Ein fallegasta keppnisbrautin fyrir þríþraut í heiminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2017 09:00 Kandadíska þríþrautarkonan Heather Wurtele er ein sú besta í heiminum og hún hefur titil að verja frá því í fyrra. Mynd/Arnold Björnsson Stærsta þríþrautarmót sem hefur haldið á Íslandi fer fram á morgun í Kjósinni en þetta er í annað skiptið sem Challange Iceland fer fram á þessum stað. Aðstæðurnar í Kjósinni er þegar farnar að vekja mikla athygli innan þríþrautarheimsins og það þrátt fyrir að aðeins eitt mót sé að baki. Margfaldir heimsmeistarar hafa látið hafa það eftir sér að þetta sé ein fallegasta keppnisbraut fyrir þríþraut í heiminum. Þetta hefur líka skilað sér í stórauknum áhuga á keppninni en það voru 90 keppendur í fyrra en þeir eru 250 í ár. Keppnin er hálfur járnmaður sem felst í því að synda 1.9 kílómetra í Meðalfellsvatni, hjóla 90 kílómetra hring um Hvalfjörð og hlaupa síðan 21.1 kílómetra í Kjós. Þessi keppni þykir mjög erfið enda á ferðinni nyrsta þríþrautarkeppnin í Challenge fjölskyldunni og kuldinn mun alltaf reyna á keppendur.Mynd/Arnold BjörnssonUm 250 keppendur eru skráðir þ.á.m. um 200 erlendir keppendur og 25 atvinnumenn sem eru í fremstu röð í greininni á heimsmælikvarða. Þá er Challenge Iceland Íslandsmeistaramót í hálfum járnmanni. Ísland er nýjasta viðbótin í Challenge fjölskyldunni sem heldur 47 þríþrautakeppnir í 23 löndum út um allan heim. „Ísland er undravert land og náttúrufegurðin mögnuð,” segir Zibi Szlufcik, forstjóri Challenge fjölskylduinnar í fréttatilkynningu um keppnina. Pétur Einarsson, framkvæmdastjóri Race Makers Iceland segir mikil verðmæti í Challenge Iceland fyrir Ísland og Kjósahrepp: „Það er markmið okkar að þessi keppni verði ein sú virtasta í heiminum. Það er líka spennandi að með svona viðburðum er hægt auka fjölbreytileika í íslenskri ferðaþjónustu og tengja Ísland við náttúru, heilsu og fjölskylduvæna atburði og Challenge Iceland er einmitt til þess fallið,“ sagði Pétur í í fyrrnefndri fréttatilkynningu um keppnina. RaceMakers Iceland stendur fyrir keppninni og hafa mótshaldararnir Bertel Ingi Arnfinnsson, Einar Stefán Kristinsson, Pétur Einarsson, Rannveig Guicharnaud og Viðar Bragi Þorsteinsson og um hundrað sjálfboðaliðar unnið með Kjósarhreppi til þess að gera Challenge Iceland að veruleika. Í Challenge þríþrautamótaröðinni eru 47 heilir og hálfir járnmenn í 23 löndum í heiminum, þar á meðal stærsta heila keppnin í heiminum – Challenger Roth í Þýskalandi.Mynd/Arnold BjörnssonMynd/Arnold Björnsson Aðrar íþróttir Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Fleiri fréttir Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Sjá meira
Stærsta þríþrautarmót sem hefur haldið á Íslandi fer fram á morgun í Kjósinni en þetta er í annað skiptið sem Challange Iceland fer fram á þessum stað. Aðstæðurnar í Kjósinni er þegar farnar að vekja mikla athygli innan þríþrautarheimsins og það þrátt fyrir að aðeins eitt mót sé að baki. Margfaldir heimsmeistarar hafa látið hafa það eftir sér að þetta sé ein fallegasta keppnisbraut fyrir þríþraut í heiminum. Þetta hefur líka skilað sér í stórauknum áhuga á keppninni en það voru 90 keppendur í fyrra en þeir eru 250 í ár. Keppnin er hálfur járnmaður sem felst í því að synda 1.9 kílómetra í Meðalfellsvatni, hjóla 90 kílómetra hring um Hvalfjörð og hlaupa síðan 21.1 kílómetra í Kjós. Þessi keppni þykir mjög erfið enda á ferðinni nyrsta þríþrautarkeppnin í Challenge fjölskyldunni og kuldinn mun alltaf reyna á keppendur.Mynd/Arnold BjörnssonUm 250 keppendur eru skráðir þ.á.m. um 200 erlendir keppendur og 25 atvinnumenn sem eru í fremstu röð í greininni á heimsmælikvarða. Þá er Challenge Iceland Íslandsmeistaramót í hálfum járnmanni. Ísland er nýjasta viðbótin í Challenge fjölskyldunni sem heldur 47 þríþrautakeppnir í 23 löndum út um allan heim. „Ísland er undravert land og náttúrufegurðin mögnuð,” segir Zibi Szlufcik, forstjóri Challenge fjölskylduinnar í fréttatilkynningu um keppnina. Pétur Einarsson, framkvæmdastjóri Race Makers Iceland segir mikil verðmæti í Challenge Iceland fyrir Ísland og Kjósahrepp: „Það er markmið okkar að þessi keppni verði ein sú virtasta í heiminum. Það er líka spennandi að með svona viðburðum er hægt auka fjölbreytileika í íslenskri ferðaþjónustu og tengja Ísland við náttúru, heilsu og fjölskylduvæna atburði og Challenge Iceland er einmitt til þess fallið,“ sagði Pétur í í fyrrnefndri fréttatilkynningu um keppnina. RaceMakers Iceland stendur fyrir keppninni og hafa mótshaldararnir Bertel Ingi Arnfinnsson, Einar Stefán Kristinsson, Pétur Einarsson, Rannveig Guicharnaud og Viðar Bragi Þorsteinsson og um hundrað sjálfboðaliðar unnið með Kjósarhreppi til þess að gera Challenge Iceland að veruleika. Í Challenge þríþrautamótaröðinni eru 47 heilir og hálfir járnmenn í 23 löndum í heiminum, þar á meðal stærsta heila keppnin í heiminum – Challenger Roth í Þýskalandi.Mynd/Arnold BjörnssonMynd/Arnold Björnsson
Aðrar íþróttir Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Fleiri fréttir Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Sjá meira