Stórkostlegur endir á flottum þríleik 13. júlí 2017 12:15 Leikarahópurinn stendur sig vel í War for the Planet of the Apes. NORDICPHOTOS/AFP Tæp fimmtíu ár eru liðin frá því að upprunalega Apaplánetu-myndin með Charlton Heston leit dagsins ljós. Það sem byrjaði í fyrstu sem sjálfstæð aðlögun á skáldsögu höfundarins Pierre Boulle varð fljótt að vinsælum myndaflokki, sem hefur þróast merkilega síðan þá, rétt eins og tæknin og aðferðirnar sem hafa farið í það að gæða apana lífi. Upp úr aldamótunum reyndi leikstjórinn Tim Burton að koma seríunni í gang á ný, með miklu skrauti en slöppum árangri. Áratug seinna var svo gerð önnur tilraun til endurræsingar. Þá kom forsagan Rise of the Planet of the Apes þar sem stillt var upp breiðari sögu um háþróaða simpansann Caesar og hið óumflýjanlega stríð á milli manna og ofurapa, sem hann hefur reynt sitt besta til að koma í veg fyrir. Fyrsta myndin fjallaði um uppvaxtarár Caesars og hvernig hann öðlaðist greind og sjálfstæði. Í Dawn of the Planet of the Apes er mannfólkið komið í útrýmingarhættu vegna veirusýkingar og gerist Caesar formlegur leiðtogi á meðan togstreita myndast úr öllum áttum. Sú þriðja segir frá þróun hans til þess að verða goðsögn á meðan hann tekst á við erfiðari djöfla en áður. Nýju Apaplánetumyndirnar nálgast árekstur ólíku hópanna á athyglisverðan máta og í þokkabót eru þær skýrt dæmi um það hvernig skal gera framhalds- eða forsögur. Hver tilheyrandi eining er hæfilega sjálfstæð en hver kafli dýpkar persónusköpunina og bætir náttúrulega ofan á forvera sinn án þess að apa beint eftir honum. Útkoman hér er hiklaust átakanlegasta, metnaðarfyllsta og útlitslega séð langflottasta eintakið í trílógíunni. War for the Planet of the Apes er vægast sagt tilkomumikil og góð áminning um það að rándýrar brellumyndir geta oft verið listrænar og gerðar fyrir hugsandi fólk. Eins og titillinn gefur til kynna er atburðarásin allt annað en hressileg og myndin er langt frá því að vera hefðbundin sumarafþreying. Í staðinn kemur hæg, grimm og bítandi „and-stríðsmynd“ þar sem merkilega lítið af hasar er í boði. Til viðbótar eru orustusenur aldrei stílfærðar eins og þær eigi að vera eitthvað sérstaklega „töff“ í ljósi þess að sagan sýnir af fullri hörku eðli stríðs og afleiðingar slíks. Vissulega er hasarinn mikilvægur og öflugur fylgihlutur í myndinni en algjört aukaatriði í samanburði við þemun og karakterana.War for the Planet of the Apes fær fullt hús stiga. Það er ekki annað hægt en að dást að þessari mynd. Öll umgjörð er óaðfinnanleg, frá listilegri kvikmyndatöku til tónlistar sem eflir andrúmsloftið afbragðsvel, og tölvuvinnan sem hér er til sýnis er helbert kraftaverk. Brellurnar eru fyrst og fremst nýttar til þess að þjóna sögunni og persónunum frekar en væntingum áhorfenda um sjónarspil. Það vantar heldur ekkert upp á að Andy Serkis komi með enn einn leiksigurinn í þessu ógleymanlega aðalhlutverki. Þjáning Caesars og myrkt hugarástand skín í gegn um pixlana og magnast hvort tveggja með tilþrifum leikarans. Hnökralaus frammistaða Serkis skyggir þó ekki á aðra leikara frekar en áður. Flestir, ef ekki allir, standa fyrir sínu. Woody