Viðarsdætur gera armbeygjur á morgnana og styðja stelpurnar á kvöldin Tómas Þór Þórðarson í Ermelo skrifar 24. júlí 2017 19:30 Systurnar Margrét og Elísa Viðarsdætur gátu ekki tekið þátt á EM vegna meiðsla. Þær eru samt sem áður í Hollandi að styðja stelpurnar okkar. Eyjastelpurnar slitu báðar krossband skömmu fyrir Evrópumótið. Svekkelsið vitaskuld ævintýralegt hjá þeim og Margrét viðurkennir að það er erfitt að horfa á þetta úr fjarska; jafnt leikina og alla umfjöllunina. „Já, mjög. Það er nánast verið að strá salti í sárin alla daga. Við erum bara ótrúlega einbeittar á það sem við erum að gera. Við erum að æfa á fullu hérna úti og vorum að gera það úti líka. Við erum að gera allt sem við getum gert til að ná bata. Við erum líka að styðja stelpurnar en óneitanlega er þetta gríðarlega svekkjandi og mjög erfitt,“ segir Margrét. Margrét og Elísa eru ekki bara að sóla sig og njóta lífsins í Hollandi heldur gera þær æfingar á hverjum degi úti í garði. „Við erum í svona hálfgerðri æfingaferð eða meðferðar-ferð. Það kostar mikla vinnu ef maður ætlar að koma almennilega til baka. Við ætlum að reyna að gera það eins vel og við getum og svo vonandi, ef við erum nægilega samviskusamar, verður þetta góð endurkoma,“ segir Elísa. Báðar ætla sér endurkomu í landsliðið og láta sig dreyma um að spila saman á HM 2019. „Það væri bara draumi líkast að ganga þar saman inn á völlinn, systurnar. Það er stefnan að ná því með landsliðinu en maður hefur ekki fullkomlega stjórn á þessu,“ segir Margrét. Þrátt fyrir að þessar tvær Eyjakonur eru úr leik er önnur Eyjamær búin að byrja báða leiki liðsins á mótinu. Það er grjótharði miðjunaglinn Sigríður Lára Garðarsdóttir sem þær eru báðar mjög stoltar af. „Það vill enginn lenda í Sísí. Það er gaman að fylgjast með henni og framtíðin er algjörlega hennar,“ segir Margrét og Elísa tekur undir orð systur sinnar. „Sísi eru tveir persónuleikar. Það er einn innan vallar og einn utan vallar. Hún myndi ekki gera flugu mein utan vallar því hún er frábær og yndisleg stelpa en það er gott að geta skipt um gír inn á vellinum því þar kannski þarftu stundum að gera meira en flugu mein,“ segir Elísa Viðarsdóttir. Allt innslagið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að neðan. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Vonbrigði og svekkelsi í bland við reiði Stelpurnar okkar eru svekktar að vera úr leik á EM 2017. 24. júlí 2017 10:45 Enn þá skrefi á eftir þeim bestu Stelpurnar okkar eru úr leik á EM. Skelfilegur laugardagur sá um það þar sem Ísland tapaði fyrir Sviss og fékk svo engan greiða frá Frakklandi. Litlu hlutirnir féllu ekki með Íslandi sem tapaði fyrir betri liðum. 24. júlí 2017 06:00 Sjáðu blaðamannafund þjálfaranna í heild sinni Freyr Alexandersson, Ásmundur Guðni Haraldsson og Ólafur Pétursson sátu fyrir svörum á æfingasvæði liðsins í dag. 24. júlí 2017 11:15 Endurfundir í Hollandi "Hann er stuðningsmaður Íslands,“ segir Brynjar Svansson, faðir Dagnýjar Brynjarsdóttur, sem er duglegur að klæða Hollendinga í bláar landsliðstreyjur. 24. júlí 2017 09:00 EM í dag: Typpalingarnir hennar Eddu Garðars Ætli einhver leikmaður íslenska landsliðsins sé með umboðsmann? Af hverju er Fanndís Friðriksdóttir ekki hjá toppliði í Svíþjóð? Innhólfið hjá Frey er stútfullt. 24. júlí 2017 11:30 Katrín: Ísland er ekki að dragast aftur úr Fyrrum landsliðsfyrirliði segir að það hafi mikið breyst í kringum íslenska landsliðið á skömmum tíma. 24. júlí 2017 13:45 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Sjá meira
Systurnar Margrét og Elísa Viðarsdætur gátu ekki tekið þátt á EM vegna meiðsla. Þær eru samt sem áður í Hollandi að styðja stelpurnar okkar. Eyjastelpurnar slitu báðar krossband skömmu fyrir Evrópumótið. Svekkelsið vitaskuld ævintýralegt hjá þeim og Margrét viðurkennir að það er erfitt að horfa á þetta úr fjarska; jafnt leikina og alla umfjöllunina. „Já, mjög. Það er nánast verið að strá salti í sárin alla daga. Við erum bara ótrúlega einbeittar á það sem við erum að gera. Við erum að æfa á fullu hérna úti og vorum að gera það úti líka. Við erum að gera allt sem við getum gert til að ná bata. Við erum líka að styðja stelpurnar en óneitanlega er þetta gríðarlega svekkjandi og mjög erfitt,“ segir Margrét. Margrét og Elísa eru ekki bara að sóla sig og njóta lífsins í Hollandi heldur gera þær æfingar á hverjum degi úti í garði. „Við erum í svona hálfgerðri æfingaferð eða meðferðar-ferð. Það kostar mikla vinnu ef maður ætlar að koma almennilega til baka. Við ætlum að reyna að gera það eins vel og við getum og svo vonandi, ef við erum nægilega samviskusamar, verður þetta góð endurkoma,“ segir Elísa. Báðar ætla sér endurkomu í landsliðið og láta sig dreyma um að spila saman á HM 2019. „Það væri bara draumi líkast að ganga þar saman inn á völlinn, systurnar. Það er stefnan að ná því með landsliðinu en maður hefur ekki fullkomlega stjórn á þessu,“ segir Margrét. Þrátt fyrir að þessar tvær Eyjakonur eru úr leik er önnur Eyjamær búin að byrja báða leiki liðsins á mótinu. Það er grjótharði miðjunaglinn Sigríður Lára Garðarsdóttir sem þær eru báðar mjög stoltar af. „Það vill enginn lenda í Sísí. Það er gaman að fylgjast með henni og framtíðin er algjörlega hennar,“ segir Margrét og Elísa tekur undir orð systur sinnar. „Sísi eru tveir persónuleikar. Það er einn innan vallar og einn utan vallar. Hún myndi ekki gera flugu mein utan vallar því hún er frábær og yndisleg stelpa en það er gott að geta skipt um gír inn á vellinum því þar kannski þarftu stundum að gera meira en flugu mein,“ segir Elísa Viðarsdóttir. Allt innslagið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að neðan.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Vonbrigði og svekkelsi í bland við reiði Stelpurnar okkar eru svekktar að vera úr leik á EM 2017. 24. júlí 2017 10:45 Enn þá skrefi á eftir þeim bestu Stelpurnar okkar eru úr leik á EM. Skelfilegur laugardagur sá um það þar sem Ísland tapaði fyrir Sviss og fékk svo engan greiða frá Frakklandi. Litlu hlutirnir féllu ekki með Íslandi sem tapaði fyrir betri liðum. 24. júlí 2017 06:00 Sjáðu blaðamannafund þjálfaranna í heild sinni Freyr Alexandersson, Ásmundur Guðni Haraldsson og Ólafur Pétursson sátu fyrir svörum á æfingasvæði liðsins í dag. 24. júlí 2017 11:15 Endurfundir í Hollandi "Hann er stuðningsmaður Íslands,“ segir Brynjar Svansson, faðir Dagnýjar Brynjarsdóttur, sem er duglegur að klæða Hollendinga í bláar landsliðstreyjur. 24. júlí 2017 09:00 EM í dag: Typpalingarnir hennar Eddu Garðars Ætli einhver leikmaður íslenska landsliðsins sé með umboðsmann? Af hverju er Fanndís Friðriksdóttir ekki hjá toppliði í Svíþjóð? Innhólfið hjá Frey er stútfullt. 24. júlí 2017 11:30 Katrín: Ísland er ekki að dragast aftur úr Fyrrum landsliðsfyrirliði segir að það hafi mikið breyst í kringum íslenska landsliðið á skömmum tíma. 24. júlí 2017 13:45 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Sjá meira
Freyr: Vonbrigði og svekkelsi í bland við reiði Stelpurnar okkar eru svekktar að vera úr leik á EM 2017. 24. júlí 2017 10:45
Enn þá skrefi á eftir þeim bestu Stelpurnar okkar eru úr leik á EM. Skelfilegur laugardagur sá um það þar sem Ísland tapaði fyrir Sviss og fékk svo engan greiða frá Frakklandi. Litlu hlutirnir féllu ekki með Íslandi sem tapaði fyrir betri liðum. 24. júlí 2017 06:00
Sjáðu blaðamannafund þjálfaranna í heild sinni Freyr Alexandersson, Ásmundur Guðni Haraldsson og Ólafur Pétursson sátu fyrir svörum á æfingasvæði liðsins í dag. 24. júlí 2017 11:15
Endurfundir í Hollandi "Hann er stuðningsmaður Íslands,“ segir Brynjar Svansson, faðir Dagnýjar Brynjarsdóttur, sem er duglegur að klæða Hollendinga í bláar landsliðstreyjur. 24. júlí 2017 09:00
EM í dag: Typpalingarnir hennar Eddu Garðars Ætli einhver leikmaður íslenska landsliðsins sé með umboðsmann? Af hverju er Fanndís Friðriksdóttir ekki hjá toppliði í Svíþjóð? Innhólfið hjá Frey er stútfullt. 24. júlí 2017 11:30
Katrín: Ísland er ekki að dragast aftur úr Fyrrum landsliðsfyrirliði segir að það hafi mikið breyst í kringum íslenska landsliðið á skömmum tíma. 24. júlí 2017 13:45