Haukur Páll: Hann tók náttúrulega aldrei boltann Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. júlí 2017 23:08 Haukur Páll í leiknum í kvöld. vísir/Andri Marinó „Það er svekkjandi að tapa þessum leik, mér fannst við loka þokkalega á þá í seinni hálfleik og fannst þeir ekki ná að opna okkur mikið. Ég hefði viljað halda þessu bara í 1-1 svo ég er svekktur bara,“ voru fyrstu viðbrögð fyrirliða Valsmanna, Hauks Páls Sigurðssonar, eftir tap Vals á Hlíðarenda í kvöld.Valur tók á móti NK Domzale frá Slóveníu í annari umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. Leikurinn fór 1-2 fyrir gestunum og eru Valsmenn í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn sem fer fram í Slóveníu eftir viku. Heimamenn voru frekar stressaðir í byrjun leiksins en náðu svo að spila sig inn í leikinn. Staðan var 1-1 í hálfleik og voru Valsmenn líklegri til að skora sigurmarkið í upphafi seinni hálfleiks. „Við vorum bara búnir að sjá tvo leiki frá þeim og vissum lítið um þá svo það tók smá tíma að finna taktinn hjá okkur. Við létum boltann ganga í fáum snertingum og þegar við náðum upp okkar leik þá opnuðum við þá alveg. Við fengum færi og sénsa til að komast í færi en hefðum mátt gera aðeins betur í því,“ sagði Haukur. „Hann tók náttúrulega aldrei boltann,“ sagði Haukur Páll um atvik þegar Ivan Firer tæklaði hann á miðjum vellinum en dómarinn dæmdi ekkert. „Hann fer klárlega í mig, þetta var svona frekar ruddaleg tækling fannst mér. Ég hefði viljað fá aukaspyrnu, mér skilst að hann hafi ekki dæmt neitt.“ Það var mjög umdeilt atvik sem leiddi til sigurmarks Domzale, Sigurður Egill Lárusson tæklaði Amedej Vetrih inni í eigin vítateig og fékk dæmt á sig vítaspyrnu. „Ég get eiginlega ekki sagt til um þetta víti fyrr en ég sé það í sjónvarpinu. Siggi segist hafa farið beint í boltann og þá er það ansi dýrt ef hann fór í boltann,“ sagði Haukur Páll um dóminn. „Mér fannst hann smá soft þessi dómari, kannski á báða vegu bara, fyrir utan náttúrulega þetta atvik á miðjum vellinum. Ég held ég verði að sjá þetta aftur, en ég verð bara líka að trúa Sigga. Hann segist hafa farið beint í boltann og þá er þetta klárlega ekki víti.“ „Þetta er hörku lið. Þeir eru hrikalega góðir í fótbolta og láta boltann ganga vel. Erfitt að spila á móti þeim, þeir eru snöggir og með góða tækni. Við eigum samt enn þá séns í þessu. Það er alltaf séns í fótbolta, en við förum klárlega út bara til að sækja til sigurs, það er ekkert annað í boði. En það verður heitt, fáum við ekki bara einhverja vatnspásu inn á milli. Það verður erfitt en við ætlum okkur að sækja til sigurs.“ Leikjaplanið er ansi þétt fyrir Valsmenn þessa dagana. Þeir spiluðu við Stjörnuna á sunnudaginn og mæta Víkíngi Reykjavík næsta sunnudag í Pepsi deildinni áður en þeir halda út til Slóveníu. Haukur Páll vill þó ekki taka undir það að leikjaplanið sé of þétt. „Þetta er eins og maður vill hafa þetta. Sumir leikmenn eru kannski með smá eymsli hér og þar og þá er þetta kannski full þétt en það er lang best að æfa sem minnst og spila sem mest.“ Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Domzale 1-2 | Valsmenn fara með bakið upp við vegg til Slóveníu Valsmenn eru í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn í Slóveníu. 13. júlí 2017 23:00 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Þróttarvöllur hýsir A-landsleiki kvenna í apríl Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sjáðu dauðafæri Orra og mörk Man. Utd og Real Sociedad Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Sjá meira
