„Alltaf einhver sem hefur ekki stjórn á tilfinningum sínum“ Tómas Þór Þórðarson í Rotterdam skrifar 25. júlí 2017 13:00 Stelpurnar voru mikið í fjölmiðlum heima áður en þær fóru út og voru orðnar vanar. vísir/tom Stelpurnar okkar eru úr leik á EM 2017 í fótbolta eftir tvö töp í fyrstu tveimur leikjum liðsins á mótinu. Leikurinn annað kvöld á móti Austurríki verður því aðeins upp á stoltið. Umfjöllun um liðið hefur verið meiri en nokkru sinni fyrr og áhugi landsmanna er einnig svakalegur. Allt umtal um stelpurnar var gríðarlega jákvætt framan af en eins og gerist þegar fótboltaleikir tapast verður umræðan aðeins neikvæðari. Leikmenn sjá og heyra flest allt sem er skrifað og sagt bæði á fréttamiðlum og á samfélagsmiðlum en unnið var í þessum hlutum innan íslenska hópsins fyrir mót að láta svona ekki hafa áhrif á sig. „Það var lagt upp með það fyrir mót að vinna með leikmenn þannig þeir gætu haft stjórn á þessum hlutum og sínu tilfinningum. Sérstaklega gagnvart þessu jákvæða og svo mögulega öllu því neikvæða,“ sagði Ásmundur Guðni Haraldsson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, á fréttamannafundi í gær. „Úrslitin og árangurinn eru ekki eins og við lögðum upp með en það sást strax hversu góður hópurinn er eftir að ljóst var að við værum ekki að fara lengra í þessu móti. Stelpurnar eru fljótar að koma sér á réttan stað og frávikin á milli þess að fara of hátt og upp og of langt niður eru lítil.“ Eins og gerist og gengur í hópi 23 leikmanna eru þó einhverjir sem láta hafa svona hafa áhrif á sig. „Stelpurnar voru vel undirbúnar en það er alltaf einhver sem les eitthvað neikvætt eða jákvætt og hefur ekki stjórn á tilfinningum sínum. Þessar stelpur eru samt góðar að stjórna þessu,“ sagði Ásmundur. „Hópurinn fór strax að einbeita sér að næsta leik og það er eindreginn vilji til að gera vel fyrir sig sjálfa og íslensku þjóðina. Ekki síst alla þá sem eru komnir til að horfa á. Fókusinn hefur verið mikill hjá liðinu og öll umfjöllun hefur ekki truflað mikið því þær voru vel undirbúnar,“ sagði Ásmundur Haraldsson. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Januzaj mættur á túlípanahótelið hjá stelpunum okkar Stelpurnar okkar fengu óvæntan gest, og raunar gesti, á túlípanahótelið sitt í Ermelo í gær. 25. júlí 2017 08:59 Á þjóðin að safna fyrir KSÍ? Krafan um að U23-landslið kvenna verði sett á laggirnar er hávær en Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari sagðist í gær hafa barist fyrir því undanfarin ár. Þorkell Máni Pétursson segir þetta lykilatriði fyrir íslenska kvennaknattspyr 25. júlí 2017 06:00 EM í dag: Typpalingaafsökunarbeiðni ekki tekið Okkar menn í Rotterdam velta fyrir sér þörfinni fyrir 23 ára landsliði kvenna, stemningunni í Rotterdam og sár typpalingur í Reykjavík fær sinn tíma í þætti dagsins. 25. júlí 2017 12:30 Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Handbolti Fleiri fréttir Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Sjá meira
Stelpurnar okkar eru úr leik á EM 2017 í fótbolta eftir tvö töp í fyrstu tveimur leikjum liðsins á mótinu. Leikurinn annað kvöld á móti Austurríki verður því aðeins upp á stoltið. Umfjöllun um liðið hefur verið meiri en nokkru sinni fyrr og áhugi landsmanna er einnig svakalegur. Allt umtal um stelpurnar var gríðarlega jákvætt framan af en eins og gerist þegar fótboltaleikir tapast verður umræðan aðeins neikvæðari. Leikmenn sjá og heyra flest allt sem er skrifað og sagt bæði á fréttamiðlum og á samfélagsmiðlum en unnið var í þessum hlutum innan íslenska hópsins fyrir mót að láta svona ekki hafa áhrif á sig. „Það var lagt upp með það fyrir mót að vinna með leikmenn þannig þeir gætu haft stjórn á þessum hlutum og sínu tilfinningum. Sérstaklega gagnvart þessu jákvæða og svo mögulega öllu því neikvæða,“ sagði Ásmundur Guðni Haraldsson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, á fréttamannafundi í gær. „Úrslitin og árangurinn eru ekki eins og við lögðum upp með en það sást strax hversu góður hópurinn er eftir að ljóst var að við værum ekki að fara lengra í þessu móti. Stelpurnar eru fljótar að koma sér á réttan stað og frávikin á milli þess að fara of hátt og upp og of langt niður eru lítil.“ Eins og gerist og gengur í hópi 23 leikmanna eru þó einhverjir sem láta hafa svona hafa áhrif á sig. „Stelpurnar voru vel undirbúnar en það er alltaf einhver sem les eitthvað neikvætt eða jákvætt og hefur ekki stjórn á tilfinningum sínum. Þessar stelpur eru samt góðar að stjórna þessu,“ sagði Ásmundur. „Hópurinn fór strax að einbeita sér að næsta leik og það er eindreginn vilji til að gera vel fyrir sig sjálfa og íslensku þjóðina. Ekki síst alla þá sem eru komnir til að horfa á. Fókusinn hefur verið mikill hjá liðinu og öll umfjöllun hefur ekki truflað mikið því þær voru vel undirbúnar,“ sagði Ásmundur Haraldsson.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Januzaj mættur á túlípanahótelið hjá stelpunum okkar Stelpurnar okkar fengu óvæntan gest, og raunar gesti, á túlípanahótelið sitt í Ermelo í gær. 25. júlí 2017 08:59 Á þjóðin að safna fyrir KSÍ? Krafan um að U23-landslið kvenna verði sett á laggirnar er hávær en Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari sagðist í gær hafa barist fyrir því undanfarin ár. Þorkell Máni Pétursson segir þetta lykilatriði fyrir íslenska kvennaknattspyr 25. júlí 2017 06:00 EM í dag: Typpalingaafsökunarbeiðni ekki tekið Okkar menn í Rotterdam velta fyrir sér þörfinni fyrir 23 ára landsliði kvenna, stemningunni í Rotterdam og sár typpalingur í Reykjavík fær sinn tíma í þætti dagsins. 25. júlí 2017 12:30 Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Handbolti Fleiri fréttir Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Sjá meira
Januzaj mættur á túlípanahótelið hjá stelpunum okkar Stelpurnar okkar fengu óvæntan gest, og raunar gesti, á túlípanahótelið sitt í Ermelo í gær. 25. júlí 2017 08:59
Á þjóðin að safna fyrir KSÍ? Krafan um að U23-landslið kvenna verði sett á laggirnar er hávær en Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari sagðist í gær hafa barist fyrir því undanfarin ár. Þorkell Máni Pétursson segir þetta lykilatriði fyrir íslenska kvennaknattspyr 25. júlí 2017 06:00
EM í dag: Typpalingaafsökunarbeiðni ekki tekið Okkar menn í Rotterdam velta fyrir sér þörfinni fyrir 23 ára landsliði kvenna, stemningunni í Rotterdam og sár typpalingur í Reykjavík fær sinn tíma í þætti dagsins. 25. júlí 2017 12:30