Dagný: Ég er með takkafar yfir öll rifbeinin Tómas Þór Þórðarson í Doetinchem skrifar 22. júlí 2017 19:42 Dagný Brynjarsdóttir í leiknum í kvöld. vísir/getty Dagný Brynjarsdóttir lagði upp mark Íslands á móti Sviss í 2-1 tapinu á Tjarnarhæðinni í kvöld en stelpurnar okkar eru án stiga eftir tvo leiki á Evrópumótinu. Íslenska liðið komst yfir í leiknum með sínu fyrsta marki í síðustu fimm leikjum en fékk svo á sig tvö og tapaði leiknum. „Þetta var ógeðslega svekkjandi. Eftir að við skorum fyrsta markið var þetta í okkar höndum en svo hleypum við þeim inn í leikinn. Við gerum þetta erfitt fyrir okkur og fáum á okkur tvö mörk,“ sagði Dagný við Vísi eftir leik.Viðtalið má sjá hér að neðan.„Við erum ekki vanar að fá á okkur mörk eftir fyrigjafir en ef ég á að segja alveg eins og er man ég ekki það vel eftir mörkunum þeirra. Við þurfum bara að skoða það sem við gerðum ekki vel í dag og bæta það fyrir næsta leik.“ Dagný var tækluð svakalega í byrjun leiks af Lauru Dickermann, fyrirliða Sviss. Sú svissneska stimplaði Dagnýju með sólanum og hefði átt að fá rautt spjald. „Ég er með takkafar á öllum rifbeinunum. Svona leyfði dómarinn leiknum að ganga. Það er eiginlega ótrúlegt að enginn í þessum leik hafi fengið rautt spjald. Mér fannst dómarinn aðeins vera að missa tökin á honum,“ sagði Dagný sem var ósátt með dómarann. „Við erum góðar í loftinu en það er dæmt brot á okkur sama hvað við gerum. Vonandi fáum við almennilega dómara í næsta leik.“ Spilamennska íslenska liðsins var upp og ofan í leiknum en Dagný var ekki alveg búin að melta það svona snemma eftir leik. „Ég er ekkert búin að hugsa út í það. Ég verð bara að horfa á leikinn aftur og sjá hvernig þetta er. Ég hefði viljað sjá okkur halda boltanum betur eins og við gerðum í byrjun. Við þurfum bara að horfa á leikinn og sjá hvað við getum gert betur,“ sagði hún en hvernig var að spila á móti liði sem fór svona mikið í grasið og komst upp með það? „Auðvitað er það erfitt. Maður áttar sig ekki á því hvernig maður á að vinna boltann þegar þær eru bara komnar í grasið um leið og einhver snertir þær. Vonandi verða dómarar í næsta leik sem að sjá þetta. Ég hefði viljað sjá spjald fyrir leikaraskap fljótlega,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Agla María: Átti von á því að eitt mark myndi duga okkur í dag Varamaðurinn Agla María Albertsdóttir var vonsvikin í viðtölum eftir leik en henni fannst það vera klaufaskapur að hleypa inn marki svona stuttu eftir að hafa komist yfir gegn Sviss í dag. 22. júlí 2017 19:15 Harpa: Engin ástæða til að leggjast í þunglyndi Harpa Þorsteinsdóttir kom inn á sem varamaður þegar Ísland tapaði 1-2 fyrir Sviss í C-riðli Evrópumótsins í dag. Hún átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir leikinn. 22. júlí 2017 19:28 Freyr ósáttur við dómgæsluna: Hver er línan á þessu móti? Landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni var ekki skemmt eftir tapið fyrir Sviss í Doetinchem í dag. Hann sagði að frammistaða íslenska liðsins hefði ekki verið nógu góð og að dómgæslan slök. 22. júlí 2017 19:08 Sif: Fengum rétt svo að taka innköst áður en það var dæmt á okkur Miðvörður íslenska landsliðsins, Sif Atladóttir, furðaði sig á línunni sem dómararnir tóku í 1-2 tapi gegn Sviss í dag en henni fannst dómararnir vera full ákafir í að flauta leikinn og stöðva hann. 22. júlí 2017 19:32 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir lagði upp mark Íslands á móti Sviss í 2-1 tapinu á Tjarnarhæðinni í kvöld en stelpurnar okkar eru án stiga eftir tvo leiki á Evrópumótinu. Íslenska liðið komst yfir í leiknum með sínu fyrsta marki í síðustu fimm leikjum en fékk svo á sig tvö og tapaði leiknum. „Þetta var ógeðslega svekkjandi. Eftir að við skorum fyrsta markið var þetta í okkar höndum en svo hleypum við þeim inn í leikinn. Við gerum þetta erfitt fyrir okkur og fáum á okkur tvö mörk,“ sagði Dagný við Vísi eftir leik.Viðtalið má sjá hér að neðan.