Oliver hefur skrifað undir þriggja ára samning við Bodö/Glimt eða út 2020 tímabilið. Bodö/Glimt féll úr norsku úrvalsdeildinni síðasta haust.
„Frábært. Þetta er gott skref fyrir mig að koma hingað. Ég vil verða betri leikmaður og hjálpa mínu nýja félagi. Ég er mjög ánægður núna,“ sagði Oliver í viðtali við heimasíðu Bodö/Glimt.
Oliver kom til Bodö/Glimt á mánudagskvöldið og hefur því ekki séð mikið af nýja bænum sínum.
Hannes Þór Halldórsson kom til reynslu hjá félaginu í fyrra og Oliver segist hafa talað við Hannes um þá reynslu.
„Ég talaði við Hannes og hann sagði að leikvangurinn væri flottur og það þetta væri rólegur bær. Þeir voru að selja Normann í ensku úrvalsdeildina og ég veit að hér er gott unglingastarf eins og hjá Breiðabliki,“ sagði Oliver.
BEKREFTET: Oliver Sigurjonsson er klar for Bodø/Glimt. Han har signert en kontrakt til august 2020. pic.twitter.com/QXeITwdkmA
— FK Bodø/Glimt (@Glimt) July 25, 2017
Þetta er í annað skiptið sem Oliver fer út en hann fór mjög ungur til danska félagsins AGF. Nú er hann reynslunni ríkari.
„Ég vil hjálpa félaginu að komast aftur upp í úrvalsdeildina og ná góðri fótfestu þar. Ég vil verða besti miðjumaðurinn í Bodö/Glimt á þessum tíma,“ sagði Oliver.