Norðmenn skilja ekkert í því hvað varð um besta leikmann Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2017 10:30 Ada Hegerberg náði ekki að sýna sitt á EM. Vísir/Getty Norska knattspyrnukonan Ada Hegerberg stóð síðasta haust við hlið Cristiano Ronaldo upp á sviði í Mónakó þar sem þau tóku bæði við verðlaunum sem besta knattspyrnufólk Evrópu. Norðmenn trúa ekki því að það sé sami leikmaður og spilaði þrjá leiki á EM í Hollandi. Hvernig gat besti leikmaður álfunnar verið nánast ósýnilegur í þremur leikjum? Ada Hegerberg hefur spilað frábærlega með Evrópumeisturum Lyon undanfarin þrjú tímabil og meðal annars unnið Meistaradeildina síðustu tvö0 ár. Hún skoraði 20 mörk í 22 deildarleikjum með Lyon á síðasta tímabili og hefur skorað 79 deildarmörk fyrir franska félagið í aðeins 65 leikjum. Liðið hefur unnið tvöfalt í Frakklandi öll þrjú tímabilin. Það hefur því allt gengið upp hjá Ödu Hegerberg í Frakklandi, bæði henni sjálfri sem og hjá liðinu. Aðra sögu er að segja af norska landsliðinu sem var eina liðið á EM sem komst ekki á blað. Norðmenn yfirgefa nefnilega Evrópumótið í Hollandi stigalausir og án þess að skora mark. Ada Hegerberg endaði í 44. sæti yfir þá leikmenn sem áttu flest skot að marki í riðlakeppninni. Það er fáránleg tölfræði hjá besta sóknarmanni álfunnar. Það er ljóst að Cristiano Ronaldo hefði heldur betur fengið að heyra það hefði hann farið í gegnum heilt stórmót án þess að skora og án þess að liðið hans fengi eitt einasta stig. „Ég fékk ekki tækifæri til að nýta styrkleika mína og það tengist öðrum í liðinu,“ var afsökun Ödu Hegerberg eftir mót. Hún er súperstjarna en á ekki að geta gengið frá mótinu svona gagnrýnislaust. Það er að minnsta kosti skoðun blaðamanns Dagbladet sem skrifar grein um Ödu Hegerberg þar sem hann segir að Hegerberg þurfi nú mest á hreinskilinni og fagmannlegri gagnrýni að halda. Ada Hegerberg hélt upp á 22 ára afmælið sitt rétt fyrir EM og á því nóg eftir. Það koma því önnur stórmót hjá henni eftir þetta og þar þurfa Norðmenn að hjálpa henni að sýna sitt rétta andlit.Ada Hegerberg með Cristiano Ronaldo.Vísir/GettyAda Hegerberg er súperstjarna norska liðsins.Vísir/Getty EM 2017 í Hollandi Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Sjá meira
Norska knattspyrnukonan Ada Hegerberg stóð síðasta haust við hlið Cristiano Ronaldo upp á sviði í Mónakó þar sem þau tóku bæði við verðlaunum sem besta knattspyrnufólk Evrópu. Norðmenn trúa ekki því að það sé sami leikmaður og spilaði þrjá leiki á EM í Hollandi. Hvernig gat besti leikmaður álfunnar verið nánast ósýnilegur í þremur leikjum? Ada Hegerberg hefur spilað frábærlega með Evrópumeisturum Lyon undanfarin þrjú tímabil og meðal annars unnið Meistaradeildina síðustu tvö0 ár. Hún skoraði 20 mörk í 22 deildarleikjum með Lyon á síðasta tímabili og hefur skorað 79 deildarmörk fyrir franska félagið í aðeins 65 leikjum. Liðið hefur unnið tvöfalt í Frakklandi öll þrjú tímabilin. Það hefur því allt gengið upp hjá Ödu Hegerberg í Frakklandi, bæði henni sjálfri sem og hjá liðinu. Aðra sögu er að segja af norska landsliðinu sem var eina liðið á EM sem komst ekki á blað. Norðmenn yfirgefa nefnilega Evrópumótið í Hollandi stigalausir og án þess að skora mark. Ada Hegerberg endaði í 44. sæti yfir þá leikmenn sem áttu flest skot að marki í riðlakeppninni. Það er fáránleg tölfræði hjá besta sóknarmanni álfunnar. Það er ljóst að Cristiano Ronaldo hefði heldur betur fengið að heyra það hefði hann farið í gegnum heilt stórmót án þess að skora og án þess að liðið hans fengi eitt einasta stig. „Ég fékk ekki tækifæri til að nýta styrkleika mína og það tengist öðrum í liðinu,“ var afsökun Ödu Hegerberg eftir mót. Hún er súperstjarna en á ekki að geta gengið frá mótinu svona gagnrýnislaust. Það er að minnsta kosti skoðun blaðamanns Dagbladet sem skrifar grein um Ödu Hegerberg þar sem hann segir að Hegerberg þurfi nú mest á hreinskilinni og fagmannlegri gagnrýni að halda. Ada Hegerberg hélt upp á 22 ára afmælið sitt rétt fyrir EM og á því nóg eftir. Það koma því önnur stórmót hjá henni eftir þetta og þar þurfa Norðmenn að hjálpa henni að sýna sitt rétta andlit.Ada Hegerberg með Cristiano Ronaldo.Vísir/GettyAda Hegerberg er súperstjarna norska liðsins.Vísir/Getty
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti