Guðrún Brá finnur sig frábærlega í Alpaloftinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2017 13:00 Guðrún Brá Björgvinsdóttir Mynd/GSÍmyndir Guðrún Brá Björgvinsdóttir, úr Golfklúbbnum Keili, er að leika frábærlega á Evrópumóti einstaklinga í golfi sem fer þessa dagana fram í Lausanne í Sviss. Guðrún Brá lék á á 69 höggum á fyrsta keppnisdegi eða þremur höggum undir pari og fylgdi því síðan eftir með því að leika á 70 höggum á öðrum keppnisdegi í dag. Alpaloftið er greinilega að hafa mjög góð áhrif á Hafnfirðinginn. Guðrún Brá fékk alls sex fugla og þrjá skolla á fyrsta hringnum en var með fimm fugla og fjóra skolla í dag. Guðrún Brá var reyndar komin níu höggum undir par eftir fyrstu níu holurnar í dag. Fimm fuglar á fyrri níu skiluðu henni upp í efsta sætið en hún fékk síðan fjóra skolla á seinni níu holunum og datt aftur niður í annað sætið. Zhen Bontan frá Frakklandi er efst á sjö höggum undir pari en í Ítalinn Alessandra Fanali deilir öðru sætinu með okkar konu. Báðar hafa þær spilar 36 fyrstu holurnar á fimm höggum undir pari. Saga Traustadóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir, báðar úr GR, taka einnig þátt í mótinu. Saga er í 128. Sæti á tólf höggum yfir pari og Ragnhildur er í 140. Sæti á 22 höggum yfir pari. Allir bestu áhugakylfingar Evrópu taka þátt á þessu móti. Alls verða leiknir 4 hringir á fjórum keppnisdögum og eru 144 keppendur sem taka þátt. Mótið fer fram í Sviss rétt norðan við borgina Lausanne en keppnisvöllurinn er í 850 metra hæð. Golf Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, úr Golfklúbbnum Keili, er að leika frábærlega á Evrópumóti einstaklinga í golfi sem fer þessa dagana fram í Lausanne í Sviss. Guðrún Brá lék á á 69 höggum á fyrsta keppnisdegi eða þremur höggum undir pari og fylgdi því síðan eftir með því að leika á 70 höggum á öðrum keppnisdegi í dag. Alpaloftið er greinilega að hafa mjög góð áhrif á Hafnfirðinginn. Guðrún Brá fékk alls sex fugla og þrjá skolla á fyrsta hringnum en var með fimm fugla og fjóra skolla í dag. Guðrún Brá var reyndar komin níu höggum undir par eftir fyrstu níu holurnar í dag. Fimm fuglar á fyrri níu skiluðu henni upp í efsta sætið en hún fékk síðan fjóra skolla á seinni níu holunum og datt aftur niður í annað sætið. Zhen Bontan frá Frakklandi er efst á sjö höggum undir pari en í Ítalinn Alessandra Fanali deilir öðru sætinu með okkar konu. Báðar hafa þær spilar 36 fyrstu holurnar á fimm höggum undir pari. Saga Traustadóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir, báðar úr GR, taka einnig þátt í mótinu. Saga er í 128. Sæti á tólf höggum yfir pari og Ragnhildur er í 140. Sæti á 22 höggum yfir pari. Allir bestu áhugakylfingar Evrópu taka þátt á þessu móti. Alls verða leiknir 4 hringir á fjórum keppnisdögum og eru 144 keppendur sem taka þátt. Mótið fer fram í Sviss rétt norðan við borgina Lausanne en keppnisvöllurinn er í 850 metra hæð.
Golf Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira