Endurfundir í Hollandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júlí 2017 09:00 Hollendingurinn Peter Houwer mætir í stúkuna á morgun og tekur víkingaklapp í íslenskri landsliðstreyju merktri Dagnýju. vísir/tom Leikur Íslands gegn Hollandi í riðlakeppni EM kvenna í Svíþjóð sumarið 2013 er ekki aðeins minnisstæður fyrir frækinn íslenskan sigur. Mark Dagnýjar Brynjarsdóttur tryggði Íslandi sæti í átta liða úrslitum mótsins á kostnað Hollands. Brynjar Svansson, faðir Dagnýjar, eignaðist vin þennan dag, Hollendinginn Peter Houwer, sem hefur bæði heimsótt hann til Íslands og var mættur á leikinn gegn Sviss á laugardaginn. Þeir Brynjar og Peter hittust fyrir leikinn í Växjö fyrir fjórum árum. „Þá benti ég honum á að við myndum vinna Hollendinga en hann var ósammála,“ segir Brynjar sem gat sannarlega fagnað í leikslok. „Ég hitti hann svo aftur á bar um kvöldið, hann bauð mér upp á drykk og við skiptumst á treyjum. Við höfum verið í sambandi síðan.“ Vinur Peters er faðir landsliðsmarkvarðar Hollands. Fylgir Peter því liðinu afar vel eftir og styður það. Árið 2015 mættust Ísland og Holland í vináttuleik og Peter kíkti í heimsókn.Brynjar Peter„Ég fór með hann gullna hringinn,“ segir Brynjar sem er búsettur á Hellu eins og móðir Dagnýjar og hennar nánasta fjölskylda. Brynjar og Peter fóru saman á viðureign Íslands og Sviss í Doetinchem á laugardaginn, báðir í bláum treyjum númer 10 merktum Dagnýju. Treyja Peters er merkt Dagný og treyja pabbans Brynjarsdóttir. „Hann er stuðningsmaður Íslands,“ segir Brynjar. Peter ætlar líka á leikinn í Rotterdam á morgun og ætlar að taka tvo, þrjá vini með sér. Fleiri Hollendingar eru klæddir í íslenska landsliðstreyju númer tíu fyrir tilstilli Brynjars. Hann hitti nokkra Hollendinga í íþróttavöruverslun á laugardaginn sem ætluðu að kaupa sér íslensku landsliðstreyjuna. „Þeir voru að spyrja mig hvað Brynjarsdóttir þýddi,“ segir Brynjar. Hann hafi útskýrt fyrir þeim að leikmaður númer tíu væri dóttir hans og hann héti Brynjar. Því stæði Brynjarsdóttir. „Þeim fannst þetta svo æðislegt að þeir ætluðu að skella tíunni á bakið.“ Dagný og stelpurnar okkar mæta Austurríki á morgun í Rotterdam. Dagný segist verða klár í slaginn en hún fékk að kenna á tökkum fyrirliða Sviss, Lauru Dickenmann, í tapleiknum á laugardaginn svo stórsá á henni. „Þær hafa ábyggilega ætlað að slátra henni. Það eru það miklir áverkar á henni,“ segir Brynjar. Fyrirliði Sviss fékk aðeins gult spjald en verðskuldaði rautt. „Maður sá að þær voru að nuddast í henni allan leikinn vitandi að hún væri meidd.“ EM 2017 í Hollandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira
Leikur Íslands gegn Hollandi í riðlakeppni EM kvenna í Svíþjóð sumarið 2013 er ekki aðeins minnisstæður fyrir frækinn íslenskan sigur. Mark Dagnýjar Brynjarsdóttur tryggði Íslandi sæti í átta liða úrslitum mótsins á kostnað Hollands. Brynjar Svansson, faðir Dagnýjar, eignaðist vin þennan dag, Hollendinginn Peter Houwer, sem hefur bæði heimsótt hann til Íslands og var mættur á leikinn gegn Sviss á laugardaginn. Þeir Brynjar og Peter hittust fyrir leikinn í Växjö fyrir fjórum árum. „Þá benti ég honum á að við myndum vinna Hollendinga en hann var ósammála,“ segir Brynjar sem gat sannarlega fagnað í leikslok. „Ég hitti hann svo aftur á bar um kvöldið, hann bauð mér upp á drykk og við skiptumst á treyjum. Við höfum verið í sambandi síðan.“ Vinur Peters er faðir landsliðsmarkvarðar Hollands. Fylgir Peter því liðinu afar vel eftir og styður það. Árið 2015 mættust Ísland og Holland í vináttuleik og Peter kíkti í heimsókn.Brynjar Peter„Ég fór með hann gullna hringinn,“ segir Brynjar sem er búsettur á Hellu eins og móðir Dagnýjar og hennar nánasta fjölskylda. Brynjar og Peter fóru saman á viðureign Íslands og Sviss í Doetinchem á laugardaginn, báðir í bláum treyjum númer 10 merktum Dagnýju. Treyja Peters er merkt Dagný og treyja pabbans Brynjarsdóttir. „Hann er stuðningsmaður Íslands,“ segir Brynjar. Peter ætlar líka á leikinn í Rotterdam á morgun og ætlar að taka tvo, þrjá vini með sér. Fleiri Hollendingar eru klæddir í íslenska landsliðstreyju númer tíu fyrir tilstilli Brynjars. Hann hitti nokkra Hollendinga í íþróttavöruverslun á laugardaginn sem ætluðu að kaupa sér íslensku landsliðstreyjuna. „Þeir voru að spyrja mig hvað Brynjarsdóttir þýddi,“ segir Brynjar. Hann hafi útskýrt fyrir þeim að leikmaður númer tíu væri dóttir hans og hann héti Brynjar. Því stæði Brynjarsdóttir. „Þeim fannst þetta svo æðislegt að þeir ætluðu að skella tíunni á bakið.“ Dagný og stelpurnar okkar mæta Austurríki á morgun í Rotterdam. Dagný segist verða klár í slaginn en hún fékk að kenna á tökkum fyrirliða Sviss, Lauru Dickenmann, í tapleiknum á laugardaginn svo stórsá á henni. „Þær hafa ábyggilega ætlað að slátra henni. Það eru það miklir áverkar á henni,“ segir Brynjar. Fyrirliði Sviss fékk aðeins gult spjald en verðskuldaði rautt. „Maður sá að þær voru að nuddast í henni allan leikinn vitandi að hún væri meidd.“
EM 2017 í Hollandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira