Markmiðið var að vera með besta varnarliðið á EM Tómas Þór Þórðarson í Doetinchem skrifar 22. júlí 2017 06:00 Landsliðskonurnar Fanndís Friðriksdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir sjá hér eitthvað sniðugt á æfingu íslenska landsliðsins í gær. Vísir/Tom „Staðan á hópnum er eins góð og kostur er á. Það eru allir leikmenn heilir heilsu. Engin veikindi hafa komið upp og verða ekki,“ sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari og barði þrisvar í borðið (sjö, níu, þrettán) á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær þar sem hann sat fyrir svörum ásamt miðvörðunum Glódísi Perlu Viggósdóttur og Sif Atladóttur, besta leikmanni íslenska liðsins í síðasta leik á móti Frakklandi. Mótherjar dagsins eru svissnesku stelpurnar sem hafa reynst okkar stelpum erfiðar í síðustu leikjum Liðin mættust einu sinni á ári frá 2013-2015 og vann Sviss alla þrjá leikina með markatölunni, 7-0. Fyrsti leikur Íslands undir stjórn Freys Alexanderssonar var einmitt á móti Sviss árið 2013. Það var dapur leikur hjá íslenska liðinu en það er komið langað leið síðan þá. „Það er ýmislegt búið að gerast síðan í þessum athygliverða fyrsta leik mínum með landsliðinu þar sem ég upplifði ýmislegt. Það var ýmislegt sem ég rakst á sem var gott mál. Við spiluðum illa og áttum ekkert skilið úr leiknum. Við erum bara á allt, allt, allt öðrum stað í dag,“ sagði Freyr og bætti við: „Óháð öllum hinum leikjunum sem við höfum spilað við þær og farið illa út úr er þetta nýr dagur, nýr leikur á allt öðrum stað.“ Stelpurnar okkar skoruðu ekki í fyrsta leiknum á EM á móti Frakklandi. Það var ekkert nýtt miðað við það sem hefur verið í gangi hjá liðinu að undanförnu en það hefur ekki skorað í síðustu fjórum leikjum. Markmiðið var aldrei að raða inn mörkunum í Hollandi, sagði landsliðsþjálfarinn.Sif Atladóttir á leið á æfingu í gær.Vísir/TomEngin mörk – ekkert vandamál „Við komum hingað með nokkur markmið sem voru einföld og skýr. Eitt af því var að vera með besta varnarliðið í mótinu. Við lögðum höfuðáherslu á það að spila sterkan varnarleik. Það ákváðum við út frá styrkleikum hópsins okkar og hvernig mótið er og hvaða þjóðir eru hérna og hvað þarf til að ná árangri,“ sagði Freyr sem er á því að markastíflan bresti á morgun. „Ég trúi því að ef við höldum hreinu á morgun þá vinnum við. Það þýðir að við skorum. Eitt stig heldur örlögunum í okkar eigin höndum. Við ætlum okkur samt sem áður sigur.“ Íslenska liðið lenti í miklum áföllum í aðdraganda mótsins en eitt af því var að missa markahrókinn Hörpu Þorsteinsdóttur út vegna barnsburðar. Markaskorun hefur gengið brösulega síðan þá en Freyr minnti á hvernig þetta var í síðustu undankeppni. „Þið megið tala um áhyggjur og það má gagnrýna þetta eins og þið viljið en ég minni á það að við skoruðum mest allra í undankeppninni í okkar riðli og þriðja mest af öllum og áttum markahæsta leikmann í undankeppni EM. Það hefur því ekki verið vandamál hjá okkur en við sem sitjum hér inni vitum alveg hvað er búið að ganga á síðustu átta mánuði hjá okkur,“ sagði Freyr.Frá æfingu íslenska liðsins í gær.Vísir/TomStoppa Sviss Glódís Perla Viggósdóttir hefur mætt Sviss áður og veit hvers svissnesku stelpurnar eru megnugar í sóknarleiknum. Hún hefur samt engar áhyggjur af morgundeginum eftir frammistöðuna á móti Frakklandi. „Þetta eru ekki þannig lagað hættulegri einstaklingar. Þetta eru ekki einstaklingar sem við þurfum að hræðast ef við spilum sama varnarleik og við gerðum á móti Frökkum. Ef við erum allar á tánum og allar saman í þessu þá munum við stoppa þessa einstaklinga,“ sagði Glódís Perla og Sif Atladóttir hefur engar áhyggjur af slæmum minningum frá Tjarnarhæðinni þar sem Ísland tapaði 4-0 fyrir Hollandi í vináttuleik í apríl. „Það eru allir brjálæðislega peppaðir fyrir þennan leik. Við vildum koma hingað aftur. Við þekkjum völlinn vel þannig það eru bara allir spenntir fyrir leiknum. Grasið er grænt og sólin skín og Íslendingar á svæðinu þannig að þetta verður ekki betra,“ sagði Sif Atladóttir.Sara Björk Gunnarsdóttir.Vísir/Tom EM 2017 í Hollandi Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Sjá meira
