Freyr: Stundum eins og við séum að kreista vatn úr steini Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2017 21:05 Freyr Alexandersson þakkar fyrir leikinn. vísir/getty „Fyrst og síðast vonbrigði. Þetta kláraðist ekki í kvöld. Þetta var erfiðasti leikurinn tilfinningalega séð,“ sagði landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson í samtali við Eddu Sif Pálsdóttur á RÚV eftir 0-3 tap Íslands fyrir Austurríki í lokaumferð riðlakeppninnar á EM 2017. Fyrir leikinn var ljóst að Ísland ætti ekki lengur möguleika á að komast í 8-liða úrslit en þangað var stefnan sett fyrir mót. „Þegar við fengum á okkur þetta fyrsta mark var ég hræddur um að þetta myndi gerast; að við myndum fá á okkur annað mark fljótlega aftur því við vorum ekki vel stemmdar í dag. Þetta var mjög lærdómsríkur leikur og allt í kringum hann,“ sagði Freyr. „Við ætluðum okkur að fara áfram og sjáum ekkert eftir því. Leikurinn í dag var undarlegur og erfiður,“ bætti þjálfarinn við. En var þetta ekki slakasti leikur Ísland á mótinu? „Jú, örugglega. Ég átta mig ekki á því. Það er mjög erfitt að spila við þær og við ekki í lagi í kollinum og náum ekki að vinna okkur út úr því. Þá verður leikurinn bara lélegur. Þær refsuðu og voru miklu betri,“ sagði Freyr. Frammistaða Íslands á EM olli vonbrigðum og niðurstaðan var í samræmi í það. Íslendingar töpuðu öllum þremur leikjum sínum og enduðu í neðsta sæti riðilsins. „Niðurstaðan er margþætt. Í fyrsta lagi vorum við nálægt því að fá eitthvað út úr fyrstu tveimur leikjunum og sýndum að við getum alveg verið nálægt þessum betri þjóðum,“ sagði Freyr. „Við þurfum samt að hafa ofboðslega mikið fyrir öllum hlutum og það er stundum eins og við séum að kreista vatn úr steini. Það er rosalega mikil vinna sem við þurfum að leggja á okkur til að fá eitthvað út úr þessu á þessum vettvangi. Við þurfum að leggjast yfir það hvað er best fyrir okkur til að halda dampi.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Einkunnir íslensku stelpnanna: Okkar stelpur nokkrum skrefum á eftir í kvöld Íslenska kvennalandsliðið tapaði í kvöld þriðja leiknum sínum í röð á Evrópumótinu í Hollandi og koma því stigalausar heim af EM 2017. Ísland tapaði 3-0 á móti Austurríki í lokaleiknum í Rotterdam en hafði áður tapað á móti Frakklandi og Sviss. 26. júlí 2017 20:47 Sjálfa íslensku stelpnanna fyrir leik vekur athygli Íslensku stelpurnar eru að spila þessa stundina við Austurríki en þetta er síðasti leikur íslenska liðsins á Evrópumótinu í Hollandi. 26. júlí 2017 19:16 Brosandi borgarstjóri og belgísk boltamær í Rotterdam | Myndir Mikil stemning var á meðal íslenskra stuðningsmanna á Fan Zone í Rotterdam í dag. 26. júlí 2017 17:12 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Mourinho lét Cristiano Ronaldo gráta í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira
„Fyrst og síðast vonbrigði. Þetta kláraðist ekki í kvöld. Þetta var erfiðasti leikurinn tilfinningalega séð,“ sagði landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson í samtali við Eddu Sif Pálsdóttur á RÚV eftir 0-3 tap Íslands fyrir Austurríki í lokaumferð riðlakeppninnar á EM 2017. Fyrir leikinn var ljóst að Ísland ætti ekki lengur möguleika á að komast í 8-liða úrslit en þangað var stefnan sett fyrir mót. „Þegar við fengum á okkur þetta fyrsta mark var ég hræddur um að þetta myndi gerast; að við myndum fá á okkur annað mark fljótlega aftur því við vorum ekki vel stemmdar í dag. Þetta var mjög lærdómsríkur leikur og allt í kringum hann,“ sagði Freyr. „Við ætluðum okkur að fara áfram og sjáum ekkert eftir því. Leikurinn í dag var undarlegur og erfiður,“ bætti þjálfarinn við. En var þetta ekki slakasti leikur Ísland á mótinu? „Jú, örugglega. Ég átta mig ekki á því. Það er mjög erfitt að spila við þær og við ekki í lagi í kollinum og náum ekki að vinna okkur út úr því. Þá verður leikurinn bara lélegur. Þær refsuðu og voru miklu betri,“ sagði Freyr. Frammistaða Íslands á EM olli vonbrigðum og niðurstaðan var í samræmi í það. Íslendingar töpuðu öllum þremur leikjum sínum og enduðu í neðsta sæti riðilsins. „Niðurstaðan er margþætt. Í fyrsta lagi vorum við nálægt því að fá eitthvað út úr fyrstu tveimur leikjunum og sýndum að við getum alveg verið nálægt þessum betri þjóðum,“ sagði Freyr. „Við þurfum samt að hafa ofboðslega mikið fyrir öllum hlutum og það er stundum eins og við séum að kreista vatn úr steini. Það er rosalega mikil vinna sem við þurfum að leggja á okkur til að fá eitthvað út úr þessu á þessum vettvangi. Við þurfum að leggjast yfir það hvað er best fyrir okkur til að halda dampi.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Einkunnir íslensku stelpnanna: Okkar stelpur nokkrum skrefum á eftir í kvöld Íslenska kvennalandsliðið tapaði í kvöld þriðja leiknum sínum í röð á Evrópumótinu í Hollandi og koma því stigalausar heim af EM 2017. Ísland tapaði 3-0 á móti Austurríki í lokaleiknum í Rotterdam en hafði áður tapað á móti Frakklandi og Sviss. 26. júlí 2017 20:47 Sjálfa íslensku stelpnanna fyrir leik vekur athygli Íslensku stelpurnar eru að spila þessa stundina við Austurríki en þetta er síðasti leikur íslenska liðsins á Evrópumótinu í Hollandi. 26. júlí 2017 19:16 Brosandi borgarstjóri og belgísk boltamær í Rotterdam | Myndir Mikil stemning var á meðal íslenskra stuðningsmanna á Fan Zone í Rotterdam í dag. 26. júlí 2017 17:12 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Mourinho lét Cristiano Ronaldo gráta í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira
Einkunnir íslensku stelpnanna: Okkar stelpur nokkrum skrefum á eftir í kvöld Íslenska kvennalandsliðið tapaði í kvöld þriðja leiknum sínum í röð á Evrópumótinu í Hollandi og koma því stigalausar heim af EM 2017. Ísland tapaði 3-0 á móti Austurríki í lokaleiknum í Rotterdam en hafði áður tapað á móti Frakklandi og Sviss. 26. júlí 2017 20:47
Sjálfa íslensku stelpnanna fyrir leik vekur athygli Íslensku stelpurnar eru að spila þessa stundina við Austurríki en þetta er síðasti leikur íslenska liðsins á Evrópumótinu í Hollandi. 26. júlí 2017 19:16
Brosandi borgarstjóri og belgísk boltamær í Rotterdam | Myndir Mikil stemning var á meðal íslenskra stuðningsmanna á Fan Zone í Rotterdam í dag. 26. júlí 2017 17:12
Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30