Fótbolti

Svona lítur maginn á Dagnýju út eftir tæklinguna frá fyrirliða Sviss

Tómas Þór Þórðarson í Ermelo skrifar
Dagný Brynjarsdóttir er merkt eftir þessa rugluðu tæklingu í gær.
Dagný Brynjarsdóttir er merkt eftir þessa rugluðu tæklingu í gær. vísir/tom
Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, laug engu í viðtali eftir tapið gegn Sviss í gærkvöldi þegar hún sagðist vera með takkafar yfir allan kviðinn eftir svakalega tæklingu Lauru Dickenmann, fyrirliða Sviss.

Dagný mætti á æfingu íslenska landsliðsins í morgun en tók ekki þátt frekar en aðrar sem voru í byrjunarliðinu. Þær voru bara í endurheimt, nuddi og að teygja á eftir að leggja allt í sölurnar í gær.

Rangæingurinn sýndi sárin á æfingunni í morgun og sést vel hvernig Dickenmann stimplaði Dagnýju algjörlega yfir öll rifbeinin eins og hún lýsti sjálf í gær. Dagný var eðlilega svekkt með úrslitin og ekki hjálpaði til að sú svissneska slapp með gult spjald fyrir þessa tæklingu.

Stelpurnar reyndu að vera léttar þrátt fyrir vonbrigðin og kölluðu nokkrar á Dagný þegar hún sýndi sárin: „Mundu að spenna magavöðvna.“ Dagný brosti.

Hér að neðan má sjá fleiri myndir af sárum Dagnýjar.

Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter.

Vel merkt.vísir/tom
vísir/tom

Tengdar fréttir

EM í dag: Grátur og gnístan tanna á Tjarnarhæðinni

Dómgæslan á mótinu fær sína gagnrýni en okkar menn líta líka raunsætt á hlutina. Af hverju hefur gengi liðsins hefur ekki verið betra, þ.e. stigasöfnunin þótt ekkert vanti upp á framlagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×