„Íslenski fáninn á toppi K2. Það gerist ekki betra en það!“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. júlí 2017 20:00 John Snorri Sigurjónsson varð í morgun fyrsti Íslendingurinn til að ná toppnum á K2, næsthæsta fjalli heims eftir erfiðan lokakafla. Hópur hans varð sá fyrsti til að ná toppnum frá árinu 2014. Um einn og hálfur mánuður er síðan John Snorri kom til Pakistan og hóf þannig leiðangurinn á K2. Hópurinn hans lagði síðan af stað úr grunnbúðunum aðfaranótt 23. júlí. Um klukkan ellefu í morgun, fimm dögum síðar, bættist hann í fámennan hóp 230 einstaklinga sem hafa náð á toppinn. Lokakaflinn var erfiður og tók lengri tíma en gert var ráð fyrir. John var nýbýinn að reka niður íslenska fánann á fjallstindinn þegar fréttastofa náði af honum tali. „Ég er á toppnum núna. Við vorum að koma hingað fyrir tíu mínútum síðan og ég var rétt að setja íslenska fánann niður. Íslenski fáninn á toppi K2. Það gerist ekki betra en það!" sagði John Snorri í dag. Hann sagði ferðina upp hafa verið erfiða. Hann var andstuttur og átti takmarkað súrefni eftir. „Við ætluðum að vera komin á pakistönskum tíma á milli átta og tíu en núna er klukkan fjögur á pakistönskum tíma. Við erum orðnir mjög lágir á súrefni og þurfum að fara drífa okkur niður," sagði hann. Blendnar tilfinningar fóru um John á toppnum þar sem þreytan var gríðarleg en gleðin var þó sterkari. „Ég er þreyttur. Tilfinningin er mjög blendin. Þegar ég koma hérna á toppinn fór ég bara að gráta. Ég bara missti mig alveg þegar ég kom upp á toppinn," sagði John. Þrátt fyrir að toppnum sé náð bíður hans erfið ganga þar sem John þarf að koma sér aftur niður. Stefnt er að því að ná í grunnbúðir á sunnudag. Hann var spenntur fyrir að komast aftur í öryggið og þakkaði konuninni sinni fyrir stuðninginn. „Ég vil þakka henni fyrir að standa á bak við mig eins og klettur allan tímann. Hún hefur haft trú á mér allan tímann og mig langar líka að þakka stjórn LÍF [styrktarfélags] fyrir að hafa haft trúa á mér allan tímann og til allra landsmanna: takk, takk æðislega." Fjallamennska Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
John Snorri Sigurjónsson varð í morgun fyrsti Íslendingurinn til að ná toppnum á K2, næsthæsta fjalli heims eftir erfiðan lokakafla. Hópur hans varð sá fyrsti til að ná toppnum frá árinu 2014. Um einn og hálfur mánuður er síðan John Snorri kom til Pakistan og hóf þannig leiðangurinn á K2. Hópurinn hans lagði síðan af stað úr grunnbúðunum aðfaranótt 23. júlí. Um klukkan ellefu í morgun, fimm dögum síðar, bættist hann í fámennan hóp 230 einstaklinga sem hafa náð á toppinn. Lokakaflinn var erfiður og tók lengri tíma en gert var ráð fyrir. John var nýbýinn að reka niður íslenska fánann á fjallstindinn þegar fréttastofa náði af honum tali. „Ég er á toppnum núna. Við vorum að koma hingað fyrir tíu mínútum síðan og ég var rétt að setja íslenska fánann niður. Íslenski fáninn á toppi K2. Það gerist ekki betra en það!" sagði John Snorri í dag. Hann sagði ferðina upp hafa verið erfiða. Hann var andstuttur og átti takmarkað súrefni eftir. „Við ætluðum að vera komin á pakistönskum tíma á milli átta og tíu en núna er klukkan fjögur á pakistönskum tíma. Við erum orðnir mjög lágir á súrefni og þurfum að fara drífa okkur niður," sagði hann. Blendnar tilfinningar fóru um John á toppnum þar sem þreytan var gríðarleg en gleðin var þó sterkari. „Ég er þreyttur. Tilfinningin er mjög blendin. Þegar ég koma hérna á toppinn fór ég bara að gráta. Ég bara missti mig alveg þegar ég kom upp á toppinn," sagði John. Þrátt fyrir að toppnum sé náð bíður hans erfið ganga þar sem John þarf að koma sér aftur niður. Stefnt er að því að ná í grunnbúðir á sunnudag. Hann var spenntur fyrir að komast aftur í öryggið og þakkaði konuninni sinni fyrir stuðninginn. „Ég vil þakka henni fyrir að standa á bak við mig eins og klettur allan tímann. Hún hefur haft trú á mér allan tímann og mig langar líka að þakka stjórn LÍF [styrktarfélags] fyrir að hafa haft trúa á mér allan tímann og til allra landsmanna: takk, takk æðislega."
Fjallamennska Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira