Ingibjörg segir það hafa verið ótrúlega skemmtilegt að vera með hópnum úti í Hollandi. Upp í hugann komi hve gott tempó sé á æfingum.
„Hótellífið er bara beggjað. Maður þarf ekki að þrífa neitt eftir sig,“ sagði Inibjörg á fundi með blaðamönnum í dag.
„Ef maður reynir að taka eitthvað út úr þessu er að maður er að maður lærði mikið.“
Sara Björk Gunnarsdóttir tekur undir hve skemmtilegt hafi verið á EM.
„Ekki bara stelpunum heldur líka þeim sem eru í kringum okkur. Við erum alveg ofdekraðar að vera með þessu liði. Gugga er alltaf að valda einhverjum usla í hópnum. Kaffiklúbburinn, maður mun sakna hans. Mest mun ég sakna að vera með hópnum og auðvitað þess að vera á stórmóti. Maður á að njóta þess. Það eru gríðarleg forréttindi að vera hérna og því þurfum við að njóta síðustu daganna.“
Fundinn í heild má sjá hér að neðan en spurningin var sú síðasta á fundinum.