Tímaspursmál hvenær heróín nær útbreiðslu hér á landi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. júlí 2017 07:00 Hér á landi hafa verið um 600 sprautufíklar síðustu ár. Vísir/Anton Brink Flest bendir til að sterk vímuefni á borð við heróín og hreint metamfetamín muni ná útbreiðslu hér á landi á næstu misserum. Þetta segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga. Sú þróun hafi til dæmis orðið á Norðurlöndum undanfarin ár og því þurfi stjórnvöld hér að bregðast við. „Ég held að framtíðin hér á landi sé crystal meth [hreint metamfetamín]. Það er að aukast svo rosalega í kringum okkur og ég hef miklar áhyggjur af þessari þróun. Það er orðið mun auðveldara að búa það til og er komið í framleiðslu svo víða,“ segir Guðmundur. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að götuverð á lyfseðilsskyldum lyfjum hefði hækkað um allt að 80 prósent eftir að nýr lyfjagagnagrunnur lækna var tekinn upp árið 2016. Eftir að hann var tekinn í gagnið er nær ómögulegt að stunda svokallað læknaráp, þar sem fólk gengur á milli lækna til þess að verða sér úti um stóra skammta af lyfjum. Framboð á lyfseðilsskyldum lyfjum hefur þar af leiðandi minnkað og eru áhyggjur uppi um að fólk muni því frekar leita í sterkari efni sem auðveldara sé að nálgast.Guðmundur Ingi ÞóroddssonGuðmundur segir að hingað til hafi mjög lítið verið um sölu á sterkustu efnunum, til dæmis heróíni. „Ég held að ástæðan fyrir því sé að menn vilji helst ekki láta kenna sig við heróín, þannig að þetta hefur bara verið innan lítils afmarkaðs hóps hér á landi. Þetta er líka erfiður markaður. Heróín er hins vegar orðið svo rosalega útbreitt að það er bara tímaspursmál hvenær þetta nær útbreiðslu hér,“ segir hann og bætir við að auðveldara sé að flytja inn sterkari efni. Guðmundur kallar eftir viðbrögðum frá stjórnvöldum. „Við þurfum samtal á málefnalegum grunni við þá sem þetta snertir, því það hefur vantað hingað til. Stjórnvöld þurfa að eiga samtöl við félög eins og til dæmis Afstöðu, Snarrótina og Frú Ragnheiði. Það þarf að hlusta á önnur sjónarmið til þess að ná einhverjum árangri.“ Líkt og Guðmundur bendir á hefur heróínnotkun víða á Norðurlöndunum verið mikil, og ber helst að nefna Noreg í því samhengi. Þá er hlutfallslegur fjöldi sprautufíkla hár í Kaupmannahöfn, Amsterdam og í Bandaríkjunum. Í kringum 600 manns hafa verið virkir í neyslu vímuefna í æð hér á landi undanfarin ár og erfiðlega hefur gengið að fækka í þeim hópi. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fíkniefnaheimurinn að harðna vegna hækkandi götuverðs Götuverð á lyfseðilsskyldum hefur hækkað um allt að áttatíu prósent frá því að nýr lyfjagagnagrunnur lækna var tekinn upp. 25. júlí 2017 19:30 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Flest bendir til að sterk vímuefni á borð við heróín og hreint metamfetamín muni ná útbreiðslu hér á landi á næstu misserum. Þetta segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga. Sú þróun hafi til dæmis orðið á Norðurlöndum undanfarin ár og því þurfi stjórnvöld hér að bregðast við. „Ég held að framtíðin hér á landi sé crystal meth [hreint metamfetamín]. Það er að aukast svo rosalega í kringum okkur og ég hef miklar áhyggjur af þessari þróun. Það er orðið mun auðveldara að búa það til og er komið í framleiðslu svo víða,“ segir Guðmundur. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að götuverð á lyfseðilsskyldum lyfjum hefði hækkað um allt að 80 prósent eftir að nýr lyfjagagnagrunnur lækna var tekinn upp árið 2016. Eftir að hann var tekinn í gagnið er nær ómögulegt að stunda svokallað læknaráp, þar sem fólk gengur á milli lækna til þess að verða sér úti um stóra skammta af lyfjum. Framboð á lyfseðilsskyldum lyfjum hefur þar af leiðandi minnkað og eru áhyggjur uppi um að fólk muni því frekar leita í sterkari efni sem auðveldara sé að nálgast.Guðmundur Ingi ÞóroddssonGuðmundur segir að hingað til hafi mjög lítið verið um sölu á sterkustu efnunum, til dæmis heróíni. „Ég held að ástæðan fyrir því sé að menn vilji helst ekki láta kenna sig við heróín, þannig að þetta hefur bara verið innan lítils afmarkaðs hóps hér á landi. Þetta er líka erfiður markaður. Heróín er hins vegar orðið svo rosalega útbreitt að það er bara tímaspursmál hvenær þetta nær útbreiðslu hér,“ segir hann og bætir við að auðveldara sé að flytja inn sterkari efni. Guðmundur kallar eftir viðbrögðum frá stjórnvöldum. „Við þurfum samtal á málefnalegum grunni við þá sem þetta snertir, því það hefur vantað hingað til. Stjórnvöld þurfa að eiga samtöl við félög eins og til dæmis Afstöðu, Snarrótina og Frú Ragnheiði. Það þarf að hlusta á önnur sjónarmið til þess að ná einhverjum árangri.“ Líkt og Guðmundur bendir á hefur heróínnotkun víða á Norðurlöndunum verið mikil, og ber helst að nefna Noreg í því samhengi. Þá er hlutfallslegur fjöldi sprautufíkla hár í Kaupmannahöfn, Amsterdam og í Bandaríkjunum. Í kringum 600 manns hafa verið virkir í neyslu vímuefna í æð hér á landi undanfarin ár og erfiðlega hefur gengið að fækka í þeim hópi.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fíkniefnaheimurinn að harðna vegna hækkandi götuverðs Götuverð á lyfseðilsskyldum hefur hækkað um allt að áttatíu prósent frá því að nýr lyfjagagnagrunnur lækna var tekinn upp. 25. júlí 2017 19:30 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Fíkniefnaheimurinn að harðna vegna hækkandi götuverðs Götuverð á lyfseðilsskyldum hefur hækkað um allt að áttatíu prósent frá því að nýr lyfjagagnagrunnur lækna var tekinn upp. 25. júlí 2017 19:30