„Staðan á hópnum er eins góð og kostur er á. Það eru allir leikmenn heilir heilsu. Engin veikindi hafa komið upp og verða ekki,“ sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari og barði þrisvar í borðið (sjö, níu, þrettán) á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær þar sem hann sat fyrir svörum ásamt miðvörðunum Glódísi Perlu Viggósdóttur og Sif Atladóttur, besta leikmanni íslenska liðsins í síðasta leik á móti Frakklandi. Mótherjar dagsins eru svissnesku stelpurnar sem hafa reynst okkar stelpum erfiðar í síðustu leikjum Liðin mættust einu sinni á ári frá 2013-2015 og vann Sviss alla þrjá leikina með markatölunni, 7-0. Fyrsti leikur Íslands undir stjórn Freys Alexanderssonar var einmitt á móti Sviss árið 2013. Það var dapur leikur hjá íslenska liðinu en það er komið langað leið síðan þá. „Það er ýmislegt búið að gerast síðan í þessum athygliverða fyrsta leik mínum með landsliðinu þar sem ég upplifði ýmislegt. Það var ýmislegt sem ég rakst á sem var gott mál. Við spiluðum illa og áttum ekkert skilið úr leiknum. Við erum bara á allt, allt, allt öðrum stað í dag,“ sagði Freyr og bætti við: „Óháð öllum hinum leikjunum sem við höfum spilað við þær og farið illa út úr er þetta nýr dagur, nýr leikur á allt öðrum stað.“ Stelpurnar okkar skoruðu ekki í fyrsta leiknum á EM á móti Frakklandi. Það var ekkert nýtt miðað við það sem hefur verið í gangi hjá liðinu að undanförnu en það hefur ekki skorað í síðustu fjórum leikjum. Markmiðið var aldrei að raða inn mörkunum í Hollandi, sagði landsliðsþjálfarinn.Sif Atladóttir á leið á æfingu í gær.Vísir/TomEngin mörk – ekkert vandamál „Við komum hingað með nokkur markmið sem voru einföld og skýr. Eitt af því var að vera með besta varnarliðið í mótinu. Við lögðum höfuðáherslu á það að spila sterkan varnarleik. Það ákváðum við út frá styrkleikum hópsins okkar og hvernig mótið er og hvaða þjóðir eru hérna og hvað þarf til að ná árangri,“ sagði Freyr sem er á því að markastíflan bresti á morgun. „Ég trúi því að ef við höldum hreinu á morgun þá vinnum við. Það þýðir að við skorum. Eitt stig heldur örlögunum í okkar eigin höndum. Við ætlum okkur samt sem áður sigur.“ Íslenska liðið lenti í miklum áföllum í aðdraganda mótsins en eitt af því var að missa markahrókinn Hörpu Þorsteinsdóttur út vegna barnsburðar. Markaskorun hefur gengið brösulega síðan þá en Freyr minnti á hvernig þetta var í síðustu undankeppni. „Þið megið tala um áhyggjur og það má gagnrýna þetta eins og þið viljið en ég minni á það að við skoruðum mest allra í undankeppninni í okkar riðli og þriðja mest af öllum og áttum markahæsta leikmann í undankeppni EM. Það hefur því ekki verið vandamál hjá okkur en við sem sitjum hér inni vitum alveg hvað er búið að ganga á síðustu átta mánuði hjá okkur,“ sagði Freyr.Frá æfingu íslenska liðsins í gær.Vísir/TomStoppa Sviss Glódís Perla Viggósdóttir hefur mætt Sviss áður og veit hvers svissnesku stelpurnar eru megnugar í sóknarleiknum. Hún hefur samt engar áhyggjur af morgundeginum eftir frammistöðuna á móti Frakklandi. „Þetta eru ekki þannig lagað hættulegri einstaklingar. Þetta eru ekki einstaklingar sem við þurfum að hræðast ef við spilum sama varnarleik og við gerðum á móti Frökkum. Ef við erum allar á tánum og allar saman í þessu þá munum við stoppa þessa einstaklinga,“ sagði Glódís Perla og Sif Atladóttir hefur engar áhyggjur af slæmum minningum frá Tjarnarhæðinni þar sem Ísland tapaði 4-0 fyrir Hollandi í vináttuleik í apríl. „Það eru allir brjálæðislega peppaðir fyrir þennan leik. Við vildum koma hingað aftur. Við þekkjum völlinn vel þannig það eru bara allir spenntir fyrir leiknum. Grasið er grænt og sólin skín og Íslendingar á svæðinu þannig að þetta verður ekki betra,“ sagði Sif Atladóttir.Sara Björk Gunnarsdóttir.Vísir/Tom
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Sjá meira