Innlent

Stefnir á topp K2 á föstudag

Sæunn Gísladóttir skrifar
John Snorri glaður í bragði enda alveg að verða kominn á toppinn.
John Snorri glaður í bragði enda alveg að verða kominn á toppinn. líf styrktarfélag
Fjallagarpurinn John Snorri er kominn upp í fjórðu og síðustu búðirnar á K2. Stefnir hann að því að leggja af stað á toppinn laust eftir miðnætti í nótt og vera kominn á toppinn um hádegi að staðartíma á föstudaginn. Ferðin á toppinn er um tólf tímar.

Gönguhópurinn er búinn að tjalda en aðstæður eru frekar flóknar þar sem snjórinn nær upp að mitti. Til að hægt væri að festa tjaldið þurfti að grafa niður einn og hálfan metra. Fjórir sofa í tveggja manna tjaldi og eru göngugarparnir ávallt með súrefni, bæði þegar þeir sofa og vaka.

Minnt er á að John Snorri gengur fyrir Líf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans. Hægt er að leggja málefninu lið inni á heimasíðunni Lífsspor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×