„Við erum ekki vanar að fá á okkur mörk eftir fyrigjafir en ef ég á að segja alveg eins og er man ég ekki það vel eftir mörkunum þeirra. Við þurfum bara að skoða það sem við gerðum ekki vel í dag og bæta það fyrir næsta leik.“ Dagný var tækluð svakalega í byrjun leiks af Lauru Dickermann, fyrirliða Sviss. Sú svissneska stimplaði Dagnýju með sólanum og hefði átt að fá rautt spjald. „Ég er með takkafar á öllum rifbeinunum. Svona leyfði dómarinn leiknum að ganga. Það er eiginlega ótrúlegt að enginn í þessum leik hafi fengið rautt spjald. Mér fannst dómarinn aðeins vera að missa tökin á honum,“ sagði Dagný sem var ósátt með dómarann. „Við erum góðar í loftinu en það er dæmt brot á okkur sama hvað við gerum. Vonandi fáum við almennilega dómara í næsta leik.“ Spilamennska íslenska liðsins var upp og ofan í leiknum en Dagný var ekki alveg búin að melta það svona snemma eftir leik. „Ég er ekkert búin að hugsa út í það. Ég verð bara að horfa á leikinn aftur og sjá hvernig þetta er. Ég hefði viljað sjá okkur halda boltanum betur eins og við gerðum í byrjun. Við þurfum bara að horfa á leikinn og sjá hvað við getum gert betur,“ sagði hún en hvernig var að spila á móti liði sem fór svona mikið í grasið og komst upp með það? „Auðvitað er það erfitt. Maður áttar sig ekki á því hvernig maður á að vinna boltann þegar þær eru bara komnar í grasið um leið og einhver snertir þær. Vonandi verða dómarar í næsta leik sem að sjá þetta. Ég hefði viljað sjá spjald fyrir leikaraskap fljótlega,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Agla María: Átti von á því að eitt mark myndi duga okkur í dag Varamaðurinn Agla María Albertsdóttir var vonsvikin í viðtölum eftir leik en henni fannst það vera klaufaskapur að hleypa inn marki svona stuttu eftir að hafa komist yfir gegn Sviss í dag. 22. júlí 2017 19:15 Harpa: Engin ástæða til að leggjast í þunglyndi Harpa Þorsteinsdóttir kom inn á sem varamaður þegar Ísland tapaði 1-2 fyrir Sviss í C-riðli Evrópumótsins í dag. Hún átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir leikinn. 22. júlí 2017 19:28 Freyr ósáttur við dómgæsluna: Hver er línan á þessu móti? Landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni var ekki skemmt eftir tapið fyrir Sviss í Doetinchem í dag. Hann sagði að frammistaða íslenska liðsins hefði ekki verið nógu góð og að dómgæslan slök. 22. júlí 2017 19:08 Sif: Fengum rétt svo að taka innköst áður en það var dæmt á okkur Miðvörður íslenska landsliðsins, Sif Atladóttir, furðaði sig á línunni sem dómararnir tóku í 1-2 tapi gegn Sviss í dag en henni fannst dómararnir vera full ákafir í að flauta leikinn og stöðva hann. 22. júlí 2017 19:32 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Sjá meira
Agla María: Átti von á því að eitt mark myndi duga okkur í dag Varamaðurinn Agla María Albertsdóttir var vonsvikin í viðtölum eftir leik en henni fannst það vera klaufaskapur að hleypa inn marki svona stuttu eftir að hafa komist yfir gegn Sviss í dag. 22. júlí 2017 19:15
Harpa: Engin ástæða til að leggjast í þunglyndi Harpa Þorsteinsdóttir kom inn á sem varamaður þegar Ísland tapaði 1-2 fyrir Sviss í C-riðli Evrópumótsins í dag. Hún átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir leikinn. 22. júlí 2017 19:28
Freyr ósáttur við dómgæsluna: Hver er línan á þessu móti? Landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni var ekki skemmt eftir tapið fyrir Sviss í Doetinchem í dag. Hann sagði að frammistaða íslenska liðsins hefði ekki verið nógu góð og að dómgæslan slök. 22. júlí 2017 19:08
Sif: Fengum rétt svo að taka innköst áður en það var dæmt á okkur Miðvörður íslenska landsliðsins, Sif Atladóttir, furðaði sig á línunni sem dómararnir tóku í 1-2 tapi gegn Sviss í dag en henni fannst dómararnir vera full ákafir í að flauta leikinn og stöðva hann. 22. júlí 2017 19:32