„ Nú er stórleikur framundan hjá stelpunum okkar á Evrópumótinu í knattspyrnu. Fyrr í vikunni fékk ég að hitta þær á hótelinu þeirra í Hollandi og kynntist þá þeirri samheldni, ákveðni, bjartsýni og fagmennsku sem einkennir hópinn,“ segir Guðni forseti í færslu á Facebook.
„Allir standa saman, allir læra af mótlæti, allir staðráðnir í að gera alltaf betur. Og allir hafa hlutverk, allir eru virtir. Læt fylgja hér sjálfu með „dökkbláa teyminu“, hluta fólksins sem sér um að landsliðið geti einbeitt sér að æfingum og leikjum. Áfram Ísland!“
Guðni var í vðitali í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun en hann ætlar með fjölskylduna á leik dagsins.
Leikur Íslands og Sviss í dag hefst klukkan 16 að íslenskum tíma en stuðningsmenn munu fjölmenna á fan-zone í Doetinchem fyrir leik. Heimildir fréttastofu herma að forsetinn ætli að láta sjá sig þar með fjölskyldu sinni.
Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebookog Twitter.