Guðrún Brá efst á nýju vallarmeti á Íslandsmótinu í golfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2017 16:11 Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd/GSÍmyndir Heimakonan Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er með tveggja högga forystu í kvennaflokki eftir annan dag á Íslandsmeistaramótinu í golf á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði „Munurinn á þessum hring í dag og í gær var í raun ein hola sem ég lék illa í gær. Í dag setti ég fleiri pútt ofaní eftir innáhöggin og ég er sátt með vallarmetið. Það er útlit fyrir spennandi keppni framundan,“ sagði Guðrún Brá. Guðrún Brá lék frábært golf í dag þegar hún kom inn á -4 eða 67 höggum. Hún bætti sig mikið frá því í gær þar sem hún lék á 75 höggum eða +4. Guðrún Brá er með tveggja högga forskot á Valdísi Þóru Jónsdóttur úr Leyni og Ragnhildi Kristinsdóttur úr GR fyrir þriðja hringinn. Guðrún Brá hefur aldrei fagnað Íslandsmeistaratitlinum í golfi en Valdís Þóra hefur tvívegis fagnað Íslandsmeistaratitlinum. Guðrún Brá fékk fimm fugla og aðeins einn skolla og setti nýtt vallarmet með því að leika á 67 höggum. Efstu konur eftir fyrstu tvo dagana á Íslandsmótinu í golfi: 1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (75-67) 142 högg {Par} 2. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (70-74) 144 högg {+2} 3. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (69-75) 144 högg {+2} 4. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (76-72) 148 {+6} 5. Ingunn Gunnarsdóttir, GKG (74-76) 150 {+8} Golf Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Heimakonan Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er með tveggja högga forystu í kvennaflokki eftir annan dag á Íslandsmeistaramótinu í golf á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði „Munurinn á þessum hring í dag og í gær var í raun ein hola sem ég lék illa í gær. Í dag setti ég fleiri pútt ofaní eftir innáhöggin og ég er sátt með vallarmetið. Það er útlit fyrir spennandi keppni framundan,“ sagði Guðrún Brá. Guðrún Brá lék frábært golf í dag þegar hún kom inn á -4 eða 67 höggum. Hún bætti sig mikið frá því í gær þar sem hún lék á 75 höggum eða +4. Guðrún Brá er með tveggja högga forskot á Valdísi Þóru Jónsdóttur úr Leyni og Ragnhildi Kristinsdóttur úr GR fyrir þriðja hringinn. Guðrún Brá hefur aldrei fagnað Íslandsmeistaratitlinum í golfi en Valdís Þóra hefur tvívegis fagnað Íslandsmeistaratitlinum. Guðrún Brá fékk fimm fugla og aðeins einn skolla og setti nýtt vallarmet með því að leika á 67 höggum. Efstu konur eftir fyrstu tvo dagana á Íslandsmótinu í golfi: 1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (75-67) 142 högg {Par} 2. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (70-74) 144 högg {+2} 3. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (69-75) 144 högg {+2} 4. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (76-72) 148 {+6} 5. Ingunn Gunnarsdóttir, GKG (74-76) 150 {+8}
Golf Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira