Berjumst fyrir jafnrétti með skæruhernaði Sif Sigmarsdóttir skrifar 29. júlí 2017 07:00 Þegar breska ríkisútvarpið, BBC, var skyldað til að birta lista yfir launahæstu starfsmenn stofnunarinnar var öllum ljóst að uppþot var í vændum. BBC hafði lengi verið gagnrýnt fyrir að greiða helstu sjónvarps- og útvarpsstjörnum sínum ofurlaun að óþörfu. Nú skyldi það staðfest svart á hvítu. Með ráðstöfuninni átti að stemma stigu við meintu bruðli BBC með almannafé. Ráðamenn töldu að gegnsæi leiddi til þess að stofnunin yrði að halda sig á mottunni. Bretar fengu sannarlega ástæðu til að hneykslast þegar listinn var birtur. Uppþotið snerist þó um annað en ofurlaun stórstjarnanna. Í ljós kom að kynbundinn launamunur innan stofnunarinnar var meiri en nokkurn hafði órað fyrir. Af þeim níutíu og sex starfsmönnum sem þénuðu meira en hundrað og fimmtíu þúsund pund á ári var aðeins þriðjungur konur. Karlmenn vermdu sjö efstu sæti listans.Höfð að fífliMálið kom einni konu þó ekki á óvart. „Afhjúpunin í vikunni lét mér líða eins og ég hefði ferðast aftur um tuttugu ár, til þess tíma þegar ég komst að því að ég þénaði miklu minna en karlkyns samstarfsmenn mínir í morgunútvarpi BBC [The Today Program],“ skrifaði fréttakonan Sue MacGregor í aðsendri grein í The Times. „Í einfeldni minni hélt ég einfaldlega alltaf að við fengjum sömu laun.“ Sue komst hins vegar að hinu sanna árið 1997, eftir áratuga starf, þegar skrifuð var bók um sögu morgunútvarpsins. Í bókinni birtust upplýsingar um laun starfsfólks þáttarins gegnum árin. „Ég var furðu lostin,“ skrifaði Sue. „Þarna var sönnun þess hve lítils konur eru metnar í samanburði við karlmenn sem sinna nákvæmlega sama starfi.“ Hvernig kemst stofnun eins og BBC upp með að hlunnfara hóp af vel gefnum konum sem starfa margar við að vera gagnrýnar í hugsun, spyrja erfiðra spurninga og efast um allt? Jú, rétt eins og Sue MacGregor héldu konurnar einfaldlega að þær fengju greidd laun sambærileg karlkyns samstarfsmönnum. „Ég er reið og miður mín,“ sagði Vicky Young, stjórnmálaskýrandi BBC á samfélagsmiðlinum Twitter. „Ég hef verið höfð að fífli.“ Umboðsmaður tveggja þekktustu fréttakvenna BBC tjáði sig ráðvilltur um málið: „Mér hefur alltaf verið sagt að þær þyrftu ekkert að vera ósáttar, laun kollega væru sambærileg.“Hvað er að klikka?Í fyrradag mátti lesa eftirfarandi fyrirsögn í Fréttablaðinu: „Launamunur kynjanna eykst.“ Samkvæmt nýrri launakönnun VR er kynbundinn launamunur innan félagsins 11,3 prósent. Í fyrra var hann 10 prósent. Árið 2014 var hann 8,5 prósent, tæpum þremur prósentustigum lægri en hann mælist í dag. Hvers vegna gengur svona illa að útrýma kynbundnu launamisrétti? Á Íslandi ríkja jafnréttislög. Yfirvöld grípa reglulega til aðgerða sem stuðla eiga að auknum tækifærum á vinnumarkaði konum til handa. Hvað er að klikka?Með gegnsæi að vopniKynbundinn launamunur þrífst á leynd. Í kjölfar þess að BBC birti lista yfir laun starfsmanna stofnunarinnar áskotnaðist konum sem þar starfa óvænt vopn í baráttunni gegn kynbundnum launamun. Þær fengu annars vegar óyggjandi staðfestingu á misréttinu sem þær eru beittar, hins vegar upplýsingar um hversu há laun þær eiga að biðja um til að njóta sannmælis. Með gegnsæi að vopni berjast BBC konur nú allar sem ein af krafti fyrir sömu launum og karlmennirnir sem vinna með þeim. Langtímaaðgerðir stjórnvalda í baráttunni fyrir jöfnum launum eru góðar og gildar. En kannski er kominn tími til að grípa til nýrrar nálgunar; sömu nálgunar og BBC konur taka nú. En hvernig er það hægt? Konur vita ekki hver laun samstarfsmanna þeirra eru. Það er auðleysanlegt. Það má einfaldlega spyrja. Konur, tökum höndum saman. Berjumst fyrir launajafnrétti með skæruhernaði. Á mánudaginn, þegar við mætum í vinnuna, snúum okkur að næsta karlkyns samstarfsfélaga og spyrjum hvað hann er með í laun. Förum svo til yfirmannsins og biðjum um það sama. Við erum þess virði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun
