Stjórnvöld þurfi að beita sér frekar gegn stafrænum kynferðisbrotum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. júlí 2017 20:30 Mál sundlaugarvarðarins á Sauðárkróki, sem grunaður er um að hafa myndað konur í kvennaklefanum, er grafalvarlegt og alls ekki einsdæmi, segir Helga Lind Mar, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar. Stafrænt kynferðisofbeldi hafi færst mikið í aukana og því þurfi stjórnvöld að beita sér frekar í slíkum málum. Lögð verður sérstök áhersla á stafrænt kynferðisofbeldi í göngunni í ár, en hún verður haldin í sjöunda skipti næstkomandi laugardag.Helga Lind Mar er einn skipuleggjenda Druslugöngunnar. Gangan verður haldin í sjöunda skipti næstkomandi laugardag.vísir/sigurjón ó.„Þarna er einstaklingur að taka upp myndefni eða myndir án vitundar þolanda og við vitum ekkert hvernig hann er að dreifa því eða hvað. En það skiptir ekki máli hvort hann sé að dreifa því, þetta er klárt brot,“ segir Helga. Um sé að ræða vaxandi vandamál, sérstaklega í ljósi síaukinnar tækni. „Í umræðu síðustu ára erum við að sjá aukningu í þessu. Bara í sundklefum, í líkamsræktarstöðvum, þar sem fólk er með síma á lofti og þú veist aldrei hver er viljandi að taka myndir eða bara að skoða Snapchat-ið sitt.“ Helga segir að skilgreina þurfi lagarammann betur. „Það er verið að dæma í þessum málum út frá greinum í lögunum í dag, en við í Druslugöngunni viljum að þetta sé skilgreint betur í lögum og það eru ekki bara við. Það stendur svart á hvítu í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, að það þurfi að skilgreina þetta betur í lögum, hvað er stafrænt kynferðisofbeldi, og í ár erum við að þrýsta á það að það verði staðið við þessi orð.“DV greindi fyrst frá máli sundlaugarvarðarins, en maðurinn er grunaður um að hafa tekið fjöldann allan af ljósmyndum í kvennaklefa sundlaugarinnar á Sauðárkróki, og eru íbúar slegnir óhug vegna málsins. Málið kom upp þann 14. júlí síðastliðinn og samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn grunaður um að hafa haldið uppteknum hætti í mörg ár. Hann hafi myndað inn í klefann utan frá, en hann er ekki grunaður um að hafa sett upp myndavélar í klefanum. Þá er ekki talið að myndirnar hafi farið í dreifingu á netinu. Tengdar fréttir Sundlaugarvörður á Sauðárkróki grunaður um að hafa tekið ljósmyndir í kvennaklefanum Maður sem starfaði sem sundlaugarvörður í sundlauginni á Sauðárkróki sætir nú rannsókn lögreglu vegna gruns um að hann hafi tekið ljósmyndir af sundlaugargestum í kvennaklefa laugarinnar. 24. júlí 2017 16:09 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Mál sundlaugarvarðarins á Sauðárkróki, sem grunaður er um að hafa myndað konur í kvennaklefanum, er grafalvarlegt og alls ekki einsdæmi, segir Helga Lind Mar, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar. Stafrænt kynferðisofbeldi hafi færst mikið í aukana og því þurfi stjórnvöld að beita sér frekar í slíkum málum. Lögð verður sérstök áhersla á stafrænt kynferðisofbeldi í göngunni í ár, en hún verður haldin í sjöunda skipti næstkomandi laugardag.Helga Lind Mar er einn skipuleggjenda Druslugöngunnar. Gangan verður haldin í sjöunda skipti næstkomandi laugardag.vísir/sigurjón ó.„Þarna er einstaklingur að taka upp myndefni eða myndir án vitundar þolanda og við vitum ekkert hvernig hann er að dreifa því eða hvað. En það skiptir ekki máli hvort hann sé að dreifa því, þetta er klárt brot,“ segir Helga. Um sé að ræða vaxandi vandamál, sérstaklega í ljósi síaukinnar tækni. „Í umræðu síðustu ára erum við að sjá aukningu í þessu. Bara í sundklefum, í líkamsræktarstöðvum, þar sem fólk er með síma á lofti og þú veist aldrei hver er viljandi að taka myndir eða bara að skoða Snapchat-ið sitt.“ Helga segir að skilgreina þurfi lagarammann betur. „Það er verið að dæma í þessum málum út frá greinum í lögunum í dag, en við í Druslugöngunni viljum að þetta sé skilgreint betur í lögum og það eru ekki bara við. Það stendur svart á hvítu í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, að það þurfi að skilgreina þetta betur í lögum, hvað er stafrænt kynferðisofbeldi, og í ár erum við að þrýsta á það að það verði staðið við þessi orð.“DV greindi fyrst frá máli sundlaugarvarðarins, en maðurinn er grunaður um að hafa tekið fjöldann allan af ljósmyndum í kvennaklefa sundlaugarinnar á Sauðárkróki, og eru íbúar slegnir óhug vegna málsins. Málið kom upp þann 14. júlí síðastliðinn og samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn grunaður um að hafa haldið uppteknum hætti í mörg ár. Hann hafi myndað inn í klefann utan frá, en hann er ekki grunaður um að hafa sett upp myndavélar í klefanum. Þá er ekki talið að myndirnar hafi farið í dreifingu á netinu.
Tengdar fréttir Sundlaugarvörður á Sauðárkróki grunaður um að hafa tekið ljósmyndir í kvennaklefanum Maður sem starfaði sem sundlaugarvörður í sundlauginni á Sauðárkróki sætir nú rannsókn lögreglu vegna gruns um að hann hafi tekið ljósmyndir af sundlaugargestum í kvennaklefa laugarinnar. 24. júlí 2017 16:09 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Sundlaugarvörður á Sauðárkróki grunaður um að hafa tekið ljósmyndir í kvennaklefanum Maður sem starfaði sem sundlaugarvörður í sundlauginni á Sauðárkróki sætir nú rannsókn lögreglu vegna gruns um að hann hafi tekið ljósmyndir af sundlaugargestum í kvennaklefa laugarinnar. 24. júlí 2017 16:09