Systurnar földu tárin undir sólgleraugunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júlí 2017 09:30 Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur eru úti í Hollandi að horfa á íslenska landsliðið. Mynd úr einkasafni Þó að krossbandsslit hafi slökkt í EM draumi systranna Elísu og Margrétar Láru Viðarsdætra eru Eyjameyjarnar engu að síður mættar til Hollands þar sem þær dvelja í sumarhúsabyggð með hátt í þrjátíu manns úr fjölskyldunni, og allir mættir til að styðja stelpurnar okkar. Systrunum fannst erfitt að vera í stúkunni í leiknum gegn Frakklandi. „Mér fannst það mjög erfitt þótt við höfum báðar undirbúið okkur mjög vel. Ég setti upp sólgleraugun í þjóðsöngnum,“ segir Margrét Lára. Tárin voru hins vegar af tvennu tagi. „Bæði er maður svekktur yfir að vera ekki að spila og svo var maður grátandi smá gleðitárum, og nú hljóma ég eins og hundrað ára, en ég er búin að vera í þessu í fimmtán ár og sjá hvað við Íslendingar erum frábærir,“ segir Margrét Lára. Hún minnist þess að fimmtíu manns hafi fylgt liðinu á EM í Finnlandi 2009 en nú eru um þrjú þúsund manns í Hollandi.Margrét Lára Viðarsdóttir og Elísa Viðarsdóttir eru báðar í Hollandi að styðja félaga sína í landsliðinu.Mynd/Björn G. Sigurðsson„Að hafa fengið að fara þennan stiga með liðinu, maður fyllist svo miklu stolti. Maður veit að ásamt fleiri leikmönnum á maður smá þátt í því og það er gaf manni óneitanlega mikla gleði líka.“ Elísa, sem er 26 ára varnarmaður, sleit krossband í vináttulandsleik gegn Hollandi í apríl. Tveimur mánuðum síðar sleit markadrottningin krossband í leik í Pepsi-deild kvenna. Í báðum tilfellum varð fljótlega ljóst að þær yrðu ekki með á EM. Elísa segir það líka lærdómsríkt að kynnast því að vera hinum megin við borðið. „Ég held að maður læri ofboðslega mikið af því. Þetta er eitthvað sem mótíverar mann í endurhæfingunni. Maður einhvern veginn er ofboðslega viljugur að gera þetta vel og koma sterkari til baka,“ segir Elísa. Hún setti sömuleiðis upp sólgleraugun á leiknum en það eru ekki bara stundirnar á vellinum sem þær sakna. Stelpurnar í landsliðinu eru duglegar á samfélagsmiðlum þar sem sjá má að lífið á hótelinu er skemmtilegt, mikið hlegið og stundirnar góðar. „En við eigum líka frábærar stundir hérna saman fjölskyldan,“ segir Elísa. Margrét bætir við: „Það er forvitnilegt að fá að vera hinum megin við borðið. Nú vitum við hvað þau verða að gera á HM eftir tvö ár þegar við verðum í harkinu á vellinum,“ segir Margrét Lára. Tekur hún þar af allan vafa um hvort hún hyggi á endurkomu en Margrét verður 31 árs síðar í mánuðinum. Þær eru bjartsýnar fyrir leikinn gegn Sviss í dag. Margrét minnir á að 1-0 tap gegn Frakklandi séu bestu verstu úrslitin sem hægt var að fá. „Ég sé ekki mörg lið fara svona í gegnum Frakklandsleiki,“ segir Margrét og talar af reynslu. Hún skoraði óvænt sigurmark gegn Frökkum árið 2007 í leik sem markaði upphafið að EM ævintýrum stelpnanna okkar sem sér ekki fyrir endann á. Tíu árum síðar eru þær stoltar af því hvar landsliðið er statt og Elísa segir varnarfærslurnar í Frakklandsleiknum í vikunni hafa verið svo til upp á tíu. „Það eina sem vantaði var smá heppni upp við markið,“ segir Margrét. Liðið hafi eflaust verið aðeins stressað gegn Frökkum, ekki náð að halda boltanum nógu vel innan liðsins sem verði eflaust betra gegn Sviss. „Ég held við séum að fara að vinna þennan leik, ég er eiginlega viss um það.“Margrét Lára spjallaði við strákana í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun en þeir eru mættir til Hollands og senda þátt sinn út frá Doetinchem. EM 2017 í Hollandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sjá meira
