Foreldrar beðið um skjól fyrir börnin Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. júlí 2017 20:00 Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndanefndar Reykjavíkur. Dæmi eru um að foreldrar í Reykjavík hafi beðið barnaverndanefnd um að útvega börnum sínum skjól vegna húsnæðisvanda. Barnaverndarnefnd fær tilkynningu þegar foreldrar eru bornir út úr húsnæði sínu.Í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sögðum við frá fjögurra barna einstæðri móður sem var húsnæðislaus í Reykjanesbæ. Hún óskaði eftir aðstoð bæjarins en eina úrræðið sem henni bauðst var að setja börnin í fóstur. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjanesbæjar segir þetta koma upp þegar útburður er hjá sýslumanni. „Ef það er til dæmis útburður hjá sýslumanni þá eru barnaverndaryfirvöld beðin um að mæta á staðinn ef sú staða kemur upp að það þurfi að aðstoða fólk með að vista börn sín," segir Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjanesbæjar.0 Framkvæmdastjóri Barnaverndanefndar Reykjavíkur segir sama verklag vera hjá borginni. Reynt er að hafa samband við foreldra þegar til útburðar kemur. Ef það tekst ekki eða engin lausn finnst mætir fulltrúi þeirra við útburðinn. Nokkur slík mál koma upp á hverju ári. „Þetta eru erfiðar aðstæður. Það koma opinberir aðilar og pakka og bera búslóðina út á tún og ég held að flestir foreldrar vilji forða börnum sínum frá þessum aðstæðum," segir Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndanefndar Reykjavíkur. Þegar útburðurinn er vegna óreglu foreldra getur orðið úr því barnaverndarmál en þegar aðstæðurnar koma til vegna húsnæðisskorts er reynt að finna lausn með foreldrum án þess að fjölskyldunni verði sundrað. Það tekst þó ekki alltaf. „Það eru einhver tilvik þar sem börn hafa getað verið hjá stuðningsfjölskyldum sínum einhvern tíma rétt á meðan verið er að finna einhverja lausn til skemmri tíma. Það eru dæmi um að foreldrar hafa beðið okkur um að hafa börnin í skjóli í einhverja daga á meðan þau finna út úr aðstæðunum," segir Halldóra. Börnum hefur verið komið fyrir á vistheimili barna og í öðrum tilvikum hefur borgin útvegað fjölskyldum þak yfir höfuðið á gistiheimilum. Það reynist þó stundum erfitt. „Það getur orðið mjög erfitt. Sérstaklega eftir að ferðamannastraumurinn til landsins varð með þessum hætti en oftast hefur það tekist," segir Halldóra. Hún segist gjarnan vilja sjá neyðaríbúðir sem fjölskyldur í þessum aðstæðum gætu leitað í. „Það væri örugglega draumastaða að það væru til neyðaríbúðir í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Ég held að það væri það svar sem flestir myndu gefa," segir Halldóra. Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Dæmi eru um að foreldrar í Reykjavík hafi beðið barnaverndanefnd um að útvega börnum sínum skjól vegna húsnæðisvanda. Barnaverndarnefnd fær tilkynningu þegar foreldrar eru bornir út úr húsnæði sínu.Í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sögðum við frá fjögurra barna einstæðri móður sem var húsnæðislaus í Reykjanesbæ. Hún óskaði eftir aðstoð bæjarins en eina úrræðið sem henni bauðst var að setja börnin í fóstur. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjanesbæjar segir þetta koma upp þegar útburður er hjá sýslumanni. „Ef það er til dæmis útburður hjá sýslumanni þá eru barnaverndaryfirvöld beðin um að mæta á staðinn ef sú staða kemur upp að það þurfi að aðstoða fólk með að vista börn sín," segir Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjanesbæjar.0 Framkvæmdastjóri Barnaverndanefndar Reykjavíkur segir sama verklag vera hjá borginni. Reynt er að hafa samband við foreldra þegar til útburðar kemur. Ef það tekst ekki eða engin lausn finnst mætir fulltrúi þeirra við útburðinn. Nokkur slík mál koma upp á hverju ári. „Þetta eru erfiðar aðstæður. Það koma opinberir aðilar og pakka og bera búslóðina út á tún og ég held að flestir foreldrar vilji forða börnum sínum frá þessum aðstæðum," segir Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndanefndar Reykjavíkur. Þegar útburðurinn er vegna óreglu foreldra getur orðið úr því barnaverndarmál en þegar aðstæðurnar koma til vegna húsnæðisskorts er reynt að finna lausn með foreldrum án þess að fjölskyldunni verði sundrað. Það tekst þó ekki alltaf. „Það eru einhver tilvik þar sem börn hafa getað verið hjá stuðningsfjölskyldum sínum einhvern tíma rétt á meðan verið er að finna einhverja lausn til skemmri tíma. Það eru dæmi um að foreldrar hafa beðið okkur um að hafa börnin í skjóli í einhverja daga á meðan þau finna út úr aðstæðunum," segir Halldóra. Börnum hefur verið komið fyrir á vistheimili barna og í öðrum tilvikum hefur borgin útvegað fjölskyldum þak yfir höfuðið á gistiheimilum. Það reynist þó stundum erfitt. „Það getur orðið mjög erfitt. Sérstaklega eftir að ferðamannastraumurinn til landsins varð með þessum hætti en oftast hefur það tekist," segir Halldóra. Hún segist gjarnan vilja sjá neyðaríbúðir sem fjölskyldur í þessum aðstæðum gætu leitað í. „Það væri örugglega draumastaða að það væru til neyðaríbúðir í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Ég held að það væri það svar sem flestir myndu gefa," segir Halldóra.
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira