Svikasímtalið kostaði um 200 krónur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. júlí 2017 20:00 Fólk getur setið uppi með háan reikning láti það blekkjast af símaóværu líkt og þeirri sem herjaði á landsmenn í gærkvöld og í morgun. Lögregla bendir fólki á að svara ekki óþekktum númerum. Lögreglu hafa borist fjölmargar tilkynningar vegna símtala úr erlendu númeri í gær og í dag. Hringt var í hvert símanúmer í nokkrar sekúndur áður en skellt var á. Ekki liggur fyrir hvaðan var hringt en landsnúmerið sem birtist á skjánum skiptir engu máli þar sem tölvan sem notuð er til svikanna getur verið á öðrum stað en svikarinn sjálfur. Símaóværa sem þessu verður sífellt algengari en að sögn lögreglu hafa engar tilkynningar um fjártjón borist. Ýmsar leiðir eru þó færar við svikin og er þetta algengt í nágrannalöndum. „Þá voru svona innhringisvik mjög tíð og þá er hringt í viðkomandi og skellt á. Ef viðkomandi hringdi til baka var hann kominn í samband við einhvers konar símþjónustu með hátt símgjald," segir Svava Snæberg Hrafnkelsdóttir, rannsóknarlögreglumaður. Þó að upphæðirnar séu ekki háar getur verið eftir nokkru að slægjast þegar umfang símasvindlsins er mikið. Ef ég fengi eina krónu frá hverjum Íslending er það ágætis upphæð í heildina en hver og einn verður ekki fyrir miklu fjártjóni. Hún hvetur fólk til þess að svara ekki ókunnugum númerum og horfa gagnrýnum augum á hringilistann sinn. Búið er að loka fyrir hringingar úr símanúmerunum sem herjuðu á Íslendinga en markaðsstjóri Vodafone segir símtalið ekki hafa verið dýrt í þetta skiptið. „Ef við tökum bara meðalfjölda þeirra sem hringja til baka að þá er meðalkostnaðurinn í kringum 200 krónur á hvern viðskiptavin," segir Bára Mjöll Þórðardóttir, markaðsstjóri Vodafone. Upphæðirnar geta þó alltaf verið hærri og situr viðskiptavinurinn oftast uppi með kostnaðinn ef svikarinn er ekki sóttur til saka. „Þetta er kostnaður sem stofnast klárlega af því að þú tekur upp símann og hringir. Þess vegna er mjög mikilvægt að vera meðvitaður um að vera ekki að hringja í erlend númer sem þú þekkir ekki," segir Bára.En hvernig komast brotamenn yfir símanúmerin? „Allar svona upplýsingar eru aðgengilegar á heimasíðu Póst- og fjarskiptastofnunar þannig þeir geta nálgast þau þar," segir Bára. Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Fólk getur setið uppi með háan reikning láti það blekkjast af símaóværu líkt og þeirri sem herjaði á landsmenn í gærkvöld og í morgun. Lögregla bendir fólki á að svara ekki óþekktum númerum. Lögreglu hafa borist fjölmargar tilkynningar vegna símtala úr erlendu númeri í gær og í dag. Hringt var í hvert símanúmer í nokkrar sekúndur áður en skellt var á. Ekki liggur fyrir hvaðan var hringt en landsnúmerið sem birtist á skjánum skiptir engu máli þar sem tölvan sem notuð er til svikanna getur verið á öðrum stað en svikarinn sjálfur. Símaóværa sem þessu verður sífellt algengari en að sögn lögreglu hafa engar tilkynningar um fjártjón borist. Ýmsar leiðir eru þó færar við svikin og er þetta algengt í nágrannalöndum. „Þá voru svona innhringisvik mjög tíð og þá er hringt í viðkomandi og skellt á. Ef viðkomandi hringdi til baka var hann kominn í samband við einhvers konar símþjónustu með hátt símgjald," segir Svava Snæberg Hrafnkelsdóttir, rannsóknarlögreglumaður. Þó að upphæðirnar séu ekki háar getur verið eftir nokkru að slægjast þegar umfang símasvindlsins er mikið. Ef ég fengi eina krónu frá hverjum Íslending er það ágætis upphæð í heildina en hver og einn verður ekki fyrir miklu fjártjóni. Hún hvetur fólk til þess að svara ekki ókunnugum númerum og horfa gagnrýnum augum á hringilistann sinn. Búið er að loka fyrir hringingar úr símanúmerunum sem herjuðu á Íslendinga en markaðsstjóri Vodafone segir símtalið ekki hafa verið dýrt í þetta skiptið. „Ef við tökum bara meðalfjölda þeirra sem hringja til baka að þá er meðalkostnaðurinn í kringum 200 krónur á hvern viðskiptavin," segir Bára Mjöll Þórðardóttir, markaðsstjóri Vodafone. Upphæðirnar geta þó alltaf verið hærri og situr viðskiptavinurinn oftast uppi með kostnaðinn ef svikarinn er ekki sóttur til saka. „Þetta er kostnaður sem stofnast klárlega af því að þú tekur upp símann og hringir. Þess vegna er mjög mikilvægt að vera meðvitaður um að vera ekki að hringja í erlend númer sem þú þekkir ekki," segir Bára.En hvernig komast brotamenn yfir símanúmerin? „Allar svona upplýsingar eru aðgengilegar á heimasíðu Póst- og fjarskiptastofnunar þannig þeir geta nálgast þau þar," segir Bára.
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira