Fleiri fyrirtæki farin að kanna vímuefnanotkun starfsmanna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. júlí 2017 06:00 Munnvatn starfsmanna er prófað til að kanna mögulega vímuefnanotkun. Nordicphotos/Getty Talsverð aukning hefur orðið á því að fyrirtæki hafi samband við Öryggismiðstöðina og óski eftir vímuefnaskimun fyrir starfsmenn. Þetta staðfestir Erla Björk Sverrisdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri hjá Öryggismiðstöðinni. „Aukningin er ekki gríðarleg en þetta var mjög lítið til að byrja með. Svo hefur þetta verið að koma smám saman og það er mikið um fyrirspurnir. Þetta eru mikið til stór fyrirtæki. Til að mynda rútufyrirtæki og þau sem eru með mikla ábyrgð á þungavélum,“ segir hún. Erla segir fyrirkomulagið oftast þannig að starfsmannastjóri fyrirtækis ákveði hverjir séu prófaðir hverju sinni. Til þess aflar hann svo upplýsts samþykkis viðkomandi starfsmanna, sem er í sumum tilfellum innifalið í ráðningarsamningi. Ef samþykki liggur ekki fyrir er viðkomandi starfsmaður ekki prófaður. Hið sama myndi gilda um tilfelli þar sem starfsmaður neitaði prófi á staðnum. Það hefur þó ekki gerst. Þegar hjúkrunarfræðingur kemur á staðinn notar hann annars vegar áfengismæli og svo munnvatnsmæli sem mælir vímuefni. „Starfsmenn blása í áfengismælinn og svo er tekið munnvatnspróf. Iðulega eru niðurstöður vímuefnaskimunarinnar komnar innan fimm mínútna,“ segir Erla. Óalgengt er að starfsmenn falli á prófinu. „Það er ekki mikið um það svo ég viti. Ég held að þetta sé meira öryggisatriði. Bæði fyrir starfsmanninn sjálfan og líka fyrir viðskiptavini og vinnuveitanda.“ Erla segir skýringuna á auknum fjölda skimana og fyrirspurna líklega felast í aukinni umræðu. „Öryggismiðstöðin er búin að vera með þessa þjónustu í fimm eða sex ár og þetta hefur spurst út. Við höfum alltaf auglýst okkur þótt það hafi ekki verið stórar auglýsingar,“ segir Erla og bætir við: „Ég held að þetta sé einfaldlega liður í öryggisáætlunum fyrirtækja. Þá geta þau sýnt fram á að starfsfólk þeirra hafi farið í svona próf. En svo kemur alltaf eitt og eitt tilfelli þar sem grunur liggur fyrir um vímuefnanotkun einhverra starfsmanna og þá erum við líka kölluð til.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Talsverð aukning hefur orðið á því að fyrirtæki hafi samband við Öryggismiðstöðina og óski eftir vímuefnaskimun fyrir starfsmenn. Þetta staðfestir Erla Björk Sverrisdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri hjá Öryggismiðstöðinni. „Aukningin er ekki gríðarleg en þetta var mjög lítið til að byrja með. Svo hefur þetta verið að koma smám saman og það er mikið um fyrirspurnir. Þetta eru mikið til stór fyrirtæki. Til að mynda rútufyrirtæki og þau sem eru með mikla ábyrgð á þungavélum,“ segir hún. Erla segir fyrirkomulagið oftast þannig að starfsmannastjóri fyrirtækis ákveði hverjir séu prófaðir hverju sinni. Til þess aflar hann svo upplýsts samþykkis viðkomandi starfsmanna, sem er í sumum tilfellum innifalið í ráðningarsamningi. Ef samþykki liggur ekki fyrir er viðkomandi starfsmaður ekki prófaður. Hið sama myndi gilda um tilfelli þar sem starfsmaður neitaði prófi á staðnum. Það hefur þó ekki gerst. Þegar hjúkrunarfræðingur kemur á staðinn notar hann annars vegar áfengismæli og svo munnvatnsmæli sem mælir vímuefni. „Starfsmenn blása í áfengismælinn og svo er tekið munnvatnspróf. Iðulega eru niðurstöður vímuefnaskimunarinnar komnar innan fimm mínútna,“ segir Erla. Óalgengt er að starfsmenn falli á prófinu. „Það er ekki mikið um það svo ég viti. Ég held að þetta sé meira öryggisatriði. Bæði fyrir starfsmanninn sjálfan og líka fyrir viðskiptavini og vinnuveitanda.“ Erla segir skýringuna á auknum fjölda skimana og fyrirspurna líklega felast í aukinni umræðu. „Öryggismiðstöðin er búin að vera með þessa þjónustu í fimm eða sex ár og þetta hefur spurst út. Við höfum alltaf auglýst okkur þótt það hafi ekki verið stórar auglýsingar,“ segir Erla og bætir við: „Ég held að þetta sé einfaldlega liður í öryggisáætlunum fyrirtækja. Þá geta þau sýnt fram á að starfsfólk þeirra hafi farið í svona próf. En svo kemur alltaf eitt og eitt tilfelli þar sem grunur liggur fyrir um vímuefnanotkun einhverra starfsmanna og þá erum við líka kölluð til.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira