#dóttir Þórarinn Þórarinsson skrifar 28. júlí 2017 07:00 Hef ekki hundsvit á knattspyrnu. Hefur aldrei höfðað til mín frekar en aðrar íþróttir. Áhugaleysið ásamt fullkomnum skorti á keppnisskapi er ákveðinn lúxus. Geð mitt og blóðþrýstingur sveiflast aldrei í takt við gengi íslenskra landsliða. Hélt því ró minni á meðan íslenska kvennalandsliðið tapaði og tapaði í Hollandi. Þykir þó dálítið vænt um stelpuboltann. Mögulega vegna þess að á níunda áratugnum spilaði litla systir mín með Breiðabliki. Var númer 9. Baneitraður senter. Kópavogsbúar vilja réttilega eigna sér drjúgan hlut í uppgangi kvennaboltans. Þar tóku sig til nokkrir pabbar 1983 og komu á fót alvöru móti fyrir dæturnar sínar. Gull- og silfurmótið gaf loks stelpunum í yngstu flokkunum tækifæri til þess að etja kappi á alvöru móti. Berjast um gull, silfur og brons. Hef sjálfur lent í því að missa mig aðeins á kantinum þegar ég horfi á litlu stelpuna mína keppa. Föðurhjartað getur látið mann gera skrítna hluti. Rosalega spennandi að horfa á dóttur sína berjast um boltann. Skildi því ekki tuðið yfir því að stelpurnar okkar kusu að skarta eftirnöfnum sínum á treyjunum í Hollandi. Allra síst órakenndum feðraveldistengingum í umræðunni. Íslenska nafnahefðin er mjög svöl og til fyrirmyndar. Í löndunum í kringum okkur tíðkast enn sú firra að kona taki eftirnafn eiginmannsins! Það er rembulegt. Dæturnar okkar eiga sig alltaf sjálfar. Stelpurnar kváðu þetta kjaftæði í kútinn. Börðust stoltar undir gunnfánanum #dóttir. Ein sterk heild. Herinn okkar. Ellefu dætur á velli, ein fyrir allar og allar fyrir eina, geta og hafa afrekað margt og þótt þessar orrustur hafi tapast þá er stríðinu ekki lokið. Áfram dætur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun
Hef ekki hundsvit á knattspyrnu. Hefur aldrei höfðað til mín frekar en aðrar íþróttir. Áhugaleysið ásamt fullkomnum skorti á keppnisskapi er ákveðinn lúxus. Geð mitt og blóðþrýstingur sveiflast aldrei í takt við gengi íslenskra landsliða. Hélt því ró minni á meðan íslenska kvennalandsliðið tapaði og tapaði í Hollandi. Þykir þó dálítið vænt um stelpuboltann. Mögulega vegna þess að á níunda áratugnum spilaði litla systir mín með Breiðabliki. Var númer 9. Baneitraður senter. Kópavogsbúar vilja réttilega eigna sér drjúgan hlut í uppgangi kvennaboltans. Þar tóku sig til nokkrir pabbar 1983 og komu á fót alvöru móti fyrir dæturnar sínar. Gull- og silfurmótið gaf loks stelpunum í yngstu flokkunum tækifæri til þess að etja kappi á alvöru móti. Berjast um gull, silfur og brons. Hef sjálfur lent í því að missa mig aðeins á kantinum þegar ég horfi á litlu stelpuna mína keppa. Föðurhjartað getur látið mann gera skrítna hluti. Rosalega spennandi að horfa á dóttur sína berjast um boltann. Skildi því ekki tuðið yfir því að stelpurnar okkar kusu að skarta eftirnöfnum sínum á treyjunum í Hollandi. Allra síst órakenndum feðraveldistengingum í umræðunni. Íslenska nafnahefðin er mjög svöl og til fyrirmyndar. Í löndunum í kringum okkur tíðkast enn sú firra að kona taki eftirnafn eiginmannsins! Það er rembulegt. Dæturnar okkar eiga sig alltaf sjálfar. Stelpurnar kváðu þetta kjaftæði í kútinn. Börðust stoltar undir gunnfánanum #dóttir. Ein sterk heild. Herinn okkar. Ellefu dætur á velli, ein fyrir allar og allar fyrir eina, geta og hafa afrekað margt og þótt þessar orrustur hafi tapast þá er stríðinu ekki lokið. Áfram dætur!