Ítalski dómarinn mun ekkert trufla Frey gegn Austurríki Kolbeinn Tumi Daðason í Rotterdam skrifar 26. júlí 2017 08:30 Wendie Renard fær afar ódýrt gult spjald frá Vitulano dómara í leik Frakka og Íslands. Skömmu síðar slapp Sigríður Lára Garðarsdóttir með skrekkinn en tækling hennar verðskuldaði gult spjald hið minnsta. Vísir/Getty Carina Vitulano, ítalski dómarinn sem dæmdi viðureign Íslands og Frakklands í fyrsta leik þjóðanna á EM, verður í hlutverki fjórða dómara í leik Íslands og Austurríkis á morgun. Freyr var spurður að því á blaðamannafundi í gær hvort hann yrði með óbragð í munni þegar hann myndi hitta hana á morgun. Dómgæsla hennar í fyrrnefndum leik Íslands og Frakklands og svo sömuleiðis í viðureign Englands og Spánverja hefur vakið athygli vegna undarlegra ákvarðana. Reyndar þótti athyglisvert að Vitulano fékk annan leik eftir dómgæsluna í leik Frakklands og Íslands. „Þetta er ekkert persónulegt gagnvart þessari ágætu konu,“ sagði Freyr. Dómarinn á morgun er frá Þýskalandi og heitir Riem Hussein og á hliðarlínunni er landa hennar Christina Biehl og Chrysoula Kourompylia frá Grikklandi. Sú ítalska er svo fjórði dómari. „Hún er hérna á vegum UEFA og ég held að hún sé að gera sitt allra besta. Ég hef ekkert vont bragð í munni gagnvart henni. Hún mun ekki trufla mig neitt.“ Hin þýska Hussein hefur dæmt einn leik á mótinu, viðureign Hollands og Danmerkur í A-riðli sem lauk með 1-0 sigri þeirra appelsínugulu. Hún gaf þrjú gul spjöld í leiknum. Hussein, sem er 37 ára, hefur ekki áður dæmt á stórmóti en þó dæmt leiki í undankeppni stórmóta, Meistaradeild Evrópu og í þýsku bundesligunni.Fundinn með blaðamönnum í gær má sjá hér að neðan. Freyr svarar spurningunni varðandi dómgæsluna eftir rúmar þrettán mínútur. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Mourinho lét Cristiano Ronaldo gráta í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira
Carina Vitulano, ítalski dómarinn sem dæmdi viðureign Íslands og Frakklands í fyrsta leik þjóðanna á EM, verður í hlutverki fjórða dómara í leik Íslands og Austurríkis á morgun. Freyr var spurður að því á blaðamannafundi í gær hvort hann yrði með óbragð í munni þegar hann myndi hitta hana á morgun. Dómgæsla hennar í fyrrnefndum leik Íslands og Frakklands og svo sömuleiðis í viðureign Englands og Spánverja hefur vakið athygli vegna undarlegra ákvarðana. Reyndar þótti athyglisvert að Vitulano fékk annan leik eftir dómgæsluna í leik Frakklands og Íslands. „Þetta er ekkert persónulegt gagnvart þessari ágætu konu,“ sagði Freyr. Dómarinn á morgun er frá Þýskalandi og heitir Riem Hussein og á hliðarlínunni er landa hennar Christina Biehl og Chrysoula Kourompylia frá Grikklandi. Sú ítalska er svo fjórði dómari. „Hún er hérna á vegum UEFA og ég held að hún sé að gera sitt allra besta. Ég hef ekkert vont bragð í munni gagnvart henni. Hún mun ekki trufla mig neitt.“ Hin þýska Hussein hefur dæmt einn leik á mótinu, viðureign Hollands og Danmerkur í A-riðli sem lauk með 1-0 sigri þeirra appelsínugulu. Hún gaf þrjú gul spjöld í leiknum. Hussein, sem er 37 ára, hefur ekki áður dæmt á stórmóti en þó dæmt leiki í undankeppni stórmóta, Meistaradeild Evrópu og í þýsku bundesligunni.Fundinn með blaðamönnum í gær má sjá hér að neðan. Freyr svarar spurningunni varðandi dómgæsluna eftir rúmar þrettán mínútur.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Mourinho lét Cristiano Ronaldo gráta í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira