Freyr: Vonbrigði og svekkelsi í bland við reiði Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. júlí 2017 10:45 Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, svekkt eftir tapið á móti Sviss. vísir/getty Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu eru allar mjög svekktar og daprar yfir því að vera úr leik á EM 2017 í fótbolta á sama tíma og þær eru stoltar af því sem þær hafa lagt í verkefnið í Hollandi. Íslensku leikmennirnir reyna vitaskuld að halda haus enda einn leikur eftir þar sem stefnt er á sigur en Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, viðurkenndi á blaðamannafundi í dag að lífið gæti verið betra þessa dagana hjá stelpunum okkar. „Þegar maður setur sér háleit markmið veit maður innst inni að því fylgir ákveðin ábyrgð og því geta vonbrigði verið fylgifiskur þess að setja sér háleit markmið,“ sagði Freyr og lýsti líðan leikmanna þessa dagana: „Það eru vonbrigði og svekkelsi í bland við reiði inn á milli,“ sagði hann. Freyr ítrekaði þó að háleit markmið eru mikilvæg. Þori íþróttamenn ekki að ná árangri er íslenskt íþróttalíf ekki neitt lengur, sagði hann. „Íslenskt íþróttalíf snýst um að þora og leggja meira á sig en aðrir. Það höfum við séð lengi,“ sagði Freyr. „Maður verður bara taka vonbrigðunum þegar einhver úrslit falla ekki með þér. Við erum bara að safna orku núna líkamlega en eftir gærkvöldið held ég að við séum allir sammála um að leikmenn eru klárir í báta fyrir miðvikudaginn,“ sagði Freyr Alexandersson.Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir „Finnst ég standa einn í storminum“ Freyr Alexandersson segist ekki geta staðið lengur einn í baráttunni um U23 ára landslið kvenna. 24. júlí 2017 10:15 Innhólfið hjá Frey fullt af fyrirspurnum um stelpurnar Við græðum ekkert á miðlungsklúbbum í Noregi, segir landsliðsþjálfarinn. 24. júlí 2017 09:46 Enn þá skrefi á eftir þeim bestu Stelpurnar okkar eru úr leik á EM. Skelfilegur laugardagur sá um það þar sem Ísland tapaði fyrir Sviss og fékk svo engan greiða frá Frakklandi. Litlu hlutirnir féllu ekki með Íslandi sem tapaði fyrir betri liðum. 24. júlí 2017 06:00 Endurfundir í Hollandi "Hann er stuðningsmaður Íslands,“ segir Brynjar Svansson, faðir Dagnýjar Brynjarsdóttur, sem er duglegur að klæða Hollendinga í bláar landsliðstreyjur. 24. júlí 2017 09:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Sjá meira
Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu eru allar mjög svekktar og daprar yfir því að vera úr leik á EM 2017 í fótbolta á sama tíma og þær eru stoltar af því sem þær hafa lagt í verkefnið í Hollandi. Íslensku leikmennirnir reyna vitaskuld að halda haus enda einn leikur eftir þar sem stefnt er á sigur en Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, viðurkenndi á blaðamannafundi í dag að lífið gæti verið betra þessa dagana hjá stelpunum okkar. „Þegar maður setur sér háleit markmið veit maður innst inni að því fylgir ákveðin ábyrgð og því geta vonbrigði verið fylgifiskur þess að setja sér háleit markmið,“ sagði Freyr og lýsti líðan leikmanna þessa dagana: „Það eru vonbrigði og svekkelsi í bland við reiði inn á milli,“ sagði hann. Freyr ítrekaði þó að háleit markmið eru mikilvæg. Þori íþróttamenn ekki að ná árangri er íslenskt íþróttalíf ekki neitt lengur, sagði hann. „Íslenskt íþróttalíf snýst um að þora og leggja meira á sig en aðrir. Það höfum við séð lengi,“ sagði Freyr. „Maður verður bara taka vonbrigðunum þegar einhver úrslit falla ekki með þér. Við erum bara að safna orku núna líkamlega en eftir gærkvöldið held ég að við séum allir sammála um að leikmenn eru klárir í báta fyrir miðvikudaginn,“ sagði Freyr Alexandersson.Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir „Finnst ég standa einn í storminum“ Freyr Alexandersson segist ekki geta staðið lengur einn í baráttunni um U23 ára landslið kvenna. 24. júlí 2017 10:15 Innhólfið hjá Frey fullt af fyrirspurnum um stelpurnar Við græðum ekkert á miðlungsklúbbum í Noregi, segir landsliðsþjálfarinn. 24. júlí 2017 09:46 Enn þá skrefi á eftir þeim bestu Stelpurnar okkar eru úr leik á EM. Skelfilegur laugardagur sá um það þar sem Ísland tapaði fyrir Sviss og fékk svo engan greiða frá Frakklandi. Litlu hlutirnir féllu ekki með Íslandi sem tapaði fyrir betri liðum. 24. júlí 2017 06:00 Endurfundir í Hollandi "Hann er stuðningsmaður Íslands,“ segir Brynjar Svansson, faðir Dagnýjar Brynjarsdóttur, sem er duglegur að klæða Hollendinga í bláar landsliðstreyjur. 24. júlí 2017 09:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Sjá meira
„Finnst ég standa einn í storminum“ Freyr Alexandersson segist ekki geta staðið lengur einn í baráttunni um U23 ára landslið kvenna. 24. júlí 2017 10:15
Innhólfið hjá Frey fullt af fyrirspurnum um stelpurnar Við græðum ekkert á miðlungsklúbbum í Noregi, segir landsliðsþjálfarinn. 24. júlí 2017 09:46
Enn þá skrefi á eftir þeim bestu Stelpurnar okkar eru úr leik á EM. Skelfilegur laugardagur sá um það þar sem Ísland tapaði fyrir Sviss og fékk svo engan greiða frá Frakklandi. Litlu hlutirnir féllu ekki með Íslandi sem tapaði fyrir betri liðum. 24. júlí 2017 06:00
Endurfundir í Hollandi "Hann er stuðningsmaður Íslands,“ segir Brynjar Svansson, faðir Dagnýjar Brynjarsdóttur, sem er duglegur að klæða Hollendinga í bláar landsliðstreyjur. 24. júlí 2017 09:00