Fótbolti

Stelpurnar æfðu í Laugardalnum þegar vika er í fyrsta leik | Myndir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Elín Metta Jensen, framherji Vals, teygir á fyrir æfingu liðsins í Laugardalnum í dag.
Elín Metta Jensen, framherji Vals, teygir á fyrir æfingu liðsins í Laugardalnum í dag. vísir/vilhelm
Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta æfðu á Laugardalsvelli í hádeginu í dag þegar nú er vika í fyrsta leik liðsins á EM 2017. Ísland mætir stórliði Frakklands í Tilburg eftir sjö daga en Frakkar eru til alls líklegir á mótinu.

Rakel Hönnudóttir er sú eina sem á við einhver meiðsli að stríða en annars var létt yfir stelpunum á æfingu í dag. Tíu þeirra þurftu að sinna fjölmiðlum í hálftíma áður en æfingin hófst í sólinni á Laugardalsvellinum.

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, og Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður sambandsins, voru bæði mætt á æfinguna í dag og þá fylgdist Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla, með gangi mála úr stúkunni.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalnum í dag og tók myndir á æfingunni sem sjá má hér fyrir neðan.

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var með sólgleraugun í Dalnum í dag.vísir/vilhelm
Skokkhringurinn er alltaf mikilvægur.vísir/vilhelm
Háar hnélyftur, algjör klassíker.vísir/vilhelm
Harpa Þorsteinsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir taka á því og Freyr og Ásmundur fylgjast með.vísir/vilhelm
Aðeins að slaka á áður en herlegheitin byrja.vísir/vilhelm
Stelpurnar halda á lofti á meðan vallarstjórinn snappar.vísir/vilhelm
Formaðurinn mætti í sumardressinu.vísir/vilhelm
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla, færði skrifstofu sína út í stúku og fylgdist með æfingu stelpnanna en hann er njósnari fyrir Frey.vísir/vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×