„Það er svekkjandi að tapa þessum leik, mér fannst við loka þokkalega á þá í seinni hálfleik og fannst þeir ekki ná að opna okkur mikið. Ég hefði viljað halda þessu bara í 1-1 svo ég er svekktur bara,“ voru fyrstu viðbrögð fyrirliða Valsmanna, Hauks Páls Sigurðssonar, eftir tap Vals á Hlíðarenda í kvöld.Valur tók á móti NK Domzale frá Slóveníu í annari umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. Leikurinn fór 1-2 fyrir gestunum og eru Valsmenn í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn sem fer fram í Slóveníu eftir viku. Heimamenn voru frekar stressaðir í byrjun leiksins en náðu svo að spila sig inn í leikinn. Staðan var 1-1 í hálfleik og voru Valsmenn líklegri til að skora sigurmarkið í upphafi seinni hálfleiks. „Við vorum bara búnir að sjá tvo leiki frá þeim og vissum lítið um þá svo það tók smá tíma að finna taktinn hjá okkur. Við létum boltann ganga í fáum snertingum og þegar við náðum upp okkar leik þá opnuðum við þá alveg. Við fengum færi og sénsa til að komast í færi en hefðum mátt gera aðeins betur í því,“ sagði Haukur. „Hann tók náttúrulega aldrei boltann,“ sagði Haukur Páll um atvik þegar Ivan Firer tæklaði hann á miðjum vellinum en dómarinn dæmdi ekkert. „Hann fer klárlega í mig, þetta var svona frekar ruddaleg tækling fannst mér. Ég hefði viljað fá aukaspyrnu, mér skilst að hann hafi ekki dæmt neitt.“ Það var mjög umdeilt atvik sem leiddi til sigurmarks Domzale, Sigurður Egill Lárusson tæklaði Amedej Vetrih inni í eigin vítateig og fékk dæmt á sig vítaspyrnu. „Ég get eiginlega ekki sagt til um þetta víti fyrr en ég sé það í sjónvarpinu. Siggi segist hafa farið beint í boltann og þá er það ansi dýrt ef hann fór í boltann,“ sagði Haukur Páll um dóminn. „Mér fannst hann smá soft þessi dómari, kannski á báða vegu bara, fyrir utan náttúrulega þetta atvik á miðjum vellinum. Ég held ég verði að sjá þetta aftur, en ég verð bara líka að trúa Sigga. Hann segist hafa farið beint í boltann og þá er þetta klárlega ekki víti.“ „Þetta er hörku lið. Þeir eru hrikalega góðir í fótbolta og láta boltann ganga vel. Erfitt að spila á móti þeim, þeir eru snöggir og með góða tækni. Við eigum samt enn þá séns í þessu. Það er alltaf séns í fótbolta, en við förum klárlega út bara til að sækja til sigurs, það er ekkert annað í boði. En það verður heitt, fáum við ekki bara einhverja vatnspásu inn á milli. Það verður erfitt en við ætlum okkur að sækja til sigurs.“ Leikjaplanið er ansi þétt fyrir Valsmenn þessa dagana. Þeir spiluðu við Stjörnuna á sunnudaginn og mæta Víkíngi Reykjavík næsta sunnudag í Pepsi deildinni áður en þeir halda út til Slóveníu. Haukur Páll vill þó ekki taka undir það að leikjaplanið sé of þétt. „Þetta er eins og maður vill hafa þetta. Sumir leikmenn eru kannski með smá eymsli hér og þar og þá er þetta kannski full þétt en það er lang best að æfa sem minnst og spila sem mest.“
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Domzale 1-2 | Valsmenn fara með bakið upp við vegg til Slóveníu Valsmenn eru í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn í Slóveníu. 13. júlí 2017 23:00 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Þróttarvöllur hýsir A-landsleiki kvenna í apríl Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sjáðu dauðafæri Orra og mörk Man. Utd og Real Sociedad Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Domzale 1-2 | Valsmenn fara með bakið upp við vegg til Slóveníu Valsmenn eru í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn í Slóveníu. 13. júlí 2017 23:00