Þó að krossbandsslit hafi slökkt í EM draumi systranna Elísu og Margrétar Láru Viðarsdætra eru Eyjameyjarnar engu að síður mættar til Hollands þar sem þær dvelja í sumarhúsabyggð með hátt í þrjátíu manns úr fjölskyldunni, og allir mættir til að styðja stelpurnar okkar. Systrunum fannst erfitt að vera í stúkunni í leiknum gegn Frakklandi. „Mér fannst það mjög erfitt þótt við höfum báðar undirbúið okkur mjög vel. Ég setti upp sólgleraugun í þjóðsöngnum,“ segir Margrét Lára. Tárin voru hins vegar af tvennu tagi. „Bæði er maður svekktur yfir að vera ekki að spila og svo var maður grátandi smá gleðitárum, og nú hljóma ég eins og hundrað ára, en ég er búin að vera í þessu í fimmtán ár og sjá hvað við Íslendingar erum frábærir,“ segir Margrét Lára. Hún minnist þess að fimmtíu manns hafi fylgt liðinu á EM í Finnlandi 2009 en nú eru um þrjú þúsund manns í Hollandi.Margrét Lára Viðarsdóttir og Elísa Viðarsdóttir eru báðar í Hollandi að styðja félaga sína í landsliðinu.Mynd/Björn G. Sigurðsson„Að hafa fengið að fara þennan stiga með liðinu, maður fyllist svo miklu stolti. Maður veit að ásamt fleiri leikmönnum á maður smá þátt í því og það er gaf manni óneitanlega mikla gleði líka.“ Elísa, sem er 26 ára varnarmaður, sleit krossband í vináttulandsleik gegn Hollandi í apríl. Tveimur mánuðum síðar sleit markadrottningin krossband í leik í Pepsi-deild kvenna. Í báðum tilfellum varð fljótlega ljóst að þær yrðu ekki með á EM. Elísa segir það líka lærdómsríkt að kynnast því að vera hinum megin við borðið. „Ég held að maður læri ofboðslega mikið af því. Þetta er eitthvað sem mótíverar mann í endurhæfingunni. Maður einhvern veginn er ofboðslega viljugur að gera þetta vel og koma sterkari til baka,“ segir Elísa. Hún setti sömuleiðis upp sólgleraugun á leiknum en það eru ekki bara stundirnar á vellinum sem þær sakna. Stelpurnar í landsliðinu eru duglegar á samfélagsmiðlum þar sem sjá má að lífið á hótelinu er skemmtilegt, mikið hlegið og stundirnar góðar. „En við eigum líka frábærar stundir hérna saman fjölskyldan,“ segir Elísa. Margrét bætir við: „Það er forvitnilegt að fá að vera hinum megin við borðið. Nú vitum við hvað þau verða að gera á HM eftir tvö ár þegar við verðum í harkinu á vellinum,“ segir Margrét Lára. Tekur hún þar af allan vafa um hvort hún hyggi á endurkomu en Margrét verður 31 árs síðar í mánuðinum. Þær eru bjartsýnar fyrir leikinn gegn Sviss í dag. Margrét minnir á að 1-0 tap gegn Frakklandi séu bestu verstu úrslitin sem hægt var að fá. „Ég sé ekki mörg lið fara svona í gegnum Frakklandsleiki,“ segir Margrét og talar af reynslu. Hún skoraði óvænt sigurmark gegn Frökkum árið 2007 í leik sem markaði upphafið að EM ævintýrum stelpnanna okkar sem sér ekki fyrir endann á. Tíu árum síðar eru þær stoltar af því hvar landsliðið er statt og Elísa segir varnarfærslurnar í Frakklandsleiknum í vikunni hafa verið svo til upp á tíu. „Það eina sem vantaði var smá heppni upp við markið,“ segir Margrét. Liðið hafi eflaust verið aðeins stressað gegn Frökkum, ekki náð að halda boltanum nógu vel innan liðsins sem verði eflaust betra gegn Sviss. „Ég held við séum að fara að vinna þennan leik, ég er eiginlega viss um það.“Margrét Lára spjallaði við strákana í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun en þeir eru mættir til Hollands og senda þátt sinn út frá Doetinchem.
EM 2017 í Hollandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sjá meira