Harrelson er réttur maður á réttum stað og heldur ekki eins einhliða andstæðingur og hann virðist vera í fyrstu. Hin unga Amiah Miller er áhrifarík í hlutverki munaðarlausrar stúlku sem verður á vegi Caesars og Steve Zahn bætir við þörfum léttleika í blönduna án þess að ganga of langt með það. Í röngum höndum hefði efniviðurinn léttilega getað misheppnast eða orðið kjánalegur. Leikstjórinn Matt Reeves hefur aftur tekið að sér ýkta vísindaskáldssögu með æpandi ádeilu og neitað að búa til heilalaust bíó úr því. Hann sýður hér saman ýmsa tóna; stríðsmynd, flóttamynd og hljóðlátan vestra svo úr verður minnisstæð heild þar sem fasismi, dýrslegt eðli, ótti, fordómar, samkennd og þrautseigja eru skoðuð af mikilli einlægni. Það er með hreinum ólíkindum hvað Reeves nær heppilega að forðast alla tilgerð og ná oft ansi langt með afar litlu, eins og með það hvernig hann spilar með þagnir, táknmál, einfalt augnaráð eða önnur smáatriði, gjarnan í nærmyndum. Það kemur fyrir en örsjaldan að sumt er meira útskýrt heldur en þörf er á en á rúmum tveimur tímum er aldrei teygða eða tilgangslausa mínútu að finna í öllu flæðinu. En auðvitað er magnað að Hollywood-framleiðendur hafi dælt svona miklum peningum í vandaða, kraftmikla „poppkornsmynd“ þar sem áhorfandinn er fenginn til þess að styðja útrýmingarhættu manneskjunnar og halda með öpunum. Heill sé þér, Caesar!Niðurstaða: Hér er búið að dulbúa fallega, bitastæða og dökka „and-stríðsmynd“ sem sumarafþreyingu. En frásögnin er vönduð, tilfinningalega lifandi og brellurnar hreint ótrúlegar. Magnaður endir á flottum þríleik. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tæp fimmtíu ár eru liðin frá því að upprunalega Apaplánetu-myndin með Charlton Heston leit dagsins ljós. Það sem byrjaði í fyrstu sem sjálfstæð aðlögun á skáldsögu höfundarins Pierre Boulle varð fljótt að vinsælum myndaflokki, sem hefur þróast merkilega síðan þá, rétt eins og tæknin og aðferðirnar sem hafa farið í það að gæða apana lífi. Upp úr aldamótunum reyndi leikstjórinn Tim Burton að koma seríunni í gang á ný, með miklu skrauti en slöppum árangri. Áratug seinna var svo gerð önnur tilraun til endurræsingar. Þá kom forsagan Rise of the Planet of the Apes þar sem stillt var upp breiðari sögu um háþróaða simpansann Caesar og hið óumflýjanlega stríð á milli manna og ofurapa, sem hann hefur reynt sitt besta til að koma í veg fyrir. Fyrsta myndin fjallaði um uppvaxtarár Caesars og hvernig hann öðlaðist greind og sjálfstæði. Í Dawn of the Planet of the Apes er mannfólkið komið í útrýmingarhættu vegna veirusýkingar og gerist Caesar formlegur leiðtogi á meðan togstreita myndast úr öllum áttum. Sú þriðja segir frá þróun hans til þess að verða goðsögn á meðan hann tekst á við erfiðari djöfla en áður. Nýju Apaplánetumyndirnar nálgast árekstur ólíku hópanna á athyglisverðan máta og í þokkabót eru þær skýrt dæmi um það hvernig skal gera framhalds- eða forsögur. Hver tilheyrandi eining er hæfilega sjálfstæð en hver kafli dýpkar persónusköpunina og bætir náttúrulega ofan á forvera sinn án þess að apa beint eftir honum. Útkoman hér er hiklaust átakanlegasta, metnaðarfyllsta og útlitslega séð langflottasta eintakið í trílógíunni. War for the Planet of the Apes er vægast sagt tilkomumikil og góð áminning um það að rándýrar brellumyndir geta oft verið listrænar og gerðar fyrir hugsandi fólk. Eins og titillinn gefur til kynna er atburðarásin allt annað en hressileg og myndin er langt frá því að vera hefðbundin sumarafþreying. Í staðinn kemur hæg, grimm og bítandi „and-stríðsmynd“ þar sem merkilega lítið af hasar er í boði. Til viðbótar eru orustusenur aldrei stílfærðar eins og þær eigi að vera eitthvað sérstaklega „töff“ í ljósi þess að sagan sýnir af fullri hörku eðli stríðs og afleiðingar slíks. Vissulega er hasarinn mikilvægur og öflugur fylgihlutur í myndinni en algjört aukaatriði í samanburði við þemun og karakterana.War for the Planet of the Apes fær fullt hús stiga. Það er ekki annað hægt en að dást að þessari mynd. Öll umgjörð er óaðfinnanleg, frá listilegri kvikmyndatöku til tónlistar sem eflir andrúmsloftið afbragðsvel, og tölvuvinnan sem hér er til sýnis er helbert kraftaverk. Brellurnar eru fyrst og fremst nýttar til þess að þjóna sögunni og persónunum frekar en væntingum áhorfenda um sjónarspil. Það vantar heldur ekkert upp á að Andy Serkis komi með enn einn leiksigurinn í þessu ógleymanlega aðalhlutverki. Þjáning Caesars og myrkt hugarástand skín í gegn um pixlana og magnast hvort tveggja með tilþrifum leikarans. Hnökralaus frammistaða Serkis skyggir þó ekki á aðra leikara frekar en áður. Flestir, ef ekki allir, standa fyrir sínu. Woody Harrelson er réttur maður á réttum stað og heldur ekki eins einhliða andstæðingur og hann virðist vera í fyrstu. Hin unga Amiah Miller er áhrifarík í hlutverki munaðarlausrar stúlku sem verður á vegi Caesars og Steve Zahn bætir við þörfum léttleika í blönduna án þess að ganga of langt með það. Í röngum höndum hefði efniviðurinn léttilega getað misheppnast eða orðið kjánalegur. Leikstjórinn Matt Reeves hefur aftur tekið að sér ýkta vísindaskáldssögu með æpandi ádeilu og neitað að búa til heilalaust bíó úr því. Hann sýður hér saman ýmsa tóna; stríðsmynd, flóttamynd og hljóðlátan vestra svo úr verður minnisstæð heild þar sem fasismi, dýrslegt eðli, ótti, fordómar, samkennd og þrautseigja eru skoðuð af mikilli einlægni. Það er með hreinum ólíkindum hvað Reeves nær heppilega að forðast alla tilgerð og ná oft ansi langt með afar litlu, eins og með það hvernig hann spilar með þagnir, táknmál, einfalt augnaráð eða önnur smáatriði, gjarnan í nærmyndum. Það kemur fyrir en örsjaldan að sumt er meira útskýrt heldur en þörf er á en á rúmum tveimur tímum er aldrei teygða eða tilgangslausa mínútu að finna í öllu flæðinu. En auðvitað er magnað að Hollywood-framleiðendur hafi dælt svona miklum peningum í vandaða, kraftmikla „poppkornsmynd“ þar sem áhorfandinn er fenginn til þess að styðja útrýmingarhættu manneskjunnar og halda með öpunum. Heill sé þér, Caesar!Niðurstaða: Hér er búið að dulbúa fallega, bitastæða og dökka „and-stríðsmynd“ sem sumarafþreyingu. En frásögnin er vönduð, tilfinningalega lifandi og brellurnar hreint ótrúlegar. Magnaður endir á flottum þríleik.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira