Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, situr fyrir svörum á fundinum í dag ásamt Sif Atladóttur, sem Fréttablaðið og Vísir valdi mann leiksins á móti Frakklandi, og kollega sínum í vörninni, Glódísi Perlu Viggósdóttur.
Bæði Ísland og Sviss töpuðu í fyrstu umferð Evrópumótsins, 1-0. Ísland tapaði fyrir Frakklandi, 1-0, en Sviss tapaði fyrir Austurríki, 1-0. Það verður því mikið undir í leiknum á morgun.
Uppfært klukkan 14:30. Útsendingunni er lokið en hér að neðan má sjá textalýsinguna frá blaðamanni Vísis á svæðinu ásamt upptöku frá fundinum.