Þegar breska ríkisútvarpið, BBC, var skyldað til að birta lista yfir launahæstu starfsmenn stofnunarinnar var öllum ljóst að uppþot var í vændum. BBC hafði lengi verið gagnrýnt fyrir að greiða helstu sjónvarps- og útvarpsstjörnum sínum ofurlaun að óþörfu. Nú skyldi það staðfest svart á hvítu. Með ráðstöfuninni átti að stemma stigu við meintu bruðli BBC með almannafé. Ráðamenn töldu að gegnsæi leiddi til þess að stofnunin yrði að halda sig á mottunni. Bretar fengu sannarlega ástæðu til að hneykslast þegar listinn var birtur. Uppþotið snerist þó um annað en ofurlaun stórstjarnanna. Í ljós kom að kynbundinn launamunur innan stofnunarinnar var meiri en nokkurn hafði órað fyrir. Af þeim níutíu og sex starfsmönnum sem þénuðu meira en hundrað og fimmtíu þúsund pund á ári var aðeins þriðjungur konur. Karlmenn vermdu sjö efstu sæti listans.Höfð að fífliMálið kom einni konu þó ekki á óvart. „Afhjúpunin í vikunni lét mér líða eins og ég hefði ferðast aftur um tuttugu ár, til þess tíma þegar ég komst að því að ég þénaði miklu minna en karlkyns samstarfsmenn mínir í morgunútvarpi BBC [The Today Program],“ skrifaði fréttakonan Sue MacGregor í aðsendri grein í The Times. „Í einfeldni minni hélt ég einfaldlega alltaf að við fengjum sömu laun.“ Sue komst hins vegar að hinu sanna árið 1997, eftir áratuga starf, þegar skrifuð var bók um sögu morgunútvarpsins. Í bókinni birtust upplýsingar um laun starfsfólks þáttarins gegnum árin. „Ég var furðu lostin,“ skrifaði Sue. „Þarna var sönnun þess hve lítils konur eru metnar í samanburði við karlmenn sem sinna nákvæmlega sama starfi.“ Hvernig kemst stofnun eins og BBC upp með að hlunnfara hóp af vel gefnum konum sem starfa margar við að vera gagnrýnar í hugsun, spyrja erfiðra spurninga og efast um allt? Jú, rétt eins og Sue MacGregor héldu konurnar einfaldlega að þær fengju greidd laun sambærileg karlkyns samstarfsmönnum. „Ég er reið og miður mín,“ sagði Vicky Young, stjórnmálaskýrandi BBC á samfélagsmiðlinum Twitter. „Ég hef verið höfð að fífli.“ Umboðsmaður tveggja þekktustu fréttakvenna BBC tjáði sig ráðvilltur um málið: „Mér hefur alltaf verið sagt að þær þyrftu ekkert að vera ósáttar, laun kollega væru sambærileg.“Hvað er að klikka?Í fyrradag mátti lesa eftirfarandi fyrirsögn í Fréttablaðinu: „Launamunur kynjanna eykst.“ Samkvæmt nýrri launakönnun VR er kynbundinn launamunur innan félagsins 11,3 prósent. Í fyrra var hann 10 prósent. Árið 2014 var hann 8,5 prósent, tæpum þremur prósentustigum lægri en hann mælist í dag. Hvers vegna gengur svona illa að útrýma kynbundnu launamisrétti? Á Íslandi ríkja jafnréttislög. Yfirvöld grípa reglulega til aðgerða sem stuðla eiga að auknum tækifærum á vinnumarkaði konum til handa. Hvað er að klikka?Með gegnsæi að vopniKynbundinn launamunur þrífst á leynd. Í kjölfar þess að BBC birti lista yfir laun starfsmanna stofnunarinnar áskotnaðist konum sem þar starfa óvænt vopn í baráttunni gegn kynbundnum launamun. Þær fengu annars vegar óyggjandi staðfestingu á misréttinu sem þær eru beittar, hins vegar upplýsingar um hversu há laun þær eiga að biðja um til að njóta sannmælis. Með gegnsæi að vopni berjast BBC konur nú allar sem ein af krafti fyrir sömu launum og karlmennirnir sem vinna með þeim. Langtímaaðgerðir stjórnvalda í baráttunni fyrir jöfnum launum eru góðar og gildar. En kannski er kominn tími til að grípa til nýrrar nálgunar; sömu nálgunar og BBC konur taka nú. En hvernig er það hægt? Konur vita ekki hver laun samstarfsmanna þeirra eru. Það er auðleysanlegt. Það má einfaldlega spyrja. Konur, tökum höndum saman. Berjumst fyrir launajafnrétti með skæruhernaði. Á mánudaginn, þegar við mætum í vinnuna, snúum okkur að næsta karlkyns samstarfsfélaga og spyrjum hvað hann er með í laun. Förum svo til yfirmannsins og biðjum um það sama. Við erum þess virði.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun