinna hjá honum í þennan eina leik. „Ég njósnaði líka fyrir karlaliðið á EM í fyrra. Þar tók ég út austurríska liðið og við unnum þann leik en það sem ég skilaði hjálpaði okkur ekkert gríðarlega mikið. Við vorum í vörn í 45 mínútur. Það sem ég kem með nýtist leikmönnum vel en leikfræðilega séð eru það leikmennirnir sem klára verkefið inn á vellinum,“ segir Arnar en líður honum betur eða verr eftir svona leik þar sem svo mikil vinna fór í þetta hjá honum? „Það eru bara allir í þessu saman og allir taka jafnmikla ábyrgð á öllu,“ segir Arnar Bill Gunnarsson.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Sísí segist mögulega einu sinni hafa rifið í fléttuna á Dagnýju Nei, ég held að hún sé að ljúga þessu, segir Sísí. 21. júlí 2017 12:00 Markahrókur í miðverðinum hjá íslenska landsliðinu Glódís Perla Viggósdóttir segir íslenska kvennalandsliðið betra núna en þegar það mætti Sviss síðast. Það er líka eins gott því síðustu leikir gegn svissneska liðinu hafa ekki farið vel. Íslandi gengur illa að skora en sjálf var Glódís markahrókur á árum áður. 21. júlí 2017 06:00 EM bara Símamótið á sterum Agla María Albertsdóttir er aðeins sautján ára en hefur á afar skömmum tíma stimplað sig inn í landslið Íslands í knattspyrnu. Hún spilaði sinn fyrsta A-landsleik í apríl og sinn fimmta í 1-0 tapinu fyrir Frakklandi á þriðjudaginn. 21. júlí 2017 08:00 Ekki von á miklum breytingum á byrjunarliði Íslands Það verða mögulega ein eða tvær breytingar í mesta lagi segir Ásmundur Haraldsson landsliðsþjálfari. 21. júlí 2017 09:00 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Meiðsli Rodri verri en menn héldu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Sjá meira
Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóri KSÍ, er einn af þremur njósnurum íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta sem mætir Sviss í öðrum leik sínum á EM 2017 á morgun. Verkefni Arnars fyrir mótið var að taka út svissneska liðið þannig það er ekkert sem hann veit ekki um mótherja morgundagsins. Vinnan sem var lögð í að taka út mótherjana var mikil. „Við erum búin að vera að kíkja á svissneska liðið síðan við drógumst með því í riði. Ég er búinn að þvælast um Evrópu að elta þær. Á meðan við kepptum á Algarve-mótinu kepptu þær á móti á Kýpur og unnu það,“ segir Arnar Bill. „Ég sá leiki á því móti, svo sá ég þær í Sviss og svo eigum við auðvitað upptökur af öllum leikjunum þeirra. Ég er búinn að sjá svona fimm eða sex leiki með eigin augum og svo allt að átta leiki á upptöku.“ Austurríki vann nokkuð óvæntan sigur á Sviss í fyrstu umferðinni. Svissneska liðið var eitt það heitasta í Evrópu fyrir nokkrum árum og vann þá stelpurnar okkar þrisvar sinnum. „Þetta er svo rosalega jafnt. Austurríki er á þvílíkri uppleið eins og Sviss var fyrir tveimur til þremur árum, mjög erfitt að mæta þeim. Sviss er orðið stöðugra lið á meðan stuðið og stemmarinn er með austurríska liðinu,“ segir Arnar en hvernig fótbolta vill Sviss spila? „Sviss vill helst vera með boltann. Þær leita mikið að sömu leikmönnunum; Bachmann og Dickermann. Þær vilja sprengja leikinn svolítið upp. Þetta er lið stútfullt af góðum leikmönnum sem spila með frábærum liðum. “ Starf Arnars er að skila ítarlegum skýrslum um leikfræði Sviss og leikmenn liðsins. Það fer því ansi mikil vinna hjá honum í þennan eina leik. „Ég njósnaði líka fyrir karlaliðið á EM í fyrra. Þar tók ég út austurríska liðið og við unnum þann leik en það sem ég skilaði hjálpaði okkur ekkert gríðarlega mikið. Við vorum í vörn í 45 mínútur. Það sem ég kem með nýtist leikmönnum vel en leikfræðilega séð eru það leikmennirnir sem klára verkefið inn á vellinum,“ segir Arnar en líður honum betur eða verr eftir svona leik þar sem svo mikil vinna fór í þetta hjá honum? „Það eru bara allir í þessu saman og allir taka jafnmikla ábyrgð á öllu,“ segir Arnar Bill Gunnarsson.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Sísí segist mögulega einu sinni hafa rifið í fléttuna á Dagnýju Nei, ég held að hún sé að ljúga þessu, segir Sísí. 21. júlí 2017 12:00 Markahrókur í miðverðinum hjá íslenska landsliðinu Glódís Perla Viggósdóttir segir íslenska kvennalandsliðið betra núna en þegar það mætti Sviss síðast. Það er líka eins gott því síðustu leikir gegn svissneska liðinu hafa ekki farið vel. Íslandi gengur illa að skora en sjálf var Glódís markahrókur á árum áður. 21. júlí 2017 06:00 EM bara Símamótið á sterum Agla María Albertsdóttir er aðeins sautján ára en hefur á afar skömmum tíma stimplað sig inn í landslið Íslands í knattspyrnu. Hún spilaði sinn fyrsta A-landsleik í apríl og sinn fimmta í 1-0 tapinu fyrir Frakklandi á þriðjudaginn. 21. júlí 2017 08:00 Ekki von á miklum breytingum á byrjunarliði Íslands Það verða mögulega ein eða tvær breytingar í mesta lagi segir Ásmundur Haraldsson landsliðsþjálfari. 21. júlí 2017 09:00 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Meiðsli Rodri verri en menn héldu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Sjá meira
Sísí segist mögulega einu sinni hafa rifið í fléttuna á Dagnýju Nei, ég held að hún sé að ljúga þessu, segir Sísí. 21. júlí 2017 12:00
Markahrókur í miðverðinum hjá íslenska landsliðinu Glódís Perla Viggósdóttir segir íslenska kvennalandsliðið betra núna en þegar það mætti Sviss síðast. Það er líka eins gott því síðustu leikir gegn svissneska liðinu hafa ekki farið vel. Íslandi gengur illa að skora en sjálf var Glódís markahrókur á árum áður. 21. júlí 2017 06:00
EM bara Símamótið á sterum Agla María Albertsdóttir er aðeins sautján ára en hefur á afar skömmum tíma stimplað sig inn í landslið Íslands í knattspyrnu. Hún spilaði sinn fyrsta A-landsleik í apríl og sinn fimmta í 1-0 tapinu fyrir Frakklandi á þriðjudaginn. 21. júlí 2017 08:00
Ekki von á miklum breytingum á byrjunarliði Íslands Það verða mögulega ein eða tvær breytingar í mesta lagi segir Ásmundur Haraldsson landsliðsþjálfari. 21. júlí 2017 09:00
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti